Læknaneminn - 01.02.1955, Side 48

Læknaneminn - 01.02.1955, Side 48
1,8 LÆKNANEMINN börn á framfæri, en maðurinn strokinn burt. Einu sinni heyrði ég háreysti mikla í stofu hennar, skammir, grát og kveinstafi. Ég varð hrædd- ur um, að eitthvað alvarlegt væri á seyði, lauk hljóðlega upp hurð- inni og sá þá, að hár, rengluleg- ur, eldri maður stóð fyrir framan frú Bock og hampaði skjali. Ég spurði hvað um væri að vera. „Ég skulda þessum manni 120 krónur, og nú heimtar hann vexti og afborganir strax, en ég hef enga peninga sem stendur." ,,Má ég sjá þetta skjal “ sagði ég við maninn, sem varð alveg hvumsa og rétti mér það, hélt víst í fyrstu, að ég mundi ganga í lið með honum. Þetta var skuldabréf upp á 120 krónur, og aumingja konan átti samkvæmt því að greiða tólf krón- ur í vexti á mánuði af þessari upp- hæð, með öðrum orðum 144 kr. á ári. Mér ofbauð alveg og varð strax að orði: „Þér eruð viðbjóðslegur okur- karl!“ „Hvað segið þér, viljið þér end- urtaka orðin?“ „Já, gjarna, þér eruð svívirði- legur okurkarl og meinvættur!“ „Ég tek yður sem vitni, frú Kock,“ sagði dóninn, „og þér, herra minn, fáið að heyra frá mér síðar.“ . . . Dag einn . . . var mér boð- ið að mæta í réttarsalnum . . . þar eð ég væri ákærður fyrir meið- yrði. Þegar ég mætti í réttinum, las dómarinn upp ákæruna og spurði, hvort . . . orð mín væru rétt hermd. Ég játti því . . . „Viljið þér fá málafærslumann yður til aðstoðar, stúdent Erlends- son?“ spurði dómarinn. . . . En rétt á eftir hvíslaði hann yfir borð- ið til mín: „Þér þurfið engan varn- armann, ég skal sjá um það.“ [ Eftir nokkurn tíma var mér tilkynntj að ég ætti að mæta í réttinum . . . og hlýða á dóminn í meiðyrðamálinu, en honum lykt- aði þannig: „Réttuiinn hefur kom- izt að þeirri niðurstöðu, að það hafi ekki verið að ástæðulausu, að stúdent Erlendsson viðhafði þau orð um lánastarfsemi Schöndorfs kennara, sem hann sjálfur viður- kennir að hafa sagt, og því skal hann vera sýkn saka.“ Ég hneigði mig djúpt fyrir dómaranum og gekk glaður burt. Frá ritnefndinni Með þessu blaði lýkur útgáfu- starfsemi núverandi ritnefndar. Nefndin var kosin í marzmánuði 1954 og tók til starfa, eftir smá- vegis breytingar á henni í ágúst, í byrjun september. Þar sem blaðaútgáfa félagsins hafði legið niðri frá því á árinu 1950, að einu blaði, afmælisblað- inu, vorið 1953, undanskildu, var í fyrstu ekkert ákveðið um það, hversu rnörg blöð skyldi gefa út á vetrinum. Kom síðan fyrsta blaðið út í lok október. Nokkru áður hafði rit- nefndin ákveðið, að gefa skyldi út annað blað í byrjun desember, og loks eitt um miðjan febrúar, áður en kjörtímabili nefndarinnar lyki. Við töldum, að Félag lækna- nema, fjölmennasta deildarfélagið við Háskóla íslands, yrði, þó ekki væri nema sóma síns vegna, að halda út blaði, þar sem áhugamál og hagsmunamál félagsins yrðu rædd, auk þess sem það ætti að vera stúdentum til fróðleiks og skemmtunar. Hvernig þetta hefur tekizt verða lesendurnir að dæma um. Við

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.