Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 50

Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 50
Sumarið 1973 ákvað menntamálaráðu- neytið með samþykki sveitarstjórnar Egils- staðahrepps að stefna að sameiginlegu íþróttahúsi með leikfimisal og sundlaug fyrir skóla á Egilsstöðum, og jafnframt skyldi tekið tillit til þarfa almennrar íþróttastarfsemi á Austurlandi, eftir því sem samstaða tækist um. Var bygginganefnd menntaskólans falið að vinna að framgangi þessa máls, og hefur slík íþróttamiðstöð verið forhönnuð af arkiteklum skólans. Enn er þó beðið ákvarðana ráðuneytis um staðla (norm) fyrir slíkt húsnæði og þar með um kostnaðarhlut ríkis og heimaaðila. Síðan er eftir að leita samstöðu meðal Aust- firðinga um fjármögnun til slíks mannvirk- is, ef unnt á að reynast að koma upp stærri aðstöðu en skólanorm kveða á um. Þarna er um að ræða íþróttasal af stærðinni 22x44 metrar og sundlaug 25x11 metrar. Bygginganefndin telur, að jafnframt því sem átak er gert til að efla framhaldsmennt- un innan fjölbrautarskóla í fjórðungnum, bæði á sviði bóknáms og verkmenntunar, þurfi að bæta verulega frá því sem nú er aðstöðu grunnskóla á svæðinu, því að á starfi þeirra hvílir framhaldsnámið. Bygg- inganefndin treystir á stuðning menntamála- ráðuneytis og fjárveitingavalds og atfylgi þingmanna kjördæmisins og sveitarstjórna og almennings á Austurlandi við bætta al- hliða menntunaraðstöðu og væntir að ekki líði mörg ár áður en menntaskóli á Egils- stöðum geti tekið til starfa við góðar að- stæður. — (Fréttatilkynning frá Bygginga- nefnd menntaskóla á Austurlandi). Frá skólanefnd Akureyrar Nokkrar kennarastöður eru lausar við barna- og gagn- fræðaskóla bæjarins. Umsóknarfrestur til 29. maí nk. Skólanefnd Akureyrar 44 - HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.