Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 19

Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 19
LÆKNANEMINN 19 HÖSKULDUR BALDURSSON, læknir: SCOLIOSIS Scoliosis, hryggskekkja, hefur löngum verið eitt af erfiðustu og jafnframt torskildustu viðfangs- efnum orthopediunnar, Talið er, að André hafi haft sjúkdómsein- kenni þetta í huga, er hann gerði táknmerki orthopediunnar. Van- mátt og úrræðaleysi lækna gagn- vart sjúkdómseinkenni þessu má m. a. marka af því, að allt fram að siðustu aldamótum og jafnvel Jengur, litu margir á scoliosis sem krabbamein orthopediunnar. Á síðustu áratugum hefur skilning- ur manna á sjúkdómseinkenni þessu aukizt mjög og þá jafnframt orðið mikil framför í meðferð sjúklinga með scoliosis. Sá bætti árangur, sem náðst hefur í með- ferð, hefur aftur glætt áhugann fyrir viðfangsefninu. Scoliosis er yfirgripsmeira við- fangsefni en svo, að hægt sé að gera því nokkur viðhlítandi skil í grein sem þessari. Mun því hér verða stiklað mjög á stóru og eink- um drepið á ýmis atriði, er komið gætu praktiserandi lækni að gagni í greiningu og mati á horfum sjúklinga með sjúkdómseinkenni þetta. Einnig mun verða minnzt á meðferð og þá einkum ýmsar nýj- ungar, er fram hafa komið á síð- ustu árum. Scoliosis má skilgrelna sem hverja þá hliðarsveigju eða halla, er tekur til eins eða fleiri liðbola í hrygg og sveigir hrygginn frá hinni eðlilegu beinu stöðu. Al- gengast er að flokka scoliosis eft- ir etiologiu. Er þá oft stuðzt við flokkun Cobbs, en hún er bæði ein- föld og hagkvæm. I einföldum dráttum lítur flokkunin þannig út: I FunMionál scoliosis. II StruMural scoliosis. a) osteopathiskar (thoracogen- iskar; congenital vertebral anomaliur) b) neuropathiskar (poliomye- litis, neurofibromatosis) c) myopathiskar (dystrophia musculorum) d) idiopathiskar. Það skal þó tekið fram, að hér eru aðeins taldir upp algengustu sjúkdómar í hverjum flokki. Punktional scoliosis einkennist af því, að sjúklingurinn getur sjálfur fullkomlega rétt úr hrygg- skekkjunni, ef hann vill svo við hafa. Þar er ekki um að ræða neinar struktural breytingar í hrygg né í aðliggjandi mjúkum vef. Er þetta algjör andstaða við struktural scoliosis, þar sem sjúkl- ingurinn getur ekki, eða að mjög takmörkuðu leyti, rétt úr hrygg- skekkjunni. Auk þess eru í struk- tural scoliosis ætíð til staðar struktural breytingar í hrygg, eins og reyndar nafnið ber með sér. Orsakir funktional scoliosis eru margvíslegar. Má þar til nefna ójafna lengd ganglima, adduc- tions- eða abductionscontracturu í mjöðm, lélega stöðu (poor post- ure) og bakverki af ýmsu tagi. Roentgenologiskt einkennist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.