Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 20

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 20
LÆKNANEMINN %0 funktional scoliosis af því, að ekki er um að ræða neina fleygmynd- un á hryggjarliðum, svo og að kúrfan er yfirleitt einföld, svo- kölluð C kúrfa, þ. e. hún fer aldrei yfir miðlínu oftar en einu sinni. Snúum nú athygli okkar að struktural scoliosis. Aldrei verður nógu rík áherzla lögð á að komast að réttri etiologiskri greiningu í þessum tilfellum. Verðum við þá að hafa í huga, að scoliosis er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómsein- kenni. Nauðsyn þess að komast að réttri etiologiskri greiningu er jafn mikil, þrátt fyrir þá stað- reynd að stærsti hluti tilfellanna lendir í þeim flokknum, sem kallað- ur hefur verið idiopathiskar scoli- osur. I praxis verður aðalvandinn að greina á milli scoliosis, sem or- skast af poliomyelitis, og þeirra, er kallast idiopathiskar. Bæði er, að þetta eru langstærstu flokkarn- ir, svo og hitt að scoliosis, er or- sakast af öðrum sjúkdómum, er tiltölulega auðgreind. Idiopathiskar hryggskekkjur eru almennt taldar algengastar meðal struktural hryggskekkja. Þó greinir framámenn hér nokkuð á. Risser telur t. d., að mjög stór hluti þeirra hryggskekkja, sem al- mennt eru taldar idiopathiskar, orsakist í raun og veru af vægum tilfellum af poliomyelitis, er ekki hafi verið greind. Telur hann, að megi finna vöðvalamanir hjá flestum, er taldir eru hafa idi- opathiskar hryggskekkjur, Flest- ir framámenn eru þó andvígir þessari skoðun og benda á þau fjölmörgu atriði, er greina idi- opathiskar hryggskekkjur frá þeim, er orsakast af poliomyelitis. Má þar til nefna, að idiopathiskar hryggskekkjur koma aðallega fyr- ir hjá stúlkum, eða í um 85% til- fella, en hryggskekkjur af völd- um poliomyelitis eru nokkuð jafn- tíðar hjá báðum kynjum. Idiopath- iskar hryggskekkjur koma fram á ákveðnu aldursskeiði, þ. e. ungl- ingsárunum, en hryggskekkjur af völdum poliomyelitis geta hins vegar komið fram á hvaða aldurs- skeiði sem er. Idiopathisk hrygg- skekkja er nær alltaf stöðug (stable) og í jafnvægi, en hrygg- skekkja af völdum poliomyelitis ekki nær alltaf. Af þessu leiðir, að munurinn á hryggskekkjusveigj- unni í standandi og liggjandi stöðu er oft tiltölulega lítill við idiopa- thiskar hryggskekkjur, oft ekki meiri en 10°-—15°, en hins vegar oftast miklu meiri við hrygg- skekkjur af völdum poliomyelitis, þar sem þær eru mun óstöðugri og vilja því falla saman í standandi stöðu. Ef litið er á horfurnar, kemur einnig fram greinilegur munur. Idiopathisk hryggskekkja getur aðeins aukizt, meðan líkam- inn er í vexti, og kemur ekki fram eftir að vexti lýkur. Hryggskekkja af völdum poliomyelitis getur hins vegar aukizt og jafnvel kom- ið fram eftir að vexti er lokið. Ofangreind atriði, er jafnframt gefa nokkrar upplýsingar um þessar tvær tegundir hrygg- skekkju, virðast ótvírætt styðja þá skoðun, að idiopathisk scoliosis eigi fullan rétt á sér sem klíniskt hugtak, og að orsaka þessara til- fella sé ekki að leita í poliomyelitis. Allt er hins vegar á huldu um or- sök idiopathiskrar hryggskekkju. Margar tilgátur hafa komið fram, en engar reynzt á verulegum rök- um reistar. Við skoðun á sjúklingi með hryggskekkju er nauðsynlegt að afla nákvæmrar sjúkrasögu. Hve- nær kom hryggskekkjan fyrst í ljós, hvernig var fyrst tekið eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.