Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 17

Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 17
LÆKNANEMINN II jafnlega háan þröskuld. T. d. er þröskuldurinn fyrir glucosu 170— 180 mg%. Ef blóðsykurinn fer upp fyrir það magn, eins og í dia- betes, geta tubuli ekki annað því að resorbera activt allt það magn af glucosu, sem til þeirra berst í gl.-filtratinu, og því verður sykur í þvaginu (glucosuria). Annað dæmi má nefna. Við hyperpara- thyroidismus verður aukin con- centratio á calcium í blóði og auk- inn útskilnaður á því í þvagi, vegna þess að resorptionsgeta tubuli er yfirstigin. B. í öðrum flokki eru efni, sem hafa lágan nýrnaþröskuld. Con- centratio þeirra er alltaf miklu hærri í þvagi en plasma, og miklu lægri í resorberaða vökvanum en í plasma. Þessi efni eru talin re- sorberast passivt eða með diffusio. Concentratio þessara efna eykst því mikið á leiðinni um tubuli. Til þessa, flokks teljast urea, þvag- sýra, sulföt og fosföt. C. 1 þriðja flokki eru efni, sem resorberast ekki. Má þar nefna creatinin, sem talið er að útskilj- ist með secretio í tubuli og resorb- erist alls ekki. Secretio. Nokkur efni útskiljast að meira eða minna leyti með sec- retio í tubuli. Má þar nefna kalí- um, creatinin og ýmis framandi efni. — Talið er, að í tubuli fari einnig fram synthesis og secretio á ammonium. Sainsetning þvags. I sólarhrnigsþvagi eru 40—50 g af föstum efnum, og skiptast þau þannig, miðað við 1 lítra af þvagi: urea 20—25 g, NaCl 10 g, kalium 1,5 g, calcium 0,15 g, fosföt 1,5 —3 g, sulföt 1,8 g, creatinin 0,7 —1,5 g, ammonium 0,5 g og þvag- sýra 0,5 g. — 1 framhaldi af þessu þykir rétt að bera saman concen- tratio hinna ýmsu efna í plasma og þvagi. Gefur það góða hugmynd um starf nýrnanna, og þá einkum tubuli, þar sem gl.-filtratið er ein- ungis eggjahvítufrítt plasma. (Sjá töflu I). TAFLA I. Efni Eðlileg concentratio í plasma Eðlileg concentratio i þvagi Hlutfall Vatn 90—93% 95% Colloidar 7—9% 0 Glucosa 80—120 mg% 0 Urea 20— 40 — 2000 mg% 1:60—70 Na 317—327 — 350 — 1:1 C1 350—380 — 600 — 1:2 K 16— 22 — 150 — 1:7 Ca 9— ii — 15 — 1:2 Fosföt 9 — 270 — 1:30 Súlföt 3 — 180 — 1:60 Creatinin 1 — 150 — 1:150 Ammonium . . . 0,1 — 40 — 1:400 Þvagsýra 2 — 50 — 1:25

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.