Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 34

Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 34
okkar séu litlir og venjulegur nemenda- fjöldi í enskum og velskum háskólum er aðeins um þrjú þúsund. Yið eigum aðeins þrjá háskóla sem hafa fleiri en tíu þúsund nemendur. Hins vegar er hér háskóli sem teiur brátt 40000 nemendur. Háskóianám- skeið okkar í Englandi og Wales a. m. k. — skosku háskólarnir eiga sér ólíka hefð og háttu — stefna að mikilli sérhæfingu þar sem þau eru felld inn í þriggja ára ó- rofið nám, sem loks er metið með yfir- gripsmiklu prófi. I opna háskólanum hins vegar eru námskeið, sem spanna ýmsar vís- indagreinar. Frelsi nemenda í vali og teng- ingum miiii námskeiða er töluvert. Náms- mat er stöðugt samhliða prófum, og há- skólagráðum er náð með því einu að safna námseiningum á lengri eða skemmri tíma. Loks erum við þannig skapi farin að við kjósum að fara hægt í hlutina en hér er há- skóii, sem vaxið hefur svo ört, að við mæl- um aldur hans fremur í mánuðum en ára- tugum eða árum. Það var ekki fyrr en í maí árið 1969 að hann var stofnsettur með drottningarbréfi. Ollu kennslu- og stjórn- unarkerfi skólans tókst að koma á fót í tæka tíð, svo að hann gæti hafið starfsemi sína í janúar árið 1971. Fjórir þættir gerðu þetta kieift. Hinn fyrsti var birting Robbins-skýrslunnar um æðri menntun árið 1963. í henni kom fram ógrynni töifræðilegra sannana nm vankanta þáverandi skipuiags æðri menntunar. — Skýrslan vakti þjóðarathygli og hvatti tii dáða. Enn fremur iéði hún þeim aðiium vopn í hendur sem á árunum 1964 og 1965 höfðu iivatt til stofnunar skóla svipuðum opna háskólanum. Þeir gátu nú sigrast á þeim andófsmönnum, sem fullyrt höfðu, að hvorki væri þá né yrði nokkurn tíma þörf fyrir slíka stofnun. Annar þáttur mál- staðnum til stuðnings var alda gömul hefð um fullorðinsmenntun innan háskólanna sem verið hefur háfræðileg og gert miklar kröfur til nemenda. Hennar vegna gátu fá- ir háskólakennarar afneitað tilveru greindra og einbeittra nemenda utan veggja háskól- anna, enda þótt þeir gætu gert grófiega lítið úr tölu þeirra, sem þeir og gerðu. Þriðji þátturinn var fólginn í magni, vöndun og framúrskarandi gæðum á kennsluútsending- um BBC, breska ríkisútvarpsins, enda nutu þær nokkurra áratuga þróunar og áttu hvergi sína líka. Þetta varð tií þess að „há- skóii ljósvakans,“ en þannig var skólanum þá lýst, virtist ekki alveg út í hött né held- ur óframkvæmanlegur. Fjórði þátturinn var hversu vel tilraunir tókust árið 1964 með samtvinnun útsendinga í sjónvarpi og út- varpi, bréfakennslu og kennslu innan skóla- stofunnar, einkum í framhaldsdeild fullorð- inna í Cambridge (National Extension College) og við minn eigin háskóla í Nott- ingham. Tilraunirnar sýndu og sönnuðu að slíkt kennslukerfi gæti blessast og bréfa- kennslan væri hornsteinn þess. Allir þessir þættir hefðu samt komið að litlu haldi ef til vill hefði sá fimmti ekki bæst við. Sú varð nefnilega reyndin að þetta menntun- ar- og tækniáform hreif stjórnmálaleiðtoga. Það er gamalkunn saga að öfl nýjunga og breytinga taki höndum saman undir lygnu yfirborði þjóðfélagsins, en orka þeirra verð- ur ekki leyst úr læðingi án tilkomu hvatans, sem birtist í stjórnmálaafstöðu og stjórn- málaathöfnum. Opni háskólinn er nú að minni hyggju orðinn rótgróin menntastofnun og yfir stjórnmáladeilur hafinn. Hann hefur líka staðið af sér andúð þá og háð sem flestir 28 - HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.