Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 8

Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 8
8 LÆKNANEMINN geðlækningum aðallega utan sjúkrahúsa. Núverandi ástand. Hin almenna sjúkrahúsaþjón- usta er fyrst og fremst rekin af sveitarfélögum, en að nokkru leyti af ríkinu, þ. e. a. s. Land- sr ítalinn. Sérsjúkrahúsaþjónust- an er hins vegar aðallega rekin af ríkinu í Kleppsspítalanum, að Vífilsstöðum, Kristneshæli og í Kópavogi, og að litlu leyti af sveit- arfélögum, þ.e.a.s. í Borgarspítal- anum í Reykjavík og í mjög litl- um mæli í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Alla tíð hefur staðið í nokkru stappi milli ríkis og bæjar um rekstur geðsjúkrahúsa. Það hefur frá gamalli tíð þótt vera hlutverk ríkisins að reka geðsjúkrahús, en frekar hlutverk bæjarfélaganna að reka almenn sjúkrahús. Ekki er þó hægt að sjá, að hér liggi til grundvallar neitt náttúrulögmál eða nein skynsamleg ástæða til þess að ætla ríkinu að sjá fyrir einhverjum sérstökum sjúkdóma- flokkum, en bæjarfélögunum fyr- ir öðrum. Á allra seinustu árum hefur verið reynt að draga úr þess- ari tvískiptingu með því m. a. að legga niður svokallaða ríkisfram- færslu sjúkra manna og örkumla, sem áður fyrr átti að greiða 4/5 af sjúkrahúskostnaði vegna geð- veikra, berklaveikra og nokkurra annarra langvinnra sjúkdóma. Nú hefur ríkisframfærsla verið lögð niður, og allir eru jafnir fyrir tryggingalöggjöfinni, þannig að þegar sjúkrasamlögin hætta að geta borgað fyrir þá, sem dvelja þurfa mjög lengi á sjúkrahúsmn, tekur sjúkratryggingadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins við. Vegna þess að Reykjavíkurborg þótti ríkið ekki standa sig nógu vel við að sjá geðsjúkum fyrir sjúkrahúsvist, lagði borgin til Far- sóttahúsið til notkunar handa geðsjúkum og auk þess hefur vist- heimili borgarinnar að Arnarholti mestmegnis verið notað sem hjúkrunarheimili fyrir geðsjúkl- inga. Ekki eru nein bein tengsl né verkaskipting milli geðdeildar Borgarspítalans og Kleppss.átal- ans, en hins vegar nokkur óbein samvinna að svo miklu leyti, sem á þarf að halda, þannig að erfiða sjúklinga. sem Borgarspítalinn ekki ræður við vegna smæðar deildarinnar, getur þurft að flytja um tíma á Kleppsspítalann, Kleppsspítalinn er byggður og rekinn með það fyrir augum að geta tekið við geðsjúklingum af öllum tegundum og öllum stigum til meðferðar. Honum tilheyra ýmsar annexíur, sem annaðhvort eru notaðar fyrir sérstaka sjúk- dómaflokka eða fyrir hjúkrunar- sjúklinga. Annexíurnar, sem eru raunverulegur hluti af Klepps- spítalanum, eru Flókadeildin og Úlfarsá. Flókadeildin fyrir alkó- hólista, en Úlfarsá er hjúkrunar- heimili fyrir langtíma sjúklinga. 1 öðrum tengslum við spítalann eru svo Bjarg á Seltjarnarnesi, sem við leigjum af Hjálr<ræðishernum sem hjúkrunarheimili, Elli- og dvalarheimilið að Ási í Hveragerði, sem tekur einnig við hjúkrunar- sjúklingum frá Kleppsspítalanum. auk þess sem það líka tekur við hjúkrunarsjúklingum frá ýmsum öðrum sjúkrahúsum, og vist- heimili frk. Guðríðar Jónsdótt- ur, að Reynimel 55, sem er ætlað vinnufærum geðsjúklingum. Þá höfum við einnig tengsl við Reykjalund vegna endurhæfingar geðsjúklinga að svo miklu leyti, sem við á og rúm eru til þar. I sjúkrahúsinu 1 Stykkishólmi höf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.