Læknaneminn - 01.02.1955, Side 9

Læknaneminn - 01.02.1955, Side 9
LÆKN ANEMINN 9 Viðtal við prófessor Jón Steffensen Prófessor Jón Steffensen verð- ur fimmtugur þann 15. febrúar næstkomandi. LÆKNANEMANUM þótti til- hlýða, að hins mæta manns yrði minnzt í tilefni þessara merku tímamóta. En í stað þess að skrifa eina hinna venjulegu afmælis- greina, var sá kostur tekinn, að fá viðtal við prófessorinn, nokkurs konar afmælis-viðtal, og fer það hér á eftir. — Það er löngu kunnugt meðal læknanema, að prófessor Jón Steff- ensen hefurfengizt við ýmisskonar rannsóknarstörf um árabil, enda hafa læknanemar margir orðið nokkrum höfuðhárum fátækari við þá vitneskju og sumir hverjir meira að segja þegið ,,góðgerðir“ við sama tækifæri, um hverra ,,gæði“ ríkir þó nokkuð ósamræmi. Það var því með hálfum huga (ég hafði aldrei fengið neinar ,,góð- gerðir“), að ég bar upp þá bæn við prófessorinn að veita LÆKNA- NEMANUM viðtal. Kvaðst hann fús til þess, og fylgdu engar kvaðir en tvö, svo að hér virðist vera um greinilega bót til batnaðar að ræða. Af þessum fáu orðum er auð- sætt, að það eru næg verkefni fyr- ir Félag læknanema í framtíðinni og ég vona, að árangurinn af starfi þess í þágu læknastúdenta megi verða þeim til gagns og gleði og það verði í framtíðinni sem hing- að til öflugasta og starfsamasta deildarfélag háskólans. af hans hálfu, og var því tekið til við spurningarnar: „Hverjar eru helztu rannsókn- ir yðar?“ „Það má segja, að eftir að ég kom að Háskólanum, hafi flestar rannsóknir mínar beinzt að mann- fræði íslendinga. Orsökin er nær- tæk. Starf mitt er að fræða um byggingu og störf mannslíkamans og, þar sem þeir, er fræðslunnar njóta, eiga að starfa meðal fslend- inga, liggur beint við að miða kennsluna við íslenzkan líkama. Að vísu má í öllum meginatriðum styðjast við alþjóða reynslu, en þegar komið er út í einstök atriði, nægir hún oft og tíðum ekki; þá verður að styðjast við heima- fengna reynslu. Svo tekið sé ákveð- ið dæmi, sem mér er nærtækt, þá vil ég nefna hvítu blóðmyndina. Allar kennslubækur gefa upp svip- aðar tölur yfir fjölda hinna ein- stöku frumutegunda í blóðinu, og mætti því, að óathuguðu máli, álíta, að þessar tölur ættu almennt við, og þá einnig við íslendinga. En eftir að ég fór að starfa hér, þá varð mér Ijóst, að svo gat ekki verið, og hóf þá rannsókn á, hver væri hin raunverulegi meðalfjöldi þessara blóðfruma hjá heilbrigð- um íslendingum. Að á,kveða slík meðaltöl er mark- mið fyrir sig, og þau hafa hagnýt gildi fyrir lækna, en þau eiga sér einnig dýpri rætur. Hver sá, sem einhverja forvitni á til að bera, varpar fram spurn- ingum sem þessum: Hvers vegna er meðaltalið einmitt þetta á- kveðna gildi; er það óumbreytan-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.