Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 10
10
LÆKN ANEMINN
legt (t. d. frá ári til árs) og hvers
vegna er munur á því meðal þjóða ?
En þá erum við komin beint inn
á svið mannfræðinnar, þar sem
eðlislíkar spurningar eru oft orð-
aðar svo: Hvernig hafa mann-
flokkarnir orðið til?
Maðurinn, eins og raunar allar
lífverur, er sífelldum breytingum
undirorpinn — breytingum, sem
leita jafnvægis við innri krafta
lífsins. Það er þetta gullna jafn-
vægi, sem birtist í meðaltölum
hinna ýmsu eiginleika heilbrigðs
manns, eða réttar orðað, í eðlilegri
sveiflubreidd einhvers eiginleika.
Sjúklegt ástand skapast, þegar
þetta jafnvægi raskast, en það get-
ur orðið vegna of sterkra ytri
áhrifa, sem líkamanum er um
megn að svara á eðlilegan hátt, s.
s. þegar of mikill kuldi veldur
kali og of mikill fjöldi sýkla hita-
veiki. Eða þá, að innri kröftum lík-
amans er áfátt, svo að þeim er of-
viða að svara eðlilegum ytri áhrif-
um, eða leiða líkamsþroskann til
eðlilegrar niðurstöðu, eins og t. d.
á sér stað við efnaskiptasjúkdóma
og vanskapnaði.
Veigamesti þátturinn í innri
kröftum líkamans skapast af erfða-
eiginleikunum og þess vegna verð-
ur hið gullna jafnvægi í innsta eðli
sínu samspil þeirra og ytri áhrifa,
og það birtist okkur í því, sem
erfðafræðingar nefna útlitsmynd.
Síðari ára rannsóknir mínar hafa
því beinzt að almennum erfðaeigin-
leikum, sérstaklega að erfðum á
háralit og bragði fyrir phenyl-thio-
carbamide. Erfðagangurinn á
bragðskynjun gagnvart phenyl-
thio-carbamide er kunnur, sum-
ir menn finna sterkt, biturt
bragð af þessu efni, aðrir finna
ekkert bragð af því. Það að
finna bragð af þessu efni, er ríkj-
andi eiginleiki gagnvart bragðleys-
inu. Rannsóknir mínar eru því ein-
faldlega fólgnar í því að ákveða,
hversu almennur þessi erfðaeigin-
leiki muni vera meðal íslendinga.
En enn eru of fáir rannsakaðir
til þess að mark sé takandi á nið-
urstöðunni. Öðru gegnir um hára-
litinn; það er ekki vitað, hvernig
hann erfist hjá mönnum, en af
líkingu við erfðagang hans hjá
dýrum má gera ráð fyrir, að þar
séu margir erfðaeiginleikar að
verki. Það sem af er, hafa athug-
anir mínar á háralitnum aðallega
beinzt að eðli litarefnanna og
fjölda þeirra. Með því að leysa
hárið upp í lút við 37° C, má
greina milli þriggja litarefna; eitt
þeirra leysist upp jafnframt hár-
inu, en eftir verður litarefni, sem
ekki leysist upp við 37°, en
leysist upp í 100° heitum lút.
Þessar tvær tegundir litarefna
virðast yfirleitt vera í öllu hári,
svo framarlega sem það er ekki
hvítt. 1 mörgu hári er svo þriðja
litarefnið, sem ekki leysist upp
nema í sterkri sýru. Mest er af
auðleysta litarefninu í rauðu hári
og ljósu hári með gullnum blæ,
en torleystara efnið er því meira,
sem hárið er dekkra. Um afstöðu
sýruleysanlega litarefnisins til
háralitarins verður ekkert sagt að
svo stöddu, né heldur um innbyrðis
afstöðu litarefnanna."
„Hvað er að segja um beinarann-
sóknir yðar og markmið þeirra?“
„Viðvíkjandi beinarannsóknun-
um, þá er aðaltilgangur minn með
þeim að fá vitneskju um útlit og
ævi forfeðra okkar og hverjum
breytingum þau hafi tekið gegn-
um aldirnar. Island býður í þessu
efni upp á efnivið til rannsóknar,
sem óvíða, ef nokkurs staðar, mun
fást jafngóður, og er það að þakka
okkar ágætu sagnfræðiritum.
Vegna þeirra vitum við betur en