Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 35
háskólakennarar og reyndar því miður
einnig kennarar á námskeiðum fullorðinna
sýndu honum í byrjun. Gæði kennaraliðs
þess, sem til skólans hefur ráðist síðan
1969, gæði námsefnis, er framleitt hefur
verið síðan 1970 og loks góðir nemendur
og frammistaða þeirra árið 1971 hefur að
mínum dómi fært öllum heim sanninn um
nauðsyn þessa skóla í enskum menntamál-
um. Reyndar hefur háskólinn á fyrsta starfs-
ári sínu notið furðugóðs samstarfs og stuðn-
ings kennara við æðri menntastofnanir og
einnig frá almennings bókasöfnum og
fræðsluráðum um land allt. Auðvitað hljóta
að verða vandamál framundan að glíma
við, en þau munu ekki skapast af utanað-
komandi árásum heldur átökum innbyrðis,
sem einkenna allar meiri háttar stofnanir.
Að utan mun sennilega verða sótt að háskól-
anurn með tvennum hætti. Annars vegar
verður reynt að fá hann til að lækka aldurs-
takmark og bjóða almennari æðri menntun
handa nemendum, er nýlokið hafa skyldu-
námi, og á hinn bóginn verður lagt að hon-
um að veita beinlínis uppbótarkennslu
handa þeim sem afskiptir hafa verið um
menntun. Tilgangurinn er þá sá að reyna,
ef til vill með samstarfi við aðrar stofnan-
ir, að brúa hið stækkandi bil milli þeirra,
sem hverfa úr skóla fimintán eða sextán
ára að aldri og telja menntun ekki til far-
sældar, taka til vanabundinnar og lítt skap-
andi vinnu, svo að þeim förlast andlegur
þroski, og þeirra, sem stunda lengur nám,
telja menntun til farsældar, takast á hendur
skemmtileg störf, er krefjast mikils af þeim
svo að þeir þroskast andlega. Opna háskól-
anum er enginn vansi að því, eins og ég hef
oft látið í ljós, að hann hefur lítt reynt að
stríða við þetta átakanlega og erfiða vanda-
mál. Til þess verkefnis hefur hann hvorki
haft umboð né fjárráð. Fyrsta verk hans
hefur með réttu verið að gera góðan grund-
völl að kröfum þeim sem hann gerir um
nám og til nemenda, svo og að vekja traust
á gráðum þeim er hann úthlutar. Vera má
að besta vörnin gegn fyrri árásinni sé feng-
in með því að laga sig að þeirri síðari,
þ. e. a. s. ef hann skal ekki talinn koma í
staðinn fyrir venjulegan háskóla, þá verður
að telja hann tilraunastofnun í menntun
fullorðinna, sem auk þess að starfa á há-
skólastigi, eins og hann hefur gert svo
frækilega, reynir einnig af fremsta megni
að finna lausn á mesta vanda okkar tíma.
Olafur R. Jónsson
menntaskólakennari þýddi.
Grein þessi er þýdd úr Prospects,
ársfjórðungsriti um menntamál.
Árg. II, 3. hefti.
Útgefið af UNESCO.
HEIMILI OG SIÍÓLI - 29