Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 42

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 42
LÆKNANEMINN Jf0 VAKTSKÝRSLA Um kl. 1 eftir miðnætti er hringt. Vökukona á Flókadeild skýrir frá því, að einn sjúklinganna hafi fengið hæmorrhagia per rectum. Kvartaði sj. um óþægindi í maga einum eða tveim dögum áður en ekki önnur einkenni. Eftir kvöldverð 14.7. fór sj. á salerni, og gekk þá nær hreint blóð niður af honum, og sá vökukonan blóðlifrar í klósettskálinni. Gekk svo einum 5-6 sinnum, og eftir eina slíka ferð var sj. mjög slappur, hvítnaði upp og var mjög nærri yfirliði. Vildi hann þó ekki gera neitt úr þessu, lagðist fyrir og sagði, að sér liði ekki illa, Og vildi ekki, að neitt yrði afhafzt frekar. Upp úr kl. 1 kom ég á staðinn, leit á sj. og vegsummerki, sá blóðlifrar í klósettskál og blóðbletti á gangi o.s.frv. Sj. hafði engin einkenni sjokks, kviður var þembdur en ekki ha.rður. Hringdi ég í vakthafandi kandidat á handlæknis- deild, og eftir hið hefðbundna þref samþykkti hann að taka sj. inn, en bað mig þó endilega að reyna að draga að senda sj. þar til um morguninn vegna plásslevsis. Ég lofaði að reyna, en bað kandidatinn að vera við því búinn að taka við sj. um nóttina, ef þannig atvikaðist. Mjög skömmu síðar ákvað ég að senda sj., og vökukonan hringdi á sjúkrabíl. Fór ég heim við svo búið. Um kl. 2 er hringt. Varðstjóri á slökkvistöðinni segir, að vakthafandi kandi- dat og skrifstofa spítalans neiti að taka við sj., og verði því að flytja hann til baka á Flókadeild. Ég hringi þá aftur í sama vakthafandi kandidat og áður, og eftir sams konar þref og fyrr, s.s. að hið bráða tilfelli væri meira medicinskt en chirurgiskt, yfirfull deild og engin pláss o.s.frv., sagðist viðkomandi kandidat þó fara á kreik og athuga málið. Sjúkrabíllinn beið. Vökukonan á Flókadeild hringir enn á 3ja tímanum og skilar því til mln frá varðstjóra á slökkvistöðinni, að sjúkrabíllinn sé nú á leið til Flókadeildar með sj., þar eð honum hafði verið vísað frá spítalanum. Ég hringi í 3ja sinn í vakt- hafandi kandidat til að fullvissa mig um, að rétt sé með farið, og segist hann þá hafa skoðað sj., séð, að blæðingin hafði stöðvazt, klíniskt ástand hættulaust og sj. svo hress, að ástæðulaust væri að taka hann inn að svo stöddu, og þess vegna vísað honum frá. Loks hringi ég í vakthafandi bakvaktarlækni, skýri frá málavöxtum, og sj. er tekinn inn. Skýringar: Á Flókadeild eru eingöngu meðhöndlaðir alkóhólistar á svokallaðri opinni deild. Engin hjúkrunarkona er á næturvakt. Engin aðstaða til að með- höndla bráðasjokk eða annars konar hættulegt bráðaástand. Niðurstaða: Sj. fór þrjár ferðir milli Flókadeildar og umrædds spítala í stað- inn fyrir eina. Plássleysi er ekki frambærileg ástæða til að vísa sj. frá í tilviki sem þessu. Fráleitt er að ætlast til þess, að innleggjandi læknir sjúkdómsgreini, áður en hann leggur sj. inn á spítala. Leiðir til úrbóta: Hærri laun handa læknum. Minni vinna. Færri vaktir. Betri stjóm heilbrigðismála. Betri tilskipan sjúkrahúsmála. Fleiri reglugerðir. Nýjar kosningar. Ný kosningaloforð. Beittari og markvissari áróður fyrir bættu heilsu- fari í fjölmiðlunartækjum. Fleiri fundir. Fleiri ályktanir. En um fram allt bíða með framkvæmdir þar til............ Með kollegial kveðju, BRYNJÓLFUR INGVARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.