Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 59

Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 59
LÆKNANEMINN 51 Hvítum blóðkornum f jölgar í blóð- rásinni, og hæfileiki þeirra til sýklaáts eykst. Spenna í spastisk- um vöðvum minnkar, og vöðva- krampar mýkjast. Auk þeirra staðbundnu áhrifa, sem stuttbylgjur framkalla, eiga sér stað viss áhrif á allan líkam- ann, þar eð blcðið, sem fer gegn- um meðhöndlaða svæðið, hitnar. Sjúklingurinn svitnar, þar sem líkaminn leitast við að halda hita- stiginu jöfnu. Hjartslátturinn örv- ast og mínútumagn eykst, og þar af leiðir, að gerðar eru auknar kröfur til hjarta og lungna. í sjúkraþjálfun eru þessi áhrif hitameðferðar þýðingarmest: Slak- andi áhrif, sársaukaminnkandi og hin hagstæðu áhrif á vinnuhæfni vöðva. Áhrifin á sársaukann, sem áreiðanlega eru ein af meginástæð- um þess, að stuttbylgjur eru svo mikið notaðar, eru einkum mikil, þegar um er að ræða sársaukafulla sjúkdóma í liðum og vöðvum. Sárs- aukaminnkandi áhrif kælingar byggjast á minnkaðri starfsemi skynfæra og tauga (sjá kafla um kuldameðferð), en erfiðara er að gera grein fyrir Lífeðlisfræðilegum ástæðum fyrir sársaukalinandi áhrifum upphitunar. Sennilega er ástæðan að nokkru leyti sú, að upphitun virkar þannig á sárs- aukaviðtakendur, að hvatningar- þröskuldur þeirra hækkar. Vefirn- ir gefa einnig betur eftir og slakna, og þar af leiðandi veldur það minni sársauka að teygja á þeim. Sú aukna blóðsókn, sem stuttbvlgjur framkalla, getur verið ástæðan til sársaukaminnkunar, þegar sárs- aukinn stafar af of lítilli súrefnis- tilfærslu til vefjanna. IncLíkationir Stuttbylgjumeðferð kemur til greina við eftirtalda sjúkdóma: Arthrosis, myosis, arthritis, ten- dinitis, peritendinitis, bursitis, epi- condylitis og einnig við blæðingar í vöðvum og kringum liði, en þá eru hljóðbylgjur betri (sjá þann kafla). Stuttbylgjur eru einnig notaðar sem byrjun á æfingameð- ferð til að gera hana árangursrík- ari. Ef æfingameðferðin er sárs- aukafull, eins og t.d. þegar um er að ræða arthritis eða diskusprólaps eftir aðgerð, er stuttbylgjumeðferð sem byrjun sérlega heppileg. Stutt- bylgjumeðferð er einnig notuð við diskusprólaps fyrir aðgerð og á þá að flýta fyrir rýrnun prólapsins. Kontraindikationir 1) Stuttbylgjumeðferð og hita- meðferð yfirleitt er fráráðin (kontraindíseruð) við sumum tegundum af bráðum bólgum. 2) Við nýjum meiðslum í liðum og vöðvum, þar eð hin aukna blóðsókn, sem stuttbylgjumeð- ferð framkallar, eykur blæð- inguna í hina sködduðu vefi. 3) Þar eð kröftug stuttbylgju- meðferð er töluverð áreynsla á líkamann, er ekki ráðlegt að gefa hana sjúklingum með lé- lega hjarta- og blóðrásarstarf- semi. 4) Illkynja æxli eru tvímælalaust kontraindíkation, þar sem þau breiðast fljótar út við hita- meðferð. 5) Blæðingatilhneiging, t.d. frá magasári eða tíðablæðing. 6) Þunguð kona má alls ekki fá stuttbylgjur á kvið eða mjó- bak, þar eð þær geta fram- kallað fósturlát. 7) Sjúklingi með minnkað hita- skyn má ekki gefa stuttbylgj- ur, þar eð hann getur ekki sagt til um hitann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.