Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 49

Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 49
Framkvæmdir undirbúnar vid menntaskóla á Egilsstöðum Dagana 11. og 12. febrúar 1975 hélt bygginganefnd menntaskóla á Austurlandi fundi á Egilsstöðum með arkitektum vænt- anlegs fjölbrautarskóla þar og kynnti sveit- arstjórn Egilsstaðahrepps og fleiri heima- aðilum stöðu byggingarmálsins. Bygginganefndin hefur frá því hún var skipuð árið 1973 unnið að áætlanagerð og undirbúningi framkvæmda í samvinnu við menntamálaráðuneytið og fleiri aðila, auk arkitekta skólans, en þeir eru Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Tillögur hafa verið mótaðar um fjölbrautaskóla með hreiðara námsframboði en tíðkast hefur í hefðbundnum menntaskólum, og gert er ráð fyrir samstarfi við næsta umhverfi og opin- bera aðila um vissa byggingarþætti og starf- semi, svo sem um íþróttaaðstöðu, bókasafn og gistirými í heimavistum að sumarlagi. Einnig er í ráði að leita samvinnu um fræðslu á tilteknum námsbrautum utan sjálfs skólans og hafa hliðsjón af verknáms- hrautum innan fjölbrautaskóla í Neskaup- stað. Búið er að ganga í aðalatriðum frá skipulagi skólasvæðis fyrir allt að 400 nianna skóla í Egilsstaðakauptúni, og nú fyrir skemmstu hefur menntamálaráðuneyt- ið veitt heimild til að fullhanna hluta af fyrsta byggingaráfanga skólans, þ. e. mötu- neyti og heimavistir. Yerður væntanlega unnt að bjóða þær framkvæmdir út á kom- andi sumri, en fjárveiting til þeirra nemur um 60 milljónum króna, þar af er helming- ur veittur á fjárlögum yfirstandandi árs, en hinn hlutinn er geymslufé frá fyrri árum. Stærð mötuneytis og heimavistaráfang- ans, sem hefja á framkvæmdir við á þessu ári, er um 800 fermetrar að grunnfleti á 1—4 hæðum, gólfflatarmál samanlagt 2500 fermetrar og heildarrúmmál um 8200 rúm- metrar. I þessum fyrsta heimavistaráfanga verður rými fyrir 80 nemendur í tveggja manna herbergjum, og fylgir snyrting með sturtu hverju herbergi. Eru herbergin og fleira hannað með tilliti til hótelsjónarmiða, auk þeirra þæginda sem við þetta skapast fyrir nemendur. Unnið er að samningsgerð um þennan þátt, sem er umfram venjulega heimavistarstaðla, milli menntamála- og samgönguráðuneytis, þar sem gert er ráð fyrir að hið síðarnefnda tryggi fjármögnun vegna tiltekins kostnaðarauka í þágu gisti- hússrékstrar. Jafnframt þessum fyrsta framkvæmda- þætti þarf í ár að hanna kennsluhúsnæði og starfsmannaíbúðir, svo að unnt verði að hefja framkvæmdir einnig við þá þætti fyrsta byggingaráfanga skólans á næsta ári, því að sjálfsögðu eiga allir þessir þættir að hluta til að vera tilbúnir samtímis, er skóla- hald hefst. HEIMILI OG SKÓLI - 43

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.