Læknaneminn - 01.02.1955, Side 18

Læknaneminn - 01.02.1955, Side 18
18 LÆKNANEMINN Stjórn nýrnanna á vatns- og salt- innihaldi líkamans, sýrufari og út- skilnaði úrgangsefna. A. NaCl og vatnsútskilnaöur. Neyzla NaCl og vatns er mjög breytileg frá einum tíma til annars, og tap á þessum efn- um eftir öðrum leiðum en þvagvegum sömuleiðis, t. d. með svita, lungum og meltingar- vegum. Vegna concentrations- og þynningarhæfileika nýrnanna, út- skilst mjög misjafnlega mikið af þessum efnum með þvaginu. Neyti menn t. d. mikils vatns en lítils salts, verða tubuli að resorbera minna vatn og hlutfallslega meira NaCl úr gl.-filtratinu en venjulega. Það myndast þá mikið þvag með lágri eþ. Þessi þynningarhæfileiki nýrnanna er mjög mikilvægur, því að með honum getur líkaminn varðveitt saltbirgðir sínar, þótt hann þurfi að losna við mikið vatn. Sé hins vegar neytt mikils salts en lítils vatns, þurfa tubuli að halda eftir af vatninu án þess að resorbera NaCl nema að litlu leyti. Þá hækkar eþ. þvagsins, og er þetta nefnt concentrationshæfileiki nýrnanna. Af framanskráðu er augljóst, að eþ. þvagsins er nokkuð breytileg hjá heilbrigðum manni, alveg eins og þvagmagnið, og getur hún ver- ið frá 1005 og allt upp í 1030. Yfir- leitt er eþ. í nokkuð öfugu hlut- falli við þvagmagnið. Nú getur fleira hækkað eþ. þvagsins en NaCl og lítið vatnsmagn. Má þar eink- um nefna urea. Sykur getur hækk- að eþ. þvags t. d. við diabetes mellitus. Við nephrosis t. d. getur albumin hækkað hana. -— Til þess að hækka eþ. þvags um 0,001, þarf að bæta í 1 lítra þvags: 1,47 g NaCl, eða 2,7 g glucosu, eða 3,6 g urea, eða 3,9 g albumin. Vatnsútskilnaði nýrnanna er að miklu leyti stjórnað af nucleus supraopticus og neurohypophysis, og ersú stjórn í aðalatriðum þann- ig: Við mikið vatnstap hækkar total osmotiski þrýstingurblóðsins, og þá stimulerar nucl. supraopt. afturhluta hypophysis til að auka framleiðslu á antidiuretiska hor- móninu. Þetta horrnón veldur því, að nýrun resorbera meira vatn og eþ. þvags hækkar. Við mikla vatnsdrykkju minnkar hins vegar myndun antidiuretiska hormóns- ins. Ef starf neurohypophysis truflast eða bilar, verður stjórn- laus útskilnaður á vatni og getur sólarhringsútskilnaður orðið 10— 15 1. Sá sjúkdómur heitir diabetes insipidus. Hormón úr berki nýrnahettn- anna eru nauðsynleg fyrir resorp- tio á Na og Cl, og stjórna henni að miklu leyti. Ef börkurinn skemmist, eins og á sér stað í Mb. Addisoni, tapast mikið NaCl í þvagi. Vegna salttapsins geta nýrun ekki haldið í vatnið. Það verður því lækkað Na og C1 í plasma, dehydratio og retentio á K. — Diuretica verka líka flest þann- ig, að Na-útskilnaður eykst, og geta nýrun þá ekki haldið í vatnið. Kvikasilfursdiuretica „blokkera" t. d. resorptio á Na í tubuli. Ammoniumklórið og calciumklórið mynda hins vegar svo mikla acidosis, að líkaminn verður að útskilja Na, en það veldur aftur auknum vatnsútskilnaði. B. Sýrufar: Einn þátturinn í því starfi að viðhalda jafnvægi í samsetningu líkamsvökvanna er sá að útskilja sýrur og basa um- fram það, sem líkamanum er nauð- synlegt og viðhalda þannig sýru- basajafnvægi hans. Við niðurbrot á venjulegri fæðu fær líkaminn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.