Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Side 5

Læknaneminn - 01.09.1969, Side 5
TÓMAS HELGASON, prófessor: Geðlœkningar á Islandi Erindi flutt á árshátíð læknanema að Kleppi 16. marz 1969 Um leið og ég býð ykkur öll vel- komin hingað, vil ég leyfa mér að láta í ljósi ánægju mína og þakk- læti fyrir að fá tækifæri til þess að tala við ykkur á þessum há- tíðisdegi ykkar. Geðlækningar á íslandi eru í sjálfu sér ekki frábrugðnar geð- lækningum annars staðar og eiga ekki að vera það, þar eð læknis- fræðin er alþjóðleg fræðigrein, sem fæst í megindráttum við lækningar eftir sömu grundvallarreglum, hvar sem er í heiminum. Þó að ég hafi leyft mér að kalia þetta erindi geðlækningar á íslandi, hef ég fyrst og fremst í huga að fjalla nokkuð um skipulag geðlæknis- þjónustunnar hér á landi í fortíð, nútíð og framtíð. Framtíðarstefn- una vona ég, að þið mótið, þó að ég setji hér fram nokkra þanka um, hvernig ég gæti hugsað mér, að þjónustan yrði veitt á næstu árum. Grundvöllurinn undir þeim framtíðarhugmyndum, sem við genim okkur, er að sjálfsögðu fyrst og fremst nægjanlegur fjöldi af vel menntuðum læknum til þess að sinna hinum fjölmörgu og breytilegu störfum, sem geðlækn- ar þurfa að fást við. Eftirspurn eftir geðlæknum er miklu meiri heldur en framboðið, og því er þörf á miklum fjölda lækna til þess að sinna þjónustunni einni. Þar við bætist, að þjónustan er meiri en þekkingin og þær kenn- ingar, sem við störfum eftir, geð- læknar eins og margir aðrir lækn- ar, eru oft byggðar á völtum grunni. Þess vegna er mikil þörf á hugmyndaríkum og áhugasöm- um læknum til þess að vinna að rannsóknum á orsökum, gangi og meðferð geðsjúkdómanna. Ég hef oft klifað á því, að geð- sjúkdómar væru eitt mesta heil- brigðisvandamál vorra tíma, og væru í rauninni stærsta óleysta vandamálið í heilbrigðisþjónustu okkar Islendinga. Það á fyllilega við hér hjá okkur, sem John Kennedy, Bandaríkjaforseti, sagði í ávarpi sínu til Bandaríkjaþings í febrúar 1963, er hann skoraði á þingið að margfalda fjárveitingar til rannsókna og meðferðar á geðsjúkdómum. Hannsagði: „Geð- sjúkdómar og fávitaháttur eru meðal alvarlegustu heilbrigðis- mála okkar, þeir eru tíðari, hrjá fleira fólk. þarfnast lengri og meiri meðferðar og valda meiri þjáningum fyrir fjölskyldur hinna veiku, eyðileggja meiri mannafla og kosta hið opinbera og einstak- lingana sjálfa og fjölskyldur þeirra meira en nokkur annar ein- stakur sjúkdómaflokkur.“ Þrátt fyrir almenna sparnaðarviðleitni taldi hann Bandaríkjastjórn ekki hafa ráð á að fresta fjárveiting-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.