Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 40

Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 40
1,0 LÆKNANEMINN Svör við spurningum á bls. 33 1. Sugillation: A. Stærðar mar, einnig suffusion. Úr lat, sugillo: að berja bláan. 2. Hemofuscin: A. Gulbrúnt járnpig- ment sem finnst við hemochromatos- is. 3. Papilla Vateri: C. Úrelt heiti; kennt við Abraham Vater, þýzkan ana- tom, 1684—1751. 4. William Crawford Gorgas: A. Var yfirmaður heilbrigðismála við smíði Panamaskurðarins 1904—1913, og gerði hana mögulega; f. 1851, d. 1920. 5. Emphysem: B. Einkum í lungum. 6. Morbus Paltauf-Sternberg: A. Sjald- gæft nafn á sjúkdómnum; eftir Paltauf, austurr. pathol. 1855—1924 og Sternberg, þýsk. pathol. 1872— 1935. 7. Ido: A. Kom fram 1907, er einfald- ara form af Esperanto. 8. Medinal: B. Nánar tiltekið natrium- saltið af diemali. 9. Við Betz er kennt: C. Pyramida- lagaðar, stórar (30—120 my X 15—60 my) frumur, sem eru taldar vera motoriskar. Betz: rússn. anat- om, 1834—1894. 10. Foramen Magendie: A. Úrelt heiti; kennt við franska physiologinn Francois Magendie, 1783—1855. 11. Qumquina: A. 12. 606: B. Arsphenamin var 606. efnið sem Ehrlich rannsakaði m. tilliti til chemotherapeutiskar verkunar. 13. Rochester: C. Smábær í Minnesota í Bandaríkjunum, þar sem Mayo Clinic hefur aðsetur sitt. 14. 1,-dimethylamino-l, l,t i,a, 5, 5a, 6, 11, 12a, octahydro-3, 5, 6, 10, 12, 12a - hexahydroxy - 6 - methyl-1, 11- dioxo - 2 - naphthacencarboxamide [hydrochlorid]: A. 15. Hemocryoscopia: C. Dregið af cry- os: ískaldur. 16. Nucleus globosus: B. Liggur rétt medialt við nucl. dentatus og nucl. emboliformis. 17. Hölderlin: B. f. 1770, d. 1843. 18. Vitamin G: A. 19. Charybdis: A. Ógnarkvendi sem gleypti sjóinn svo að sogandi hring- iða myndaðist; þaðan orðtakið: milli Skylla og Charybdis eða milli skers og báru. 20. Martino: B og C. Utanríkisráðherra Italíu er kunnur neurolog. námsmönnum,-— Reyndar á þetta einnig við stólana (sökum braks þeirra og bresta) í kennslustofu Landsspítalans. Eitt er það mál, sem ég vil gera að tillögu minni, en það er: að athugaðir verði möguleikar á því, að spítalarnir leggi til á kandídatsherbergjunum nauð- synlegustu handbækur (í nýjum útgáf- um) til afnota fyrir stúdenta og kandí- data. Má þar nefna Gray, Möller, Cecil, Merck, N.N.R., Pharmaconomia etc., svo að þær helztu séu nefndar. Oft er það lærdómsríkt, og stundum alveg bráð- nauðsynlegt, að hafa við hendina helztu handbækur, til þess að geta flett strax upp í. Mundi stúdentum eflaust betri not af námsdvöl sinni, ef svo væri. Ég vil leggja áherzlu á orðin: í nýjum útgáfum, því að annars gæti verið hætta á því, að safnið breyttist smám- saman í fornbókasafn. Að svo mæltu legg ég 'til að tekið verði upp léttara hjal, en vil þó áður hvetja ykkur til að minnast með sam- úð kandídatanna á lyfjadeildinni, sem dag eftir dag eru óþreytandi við að elta uppi rauð og hvít blóðkorn, starf, sem laboratoriumdama annast bæði á Landakoti og Akureyri. Hér er ein saga: Læknirinn hafði bannað Mark Twain að reykja. Dag nokkurn kemur hann til vinar síns og sér skáldið sitja hulinn þykku reykjar- skýi, með stóreflis vindil uppi í sér. „Kæri vinur, þú ert þá aftur farinn að dýrka skurðgoð þitt.“ „Alls ekki, ég er einmitt í þann veg- inn að brenna það.“ Og hér er önnur: Samuel Morse var kunnur málari, áður en hann fann upp símskeytin. Dag nokkurn bað hann vin sinn, sem var læknir, að líta á mál- verk, er hann hafði málað af manni í andarslitrunum. Vinurinn virti málverkið lengi og gaumgæfilega fyrir sér. Að lokum spurði Morse: „Jæja, hvert er álit þitt?“ „Malaria," svaraði læknirinn. L. B.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.