Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 16
16 LÆKNANEMINN ar við Dalbraut. Er gert ráð fyr- ir, að ríkið leigi þetta húsnæði af Reykjavíkurborg og reki þarna barnageðdeild, þar til fullkomin deild hefur verið byggð á Land- spítalalóðinni. Þessari deild þarf að sjálfsögðu að fylgja lækninga- stöð, bæði fyrir þá, sem ekki þurfa innlagningar við, og eins til eftir- meðferðar. Slíkri barnageðdeild þyrftu einnig að tengjast minni heimili til framhaldsmeðferðar fyrir börn, sem einhverra hluta vegna geta ekki horfið aftur til heimila sinna, ekki ósvipað þörf- um fullorðinna. I tengslum við þessa starfsemi, eða við embætti skólayfirlæknis, væri kannske eðlilegt að hafa skólageðlækni, sem væri aðalráðgjafi fyrir skól- ana um geðverndarmál. Þá er nauðsynlegt að fá réttar- geðlækni, sem annast fyrst og fremst athuganir á afbrotamönn- um fyrir dómstólana, en gæti kannske líka verið að einhverju leyti til ráðgjafar fyrir lögregluna, sem mjög oft þarf á geðlækni að halda. Pélagsgeðlækningar eru þegar nefndar. Þar undir ætti m. a. að heyra ráðgjöf fyrir verðandi og orðnar mæður m. t. t. þess vanda, sem þær standa frammi fyrir. Mikið verkefni nátengt félags- geðlækningum. sem ég hef ekki nefnt sérstaklega enn, bíður í sambandi við drykkjusýkina, hvernig við henni skuli bregðast og sérstaklega hvernig eigi að fara að því að ná drykkjusjúklingum nógu snemma til læknismeðferðar. Hefur í því sambandi verið drepið á möguleika til þess að taka við öllum, sem lögreglan eða opinber- ir aðilar hafa afskipti af vegna ölvunar og grunur leikur á, að séu haldnir drykkjusýki eða yfirvof- andi drykkjusýki, í sjúkrahús til stuttrar athugunar og meðferðar. Slíkt mundi kref jast mikils mann- afla, geðlækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga. Ákvæði um þetta hafa verið í lögum hér frá 1949, en líklega hefur skort eitthvað á áhugann til þess að framkvæma þetta, auk hins venjulega fjár- skorts, sem alltaf er fyrir hendi. Svíar munu nú hafa uppi áætlanir um að taka upp slíka þjónustu, og verður fróðlegt að sjá, hver framvindan verður hjá þeim. Ekki tekst þó að ná nema til lítils hluta af verðandi drykkjusjúklingum með þessu móti og oft ekki fyrr en of seint, svo að þörf er fleiri ráða þeim til hjálpar. Þá mun í framtíðinni verða mjög vaxandi þörf á fleiri geðlæknum til að sinna gamla fólkinu, Geron- topsykiatri er ein af verðandi hliðargreinum geðlækninganna. Endurhæfingu hefur verið laus- lega drepið á, en brýna nauðsyn ber til, að einhverjir læknar leggi sig sérstaklega eftir endurhæfingu geðsjúklinga, Síðast en ekki sízt er þess að geta, að enginn íslenzk- ur geðlæknir hefur enn aflað sér ítarlegrar sérmenntunar í hinum ýmsu te.gundum sállækninga, þó að þeir hafi allir nauðsynlega grund- vallarþekkingu á þeim. Samantekt. Ég hef rakið hér í stuttu máli skipulag geðlækninga á íslandi. sem hingað til hefur ekki verið verulega frábrugðið heildarskipu- lagi hinnar almennu læknisþjón- ustu, nema að því er tekur til af- neitunar óþægilegra staðreynda, þróun þessa skipulags og framtíð- arhorfur. I framtíðinni verður að byggja meira á hópvinnu sérfræð- inga úr ýmsum greinum, ekki að- eins lækninganna heldur og öðr- um greinum raunvísinda og fé-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.