Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 42

Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 42
eru eflaust margar, t. d. alltof fjölmennir bekkir, hráefnis- og tækjakostur í algjöru lágmarki meðan fjölritarar, sem eru ágæt- ir til sinna nota, eru misnotaðir á hrapa- legan hátt, aðallega til litblaðaframleiðslu. Eins eru kennslustofurnar líkari fyrirlestr- arsölum en vinnustofum og síðast en ekki síst er þessari grein menntunar sáralítill gaumur gefinn við menntun almennra kennaraefna. Þjálfunin sem til þarf í teiknun, það að móta í huga sér mynd og að ná líkindum raunveruleikans, næst ekki nema hjá fáum sem byrja við 10 ára aldur nema þá með langtum meiri tíma í teiknun en skólakerfið gerir ráð fyrir. Þar sem reynslan hefur ótvírætt sýnt að því fyrr sem tækifærin bjóðast barninu, þeim mun drýgra verður starfið, þá getur það varla beðið lengur að yngri börnin fái aðgang að vinnustofu í skólanum undir handleiðslu sérmenntaðs kennara. FJÁRLÖG1975 Sundurliðun á fjárveitingum Alþingis til stofnkostnaðar skóla í Norðurlandskjör- dœmi eystra, gefnar upp í þús. króna: Akureyri, Glerárskóli, 1. áf. 2.706 Akureyri, Glerárskóli, 2. áf. 10.000 Akureyri, Lundaskóli, 1. áf. 16.160 Akureyri, Lundaskóli, 2. áf. 10.000 Akureyri, Oddeyrarskóli 3.000 Akureyri, íþróttahús 3.000 Húsavík, gagnfræðask. 1.944 Húsavík, gagnfræðaskóli, 2. áf. 3.000 Ólafsfjörður, skóli 4.187 Ólafsfjörður, heimav. 280 Svarfaðardalur, skóli 670 Svarfaðardalur, mötuneytisaðstaða 1.000 36 - HEIMILI OG SKÓLI Dalvík, heimav. 14.000 Hrísey 500 Arskógshreppur 494 Þelamörk, skóli 7.528 Hrafnagilsskóli, 2. áf., íbúðir 7.552 Stórutjarnarskóli, skóli 8.492 Stórutjarnarskóli, sundlaug 3.500 Skútustaðahreppur, skóli 302 Reykdælahreppur, skóli 500 Hafralækjarskóli 6.361 Hafralækjarskóli, íþróttaaðst. 10.000 Skúlagarður, íbúð 2.000 Lundur, íbúð 235 Lundur, leikfimisalur 488 Lundur, skóli 8.000 Þórshöfn 1.600

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.