Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 64

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 64
56 LÆKNANEMINN mjög kaldar meðferðir minnka starfsgetu vöðvanna. Áhrif kuldameðferðar á blóðrásina Tilraunir, sem Blair, Glover og Roddie gerðu, sýndu, að grunnar æðar dragast saman vegna áhrifa kuldans á sympatiskar taugar, sem valda æðaþrengingu. Keatinge segir, að djúpar æðar víkki, og auki það blóðstreymið til djúpu vef janna, en það er þýðingarmikið í starfi sjúkraþjálfarans. Hann segir, að æðaútvíkkunin stafi af minni áhrifum æðasamdráttahor- mónanna og, að samdráttur æð- anna valdi reflektoriskri útvíkkun djúpu æðanna, og einnig hafi bein stjórn miðtaugakerfisins áhrif á þær. Hins vegar segja skurðlækn- ar, sem nota allsherjar (universal) kælingu, að æðar í djúptliggjandi vef dragist saman, og stangast það óneitanlega á við það, sem Keat- inge heldur fram. Þó að æðasam- dráttur eigi sér stað í byrjun, kemur fljótlega í ljós roði á með- höndlaða svæðinu, sem er gott merki fyrir sjúkraþjálfarann að fara eftir. Kuldameðferðir Það hefur komið í Ijós, að mörg af einkennum um djúp áhrif koma fram við stuttar meðferðir með ís- handklæðum og nudd með ísmol- um. Þegar gera verður eftirfarandi kröfur til meðferðarinnar, er hún höfð löng: 1. Þegar óskað er eftir að draga úr vöðvaspasma, spasticiteti eða vanabundnu „trick“ munstri, sem svo oft kemur við langvarandi líkamlega bæklun. Með öðrum orðum, kuldameðferð er höfð löng, þegar minnka skal vöðva- starfsemi. 2. Þegar gera á vöðva færa um að dragast saman í lengri tíma, þar eð efnaskipti og súrefnis- notkun minnkar við kælingu í um 12 - 13°C. 3. Þegar framkalla skal djúpa æðavíkkun, sem bætir blóðrás- ina. Þó að nokkur vafi leiki á, hvaða breytingar verða á blóð- rásinni við kuldameðferð, minnkar hún bjúg og er sér- lega nothæf við nýjum meiðsl- um, þar eð hún dregur úr bólgu og sársauka. Meðferðin veldur einnig auknum hreyf- anleika liða, eins og oft hefur sýnt sig við „frosna öxl“. Stutt meðferð með ísmolum, sem strokið er hratt yfir húðina, hvet- ur samdrátt þeirra vöðva, sem hafa sömu ítaugun og húðsvæðið, sem strokið er yfir. Miss. Road í Kaliforníu hefur gefið eftirfarandi skýringu: Þegar ísinn er lagður á húðina, hvetur hitabreytingin C- þræðina. Taugaboðin berast til miðtaugakerfisins og snúa aftur sem hvatning til litlu mótorisku frumanna í framhornsgránanum, en þær hvetja aftur vöðva, sem hafa ítaugun frá sömu mænutaug og húðsvæðið, sem kælt var. Þetta hefur letjandi áhrif á vöðva, sem eru andstæðingar (antagónistar) hvöttu vöðvanna. Húðin, sem ligg- ur yfir vöðvanum, hefur oft sömu rótarítaugun og hann, en þetta er þó ekki undantekningarlaust, og því er nauðsynlegt að kunna ítaug- un bæði húðar og vöðva vel. Lögmál Hagbarts segir, að ert- ing húðsvæðis hvetji tilheyrandi vöðva til samdráttar. Hin mekan- isku áhrif, sem hægt er að fram- kalla með kanti ístenings, geta einnig valdið viðbragði. Þessum tveim aðferðum má beita samtímis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.