Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 41

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 41
LÆKNANEMINN 39 aðar er þannig, að geisla- hleðslan er í eins konar skúffu. Skúffuna er unnt að draga fram og aftur inni í hausnum úr lokaðri stöðu í opna og öf- ugt. í opinni stöðu kemst geisl- inn út úr hausnum að mestu óhindrað, en í lokaðri stöðu ekki. Mestur hluti hans verður þá eftir í blýi geislahlífar. 4. Sviðmarkar eru notaðir til að afmarka geislann og móta flöt þann, sem geisla á. 1 kóbalt- tækjum eru sviðmarkar ekki fastmótaðir eins og í venjuleg- um röntgentækjum, heldur byggðir upp úr lausum blokk- um eða öðru slíku, svo að uiint sé í hvert sinn að fá þann geislaflöt, sem henta þykir. Sviðmarkar eru yfirleitt úr blýi. 5. Súla með armi, sem ber haus- inn. Gerð þessarar súlu ákveð- ur hreyfimöguleika geisla- tækisins og geislastefnur. Aðal- lega er um tvær gerðir að ræða. Annars vegar fyrir fastar geislastefnur. Þá er geisla- stefnan óbreytanleg meðan á geislun stendur. Hins vegar fyrir snúningsgeislun, en þá snýst hausinn um láréttan ás kringum sjúklinginn, þannig að í miðju hringsins er mest geislun. 6. Mótvægið er yfirleitt blý- klumpur, sem er jafnþungur og hausinn, enda ætlaður til að halda jafnvægi við hann. Mót- vægið er oft notað sem geisla- vörn, og fer þá geislun í gegn- um sjúklinginn og stöðvast í blýinu. Sparar það mikla steypu eða blý í veggjum geislaherbergis. 7. Leguborðið, sem sjúklingur liggur á, verður að vera hreyf- anlegt í allar áttir. Er færsla borðsins gjarnan véldrifin eins og reyndar flestar hreyfingar tækisins. 8. Stjórnborðið er ekki á sama stað og aðrir hlutar kóbalt- tækisins heldur er það staðsett utan geislaherbergis. I stjórn- borði er nákvæmur tímastillir fyrir geislunartímann. Einnig hraðastillir fyrir snúning við snúningsgeislun, aðvörunarljós og fleira. Til viðbótar ofan- töldu eru alls konar hjálpar- tæki svo sem röntgenmynda- tökutæki, geislamælir og sjálf- ritarar, og margs konar auka- búnaður, sem þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að full- móta geislunarflöt eða ákveða frekar geislastefnuna. HEIMILDXR: Cobalt-60 Teletherapy, Hoeber Medi- cal Division, Harper & Row. Directory of High-Energy Radio- therapy Centres. IAEA. Vienna 1968. # Frú Sigríður var að leita að dóttur sinni og fann hana loks í faðmi ungs manns í leðursófanum í bókaherberginu. „Hvað er eiginlega að ske hér, barnið mitt?“ Hrópaði frú Sigríður. „Veit það ekki enn, mamma," svaraði dóttirin, „reyndu að koma aftur eftir svo sem hálftlma."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.