Læknaneminn - 01.09.1969, Page 41

Læknaneminn - 01.09.1969, Page 41
LÆKNANEMINN 39 aðar er þannig, að geisla- hleðslan er í eins konar skúffu. Skúffuna er unnt að draga fram og aftur inni í hausnum úr lokaðri stöðu í opna og öf- ugt. í opinni stöðu kemst geisl- inn út úr hausnum að mestu óhindrað, en í lokaðri stöðu ekki. Mestur hluti hans verður þá eftir í blýi geislahlífar. 4. Sviðmarkar eru notaðir til að afmarka geislann og móta flöt þann, sem geisla á. 1 kóbalt- tækjum eru sviðmarkar ekki fastmótaðir eins og í venjuleg- um röntgentækjum, heldur byggðir upp úr lausum blokk- um eða öðru slíku, svo að uiint sé í hvert sinn að fá þann geislaflöt, sem henta þykir. Sviðmarkar eru yfirleitt úr blýi. 5. Súla með armi, sem ber haus- inn. Gerð þessarar súlu ákveð- ur hreyfimöguleika geisla- tækisins og geislastefnur. Aðal- lega er um tvær gerðir að ræða. Annars vegar fyrir fastar geislastefnur. Þá er geisla- stefnan óbreytanleg meðan á geislun stendur. Hins vegar fyrir snúningsgeislun, en þá snýst hausinn um láréttan ás kringum sjúklinginn, þannig að í miðju hringsins er mest geislun. 6. Mótvægið er yfirleitt blý- klumpur, sem er jafnþungur og hausinn, enda ætlaður til að halda jafnvægi við hann. Mót- vægið er oft notað sem geisla- vörn, og fer þá geislun í gegn- um sjúklinginn og stöðvast í blýinu. Sparar það mikla steypu eða blý í veggjum geislaherbergis. 7. Leguborðið, sem sjúklingur liggur á, verður að vera hreyf- anlegt í allar áttir. Er færsla borðsins gjarnan véldrifin eins og reyndar flestar hreyfingar tækisins. 8. Stjórnborðið er ekki á sama stað og aðrir hlutar kóbalt- tækisins heldur er það staðsett utan geislaherbergis. I stjórn- borði er nákvæmur tímastillir fyrir geislunartímann. Einnig hraðastillir fyrir snúning við snúningsgeislun, aðvörunarljós og fleira. Til viðbótar ofan- töldu eru alls konar hjálpar- tæki svo sem röntgenmynda- tökutæki, geislamælir og sjálf- ritarar, og margs konar auka- búnaður, sem þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að full- móta geislunarflöt eða ákveða frekar geislastefnuna. HEIMILDXR: Cobalt-60 Teletherapy, Hoeber Medi- cal Division, Harper & Row. Directory of High-Energy Radio- therapy Centres. IAEA. Vienna 1968. # Frú Sigríður var að leita að dóttur sinni og fann hana loks í faðmi ungs manns í leðursófanum í bókaherberginu. „Hvað er eiginlega að ske hér, barnið mitt?“ Hrópaði frú Sigríður. „Veit það ekki enn, mamma," svaraði dóttirin, „reyndu að koma aftur eftir svo sem hálftlma."

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.