Læknaneminn - 01.02.1955, Page 30

Læknaneminn - 01.02.1955, Page 30
30 LÆKNANEMINN Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Þegar blaðið hóf göngu sína í haust undir stjórn núverandi rit- nefndar, var ákveðið að birta skyldi smáþætti um nýjar heilbrigðis- stofnanir, en eins og allir vita hafa aldrei verið jafnmiklar fram- kvæmdir í slíkum efnum sem und- anfarin ár, og var því hér um al- veg óplægðan akur að ræða. Sú þessara nýtilkomnu stofn- ana, sem sennilega á eftir að hafa meiri áhrif en nokkur hinna, sem hér hefur verið minnzt á og að þeim ólöstuðum, að viðhalda heil- brigði, er Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Skipulögð heilsuvernd er tiltölu- lega nýtt fyrirbæri, og er upphaf hennar jafnan rakið til skozka læknisins, Sir Robert Philip, sem kom á fót fyrstu berklavemdar- stöð í heiminum í Edinborg árið 1887. Fyrsti vísir slíkrar starfsemi hérlendis var hjálparstöð fyrir berklaveika, sem hjúkrunarfélagið „Lxkn“ hi’att af stað árið 1919. Starfsemi þessi hefui' aukizt og blómgazt síðan og jafnframt henni, þ. e. berklaverndinni, hefur sífellt fleiri greinum heilsuverndar verið komið á fót. Húsnæðisvandræði hafa ætíð verið skipulagðri heilsu- vernd hér mestur fjötur um fót, enda hefur hún verið rekin í ill- viðunanlegu leiguhúsnæði á mörg- um stöðum í bænum. 1 febrúar 1946 voru fyrstu drög lögð að byggingu Heilsuverndar- stöðvarinnar með bæjarstjórnar- ðisstofnanir samþykkt, og nefnd kosin til að gera tillögur um staðsetningu og skipulag byggingarinnar undir for- ustu Sigurðar Sigui’ðssonar, yfir- læknis. Nefndin fjallaði um mál þetta í rúmt ár og skilaði áliti, en byggingai’framkvæmdir hófust ekki fyrr en í maí 1950 og hafa staðið allt til þessa, en búast má við, að þeim verði lokið að mestu leyti á þessu ári. Þegar eru þó hafnir nokkrir þættir heilsuvernd- arinnar í hinum nýju húsakynn- um. Stærð hússins er 1516 fermetr- ar, og er aðalhluti þess, sem snýr í austur og vestur, 4 hæðir og ris, en út úr því ganga 2 álmur, til norðurs og suðurs, sem em 2 hæð- ir og ris hvor. Skipulag þetta var valið með það fyrir augum, að hin fjölþætta starfsemi, sem þarna á að fara fram, yrði sem bezt af- möi’kuð. — í norðurálmu eru þegar teknar til starfa deild til eftirlits með barnshafandi konum, en sú starf- semi var áður í Fæðingardeild Landsspítalans, og auk hennar barnaverndarstöðin. Norðurendi álmunnar er ætlaður sem aðsetur húð- og kynsjúkdómalæknis. I suðurálmu hefur áfengisvarna- stöð (geðverndarstöð) aðsetur, en á 2. hæð verður berklavarnarstöð- in tii húsa, og nær einnig inn á 2. hæð aðalhluta hússins. I aðalhluta hússins verður slysa- varstofa á 1. hæð, og mun þar að sjálfsögðu verða stöðugur vörður. Éru þarna 2 herbergi, þar sem hinir slösuðu geta legið, meðan

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.