Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 40

Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 40
vona með teikniþroskann og er því mikil- vægt að haga teiknikennslunni þannig að áhuginn varðveitist. Venjulega hverfur barnið nú frá hinum natúralíska stíl og fer að reyna við ýmsar tilraunir á teiknisviðinu. A sama hátt og skriftin getur bókstaflega breyst frá degi til dags á þessu tímabili, skiptir barnið um mismunandi teikniaðferðir í viðleitni sinni til að finna sér persónulegan stíl. Mörg börn spreyta sig á ýmiss konar rissmynd- um, föstu línurnar leysast upp, en í þeirra stað koma lifandi drættir. Hvert blaðið af öðru fyllist af rissmyndum, frumdráttum ýmiss konar og meira eða minna óhlutstæð- um myndum. I mannamyndum dregur úr áhuganum fyrir að sýna réttan klæðaburð og önnur velunnin smáatriði. Aftur á móti beinist mikill áhugi að andlitinu og leitast barnið við að draga fram einkenni persónu- leikans í auknum mæli. Ef persónan er öll teiknuð eru kynferðiseinkennin oft ýkt stór- um, svo jafnvel nálgast hið skoplega nema ef barnið er svo hrætt við eigin líkamsbreyt- ingar að það forðast vandlega að leiða í ljós nokkurn sérstakan kynmismun í teikn- ingum sínum. I teikningum stúlkna endur- speglast mjög ríkjandi tíska, þær reyna frekar að lýsa fatnaði af nákvæmni. Eins er oft hrúgað orðurn og táknum umhverfis per- sónurnar, sem einkenna þá táningatísku sem mest ber á hverju sinni, love, darling, peace o. s. frv. Að lesa í mynd Það er fjarri að öll börn hafi sálræna þörf fyrir nokkra tegund teiknunar eða myndtúlkunar yfirleitt. Sum útausa athafna- þörf sinni í vinnu eða leik og nýta hug- myndaauðgi sína, áhuga eða áhyggju í tali. Sé teikniverkefni lagt fyrir slíkt barn, leys- ir það vinnu sína af hendi af dugnaði og hratt en án vandfýsni, þannig að öll mynd- in er á hreyfingu. Dregin upp lagfæringa- laust samkvæmt skyndiáhrifum líðandi stundar. Ovart verða slíkar myndir oft feiki fagrar án þess að höfundurinn taki eftir því eða kæri sig hót. Innhverfa barnið, hljóða, sem sífellt burðast við að velja og hafna. I þögn og dul vinnur það sitt verk, hver flötur myndar- innar er skipulagður, vandlega hugsaður og hver lína er afdrifarík. Ahyggjan eltir þessi börn. Þetta eru börnin sem eiga erfitt með að tala, hugur þeirra er ekki hugur orða heldur hugur sýna og kennda. Þau skynja í leiftrum sem þau ná ekki að flytja með 34 - HEIMILI OG SKÓLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.