Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 47

Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 47
gera á skólann að vinnustað nemenda, þar sem þeir ljúka daglegri vinnu sinni, er áríð- andi, að þeim sé leiðbeint eftir þörfum við að nýta þær eyður milli kennslustunda, sem eru umfram matartíma og eðlilegan hvíld- artíma. Ef vel tekst til í þessu efni, kemur ekki að sök þótt töflurnar séu nokkuð slitr- óttar. Borið hefur á góma, að 45 mínútur séu of skammur tími í einu fyrir grein, því að þá fari óhæfilega mikill hluti af tímanum í að skipta yfir. Ef þetta á við um bæði nám í eyðum og í kennslustundum, mætti leysa úr vandanum t. d. með því að hafa ávallt 2 samfelldar stundir í hverri grein. NÁMSBÓKAHALD Námsbókahald skólans er að mestu leyti unnið í tölvu. Þetta tryggir, að mjög lítið verður um villur í námsbókahaldinu og gef- ur möguleika á skjótunnum og ódýrum töl- fræðilegum yfirlitum, sem hljóta að vera mikilvæg gögn fyrir stjórnendur skólans, kennara, nemendur o. fl. Þessir möguleikar hafa lítið verið nýttir enn sem komið er. Tölvan er búin ýmsum aðferðum til að sannreyna þau gögn, sem hún fær, og skilar af sér villulistum, er gefa tilefni til síend- urtekinna leiðréttinga, þar til gögnin eru orðin svo til hárrétt. Þeir sem útbúa gögn fyrir tölvuvinnslu, hljóta því að temia sér ýtrustu nákvæmni. Þessi tölvuvinnsla hefur farið fram að öllu leyti í skýrsluvélum ríkisins og Reykja- víkurborgar. Hentugt virðist, að sem mestur hluti tölvuvinnslunnar færi fram í smátölvu skólans, en til þess að það geti orðið, þarf að festa kaup á ýmsum fylgitækjum, t. d. stærra minni og tölvuritvél, og endurskipu- leggja ýmsa þætti tölvuvinnslunnar. BREYTINGAR Á ÁFANGAKERFINU Þó að frumskipulagningu áfangakerfisins sé lokið, er ljóst, að framtíðarþróun þess krefst sífelldrar endurskipulagningar, t. d. breytinga á reglum um námskröfur og á námsskrá skólans. Áfangakerfinu er ætlað að geta sveigt sig að nýjum þjóðfélagsvið- horfum, sem hljóta sífellt að kalla á breytta kennsluhætti, breytt hlutföll milli náms- greina o. s. frv. Það er mat áfanganefndar, að fenginni reynslu, að sérhver breyting á svo heilsteyptu kerfi, hversu smá sem hún er, sé varhugaverð án mjög rækilegrar at- hugunar og skipulagningar. Sterkar líkur virðast á, að innan fárra ára verði 5 daga kennsluviku komið á í öll- um eða langflestum skólum landsins. Ef slíkri breytingu í M. H. fylgir fækkun kennslustunda, þá veldur hún væntanlega gjörbreytingu á áfangakerfinu, m. a. myndi skipting námsgreina í áfanga breytast, námseiningar myndu breytast og þær regl- ur áfangakerfis, sem kveða á um þessar stærðir. Samfara þessum breytingum kæmu tilsvarandi breytingar á tölvuforritum á- fangakerfisins. Æskilegt virðist, að slíkri gjörbreytingu fylgi einföldun á áföngum, þannig að fjöldi vikustunda hvers áfanga yrði föst stærð, væntanlega 5. Slík einföld- un myndi mjög auðvelda stundatöflugerð, sem hefur reynst bæði mikið og vandasamt verk í áfangakerfinu, og sennilega gera mögulegt, að tölva smíðaði stundatöflur nemenda og jafnvel einnig stundatöflur skólans og kennara. Ef menntaskólar þróast yfir í fjölbrauta- skóla í framtíðinni, virðist áfangakerfi henta slíkri þróun einkar vel vegna sveigj- anleika síns. HEIMILI OG SKÓLI 41

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.