Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 58
Ahrif tóbaksreykinga
Foreldraþátturinn hefur rejndar
áður birt grein um tóbaksreykingar
og áhrif þeirra. — Blaðið telur það
skyldu sína að vara við þeim bölvaldi
sem reykingar eru.
Munnur
Ahrif nikótínsins koma fram á slímhimn-
unum, en það síast einnig út í blóðið og
verkar þannig á fjölda líffæra. Smekkur-
inn sljóvgast. Tjöruefnin erta slímhúðirnar,
orsaka tannholdsbólgu, tennurnar gulna og
pípureykingamenn fá stundum varakrabba.
Nef, kok og barkakýli
Þar eru áhrif nikótínsins sömu og í
munninum. Ilmanin sljóvgast, tjöruefnin
hafa þar einnig sömu áhrif og í munninum,
valda slímhúðarbólgum, ertandi hósta og
krabba í barkakýlinu.
Lungu
Allt að 95% nikótínsins í tóbaksreykn-
um streymir um lungun hjá þeim, sem anda
honum að sér. Nokkuð fer út í blóðið og
útskilst í þvagi, uppgangi og móðurmjólk;
flyst meira að segja yfir á íóstrið og brjósta-
barnið. Mikið af tjörunni sest að í lungun-
um, þar sem hún þéttist og binst slímhúð-
arfrumum lungnanna. Bifhárin lamast, sót
og reykur sest að í slíminu og veldur erting-
arhósta, bólgum í lungnaslímhimnunni og
lungnaþani þegar tímarnir líða. Fólk, sem
hefur reykt mikið til langframa, á á hættu
að fá lunganakrabba.
Hjarta og æðar
Nikótín eykur hjartsláttinn, púlsinn verð-
ur hraður, blóðþrýstingurinn eykst, æðarn-
ar dragast saman, hiti húðarinnar fellur um
margar gráður, æðarnar kalka og kransæða-
stífla myndast.
Kolsýrlingur veldur súrefnisskorti og
veiklar þannig hjartavöðvana.
Magi
Nikótín eykur magasýrurnar, ertir slím-
húðirnar, veldur bólgum í þeim og orsakar
magasár.
Almenn áhrif
Nikótínið hefur skammvinn örvandi á-
hrif á taugakerfið, en þegar lengra líður
verða þau lamandi, vinnuafköstin minnka
og það veldur svefnleysi, höfuðverkjum og
svitakófi. Kolsýrlingurinn binst blóðinu,
þrem hundruð sinnum meira en súrefnið,
sem hann útrýmir. Súrefnisskorturinn hefur
ill áhrif á alla vefi líkamans. Stórreykinga-
menn þjást oft af langvarandi kolsýrlings-
eitrun, húðin verður öskugrá af mikilli tó-
baksnotkun, kynorka lamast hjá mörgum af
miklum reykingum. Náttblinda er algeng
hjá reykingafólki.
Framhald á bls. 51.
52 - HEIMILI OG SKÓLI