Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 46

Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 46
stundafjölda hvers nemenda. Þessar reglur gefa verulegt svigrúm fyrir mismunandi námshraða, en eru sniðnar bæði með tilliti til þess, að hver nemandi ætli sér ekki of mikið og að fá þá nemendur, sem mennta- skólanám hentar ekki, til að hætta náminu. Nokkur ásókn hefur verið af hálfu nemenda í að hlíta ekki þessum reglum, einkum að stunda nám í fleiri einingum og sækja fleiri kennslustundir en reglurnar gera ráð fyrir. Afanganefnd telur, að sveigjanleiki áfanga- kerfisins eigi að vera fólginn í reglum þess. Ef í ljós kemur, að þessar reglur takmarki um of svigrúm nemenda til að ráða námi sínu, ber því að hliðra til með því að breyta reglunum. SKÓLASÓKNARREGLUR Skólasóknarreglur áfangakerfis voru samdar í þeim tilgangi að tryggja góða mætingu nemenda í kennslustundir og virð- ast hafa gefið góða raun að því leyti. — Áfanganefnd gerði upphaflega ráð fyrir, að algengasta skólasóknareinkunn yrði B, og voru einingar fyrir skólasókn miðaðar við það. Á haustönn 1973 dreifðust skóla- sóknareinkunnir þannig: 66% A, 19% B, 11% C, 4% D. Svipuð hlutföll voru tvær fyrstu annir áfangakerfisins. Kanna þyrfti, hvort þetta háa hlutfall A-einkunna stafar af mjög góðum mætingum, slælegri fjarvist- arskráningu eða einhverjum öðrum ástæð- um. Reynsla undangenginna ára hefur sýnt, að skólasóknarreglur eru afar viðkvæm- ar fyrir öllum frávikum í framkvæmd þeirra, og ber því að gæta ýtrustu varúðar í breytingum á reglunum og við fram- kvæmd reglnanna, og fylgjast vel með, hvernig þær gefast. STUNDATAFLA 1) Stundatafla skólans. Fjöldi kennslustunda á viku ákvarðast af hlutfallinu milli fjölda nemenda skólans og fjölda kennslustofa. Kennsla fer nú fram 10 kennslustundir á dag mánudag til föstu- dags og 6 kennslustundir á laugardegi. —- Flestar kennslustundir eru allar venjulegar kennslustofur skólans setnar. Fagstofur eru af þessum sökum illa nýttar og notkun al- mennra kennslutækja mun minni en ella. Ur þessu er hugsanlegt að bæta með fimm aðferðum: að fækka nemendum skólans, að fækka kennslustundum hvers nemanda, að fjölga kennslustofum, að lengja kennslu- daginn, að fjölga nemendum í hverjum námshóp. Tvær fyrstnefndu aðferðirmar virðast einna helst koma til greina. 2) Stundatöflur kennara. Á meðan stundatafla skólans breytist lít- ið frá því, sem nú er, er óhjákvæmilegt að stundatöflur allmargra kennara verði ósam- felldar á köflum. Ekki er heldur unnt að verða við óskum allra kennara um laugar- dagsfrí og að ljúka kennslu frekar snemma dags. Töflukröfur stundakennara ráða gerð stundatöflunnar að nokkru leyti. Ekki er hægt að búast við umtalsverðum endurbót- um á kennaratöflum nema annað hvort stundatafla skólans breytist verulega eða að hlutdeild stundakennara í kennslunni minnki verulega. 3) Stundatöflur nemenda. Á meðan stundatafla skólans breytist lít- ið frá því, sem nú er, er óhjákvæmilegt að stundatöflur nemenda verði slitróttar. Mik- ilvægt er, að fjöldi kennslustunda á dag sé sem jafnastur hjá hverjum nemanda. Ef 40 - HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.