Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Page 23

Læknaneminn - 01.02.1955, Page 23
LÆKNANEMINN ar væru auknir upp í meira en 2 mg á dag gefið peroralt. 17 sjúklingum var gefið reserp- ine intravenöst í skömmtum frá 1 til 3 mg. Hjá 13 þeirra varð veruleg blóðþrýstingslækkun 1—4 klst. seinna, og helmingur þeirra fékk eðlilegan blóðþrýsting. Kliniskar athuganir. Hypotensiv verkun reserpins eft- ir langvarandi (chronic) peroral- gjöf er aðeins í meðallagi sterk (only moderately potent). Þó verð- ur blþr.lækkunin allmikil hjá nokkrum sjúklingum, þegar lyfið er gefið intravenöst. Blóðþrýst- ingslækkunin kemur seint, hvort heldur um perorala eða parenterala gjöf er að ræða (1—7 dagar per- oralt og 1—3 klst. intravenöst). Engin skýring er á þessum latens- tíma. Aukaverkanirnar koma einn- ig seint hvora leið, sem lyfið er gefið, og hafa hingað til ekki reynzt alvarlegar. Aðeins sjaldan hefur orðið að hætta therapi þeirra vegna. Bradycardian verður meira áberandi, þegar lyfið hefur verið gefið í lengri tíma. Tolerans virð- ist myndast fyrir aukaverkunun- um, þegar undan er talin brady- cardian. Hinsvegar hefur ekki orð- ið vart toleransmyndunar fyrir blþr.iækkandi verkunar reserpins. Résumé. Lýst er uppruna, verkunum og aukaverkunum reserpins (Serpa- sil), sem er alkaloid unnið úr rót Rauwolfia serpentina plöntunnar. Reserpine hefur blóðþrýstings- lækkandi og sedativa verkun, en aukaverkanir eru tiltölulega litlar og vægar. Skammtar, sem eru yfir 2 mg á dag, gefa ekki aukna thera- peutiska verkun. Þýtt og endursagt úr: Hughes, Denn- is, McConn, et ,al.: Reserpine (Serpa- sil) in the treatment of hypertension. Am. J. Med. Sc. 228: 21, 1954. L. B. LJÓS AUGNABLIK. Kraepelin, sálsýkisfræðingurinn þýzki, demonstroraði dag nokkurn sjúkling meS dementia paralytica, sem kominn var á stig „storheds- vanvid,“ og talaði um geysileg auðæfi, er hann ætti. En þegar Kraepelin gekk á hann með það, að tiltaka nákvæmlega hve stóra peningaupp- hæð hann ætti, þverneitaði hann. Spurður af sálsýkisfræðingnum, af hverju hann vilji ekki gefa nákvæmari upplýsing'ar, svaraði sjúkling- urinn öllum á óvart og sneri sér að stúdentunum: „Hér sitja svo margir, sem aðeins bíða eftir tækifæri til að slá mig um peninga." Þegar hláturinn lægði sagði Kraepelin: ,,Hér sjáið þið, herrar mínir, á.gætt dæmi um það, sem við köllum „ljós augnablik," þegar sjúkling- urinn lætur i ljós fullkomlega rökrétta grunsemd innan um allar villu- hugmyndirnar. “ GOD SAVE THE KING. Sá kunni mediciner Oversimple, prófessor við Keep-Smiling-Univer- sity í Foxrock-on-Bambrix, setti svohljóðandi auglýsingu á tilkynninga- töf luna: Fyrirlestrar falla niður næstu daga, þar sem ég hef verið kallaður til Hans Hátignar Konungsins í London. Einn lærisveina hans bætti við orðunum: God Save the King!

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.