Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 39

Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 39
LÆKNANEMINN 39 Positiv kritik eða nudd og nagg Svo mun vera um flesta, a.m.k. núna á þessum seinustu og verstu tímum, að þeir gera langtum meiri kröfur til ann- arra en sjálfs sín. Læknar eru einir þeirra fáu, sem enn hafa annan hugs- unarhátt í þeim efnum. Nám okkar og uppeldi beinist að sjálfsögðu að sama marki. Öll erum við sammála um, að margt er öðruvísi hjá okkur en æskilegt væri. Sumt af því ætla ég að gera að umtals- efni mínu núna, og þá jafnframt að reyna að gera eins litlar kröfur til ann- arra og hægt er, en frekar. að gera samanburði við það, sem ég þekki betra annars staðar hér á landi. Ég skrapp til Akureyrar vissra er- inda í nokkra daga um miðjan nóvem- ber s.l. árs (ég bið hér með afsökunar á því að hafa brotið 24. grein háskóla- reglugerðarinnar). Þar af dvaldist ég í tvo daga að mestu á Fjórðungssjúkra- húsi Norðurlands, sem tvímælalaust er glæsilegasta sjiikrahús landsins í dag. 9. Be3 e5 10. f3 0—0 11. Rg—e2 Be6 12. Dd3 Rd7 13. 0 0 Rb8 14. Rd5 Rb—c6 15. Re—c3 a6 16. f4 exf4 17. gxf4 Hb8 18. Rxe7f Dxe7 19. a3 b5 20. Rd5 Dd8 21. b4 Bf7 22. Ha—el Dd7 23. Khl Dg4 24. Hgl Dh5 25. Rf6t gxf6 26. Bf3f Dg6 27. Hxg6 hxg6 28. Bg2 Bxc4 29. Ddl Kg7 30. e5 fxe5 31. bxc5 Hb—d8 32. cxd6 Hxd6 33. fxe5 Hd—d8 34. Bg5 Hc8 35. Bf6t Kg8 36. Dg4 Bd3 37. Bd5t gefið Var mér tekið þar af framúrskarandi vinsemd og gestrisni jafnt af læknum, kollegum og öðru starfsliði. Var ég strax og ég kom um morguninn, dubb- aður í slopp, og þar er ég kominn að efninu. Sloppur þessi minnti mig strax á annan spítala, sem ég hafði verið á, nefnil. Landakot. En bæði þar, og svo eins og ég komst að þarna á Akureyri, er séð um það, að stúdentar séu í mjallahvítum, blettalausum sloppum, stífuðum og úr góðu efni, óbættum og með fulla tölu talna. Ekki þarf að taka fram, að þeir eru sniðnir þannig að þeir fara vel. Þegar þetta er borið saman við þá sloppa, sem stúdentum er ætlað að klæð- ast á vissum öðrum spítölum, þá verð- ur útkoman fyrir þá síðari heldur óhag- stæð, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Að sjálfsögðu fara læknanemar ekki fram á neina breytingu í þess- um málum, því að þau eru eflaust mörg rökin, sem réttlæta blettótta, gula etc. sloppa (á Akureyri og í Landakoti skilj- ast þessi rök sennilega ekki, og er það analogt við það, að sumt, sem þykir á- gætt öðru megin Rínar, þykir stundum afleitt hinu megin), en læknar (og læknanemar) hafa alltaf haft heldur ímugust á öllum rökum fyrir því, að eitthvað sé ekki hægt. Maturinn á Akureyrarspítala var á- gætur, enda við stjórnvölinn í eldhúsinu þar, candidatus úr skóla þeim í kjallara Háskólans, sem læknanemar vanda oft ekki kveðjurnar, af vissum orsökum, þótt þeir kunni auðvitað að meta hæfi- leikana, sem þar eru þjálfaðir, Ég vil að sjálfsögðu ekki minnast á líffærasafn læknadeildarinnar, ,og hin- ar fornu hauskúpur, sem þar fyrirfinn- ast, sem eftir áratuga(?) notkun geta ekki sýnt stúdentum annað en það, sem Corning kallar „Strebepfeiler des Schá- dels", og minnir okkur á forgengileik efnisins. Hins vegar sé ég ástæðu til þess að minnast á ,,film-director“-stólana í kennslustofu Pathol. Instit. En þeir bera því miður merki þess, að tjaldstrigi er ekki með varanlegustu efnum, og oft lítið annað eftir til setu, en járngrindin og hinir fyrirferðamiklu armar. Ég mundi leggja til, að stólar þessir verði látnir víkja fyrir öðrum, sem betur hæfa

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.