Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Side 24

Læknaneminn - 01.09.1969, Side 24
LÆKNANEMINN n Meðferð hryggskekkju mótast nokkuð af því, hver orsök skekkj- unnar er. Þar sem idiopathisk hryggskekkja er langstærsti flokk- urinn, þykir rétt, að ræða nokkuð um meðferð hennar, en drepa síðan nokkrum orðum á aðra etiologiska flokka og sérstöðu þeirra, hvað meðferð snertir. Idiopathisk hryggskekkja er sjúkdómseinkenni, sem stöðvast sjálfkrafa, er vexti sjúklings lýk- ur. Hryggskekkjan eykst ekki með jöfnum hraða. Oft skiptast á tímabil, þegar skekkjan eykst, og tímabil, þegar hún er tiltölulega stöðug. Þannig getur hryggskekkj- an staðnað, hvenær sem er, hvort heldur meðferðar hefur notið við eða ekki. Veldur þetta oft erfið- leikum, þegar meta á árangur meðferðar. Aukist hins vegar hryggskekkjan, á slíkt sér ætíð stað, áður en vexti lýkur. Það var Risser. er fvrst.ur vakti athygli á þessari staðreynd. Jafn- framt benti hann á, að unnt væri að meta roentgenologiskt, hvenær vexti væri lokið. Um það bil ári áður en vexti Ivkur, hefst mineralisation í eni- nhvsunni. er liggur eftir crista iliaca. Mineralisationin kemur oft- ast fyrst fram framanvert á crista, en skríður síðan aftur á við. Þegar mineralisationin hefur náð snina iliaca nosterio1’ suner- ior. má telja. að vexti sé lokið. Rétt er að hafa bað í huga, að einungis lítill hluti sjúklinga með idionathiska hryggskekkju, eða innan við 20%, barfnast réttingar í ginsi og/eða kírurgiskrar með- ferðar. Hiá fjölda sjúklinga er hrvggskekkian bað væg, að með- ferðar er ekki börf. Þó er nauðsyn- legt að fylgjast vandlega með sjú.klingum bessum, þar eð aldrei er að vita, hvenær aukning kann að koma fram. Æfingameðferð er oft ráðlögð í tilfellum þessum, en margir framámenn efast þó um gildi slíkrar meðferðar. Hafi hryggskekkjan aukizt, en þó ekki það mikið, að ástæða þyki til operativrar meðferðar, þ. e. hryggspengingar, er oft gripið til þess ráðs að reyna að hindra frek- ari aukningu og jafnvel minnka þá skekkju, sem fram er komin, með ytri umbúðum. Voru áður fyrr notaðir gipsbolir, en á síðari árum hefur hið svonefnda „Milwaukee brace“ rutt sér mjög til rúms (sjá mynd 2). Spelkum þessum var fyrst lýst af Blount og félögum hans 1946. Mynd 2: Sjúklingur með idiopathiska hryggskekkju meðhöndlaður í ,,Mil- waukee brace“. (Úr eigin myndasafni). Hugmyndin með spelkunum er að fá sjúklinginn til að rétta úr sér og teygja sig til að losa hnakkagróf og höku frá púðum

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.