Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 71

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 71
LÆKNANEMINN 63 takmörkun nauðsynleg. Verður tak- mörkunin ekki til þess að fresta bygg- ingu lœknadeildarhúss, þar sem þörfin fyrir húsnæði verður ekki jafn brýn? Verður þessi takmörkun óbreytt frá ári til árs? Tómas Helgason tók nú aftur til máls, og sagði hann m.a.: Aðstöðu vantar til að taka við ölium, sem vilja hefja læknanám. Byggja þarf preklíniska deild til þess að geta séð fyrir skap- legri kennslu fyrir 24 stúdenta, en slíkt myndi kosta 250 millj. Til þess að svo mætti verða vantaði fé, og þó að fjár- veiting fengist og fjölga mætti stúdent- urn í deildinni, yrði biðröð, þegar að verklega náminu kæmi. Þetta væri vandamál Háskólans og þjóðarinnar allrar, fleiri námsleiðir við H.l. myndu e.t.v. bæta ástandið. Að lengra komnir stúdentar kenndu þeim yngri væri óframkvæmanlegt, það væri fullt starf að vera læknanemi í III. hluta. Hann taldi, að frekar yrði um aukningu útskrifaðra lækna að ræða en hitt þrátt fyrir þessar tak- markanir. Læknaþörfina sagði hann vera 1 lækni á 500 íbúa, ef miðað væri við heimsmet. Ekki sagði próf. Tómas hægt að fresta takmörkuninni. Það hefði verið gert í fyrra, bæði til að sjá, hvað feng- ist af peningum, svo og vegna stúdenta. Takmörkun þessi hefði því verið yfir- vofandi, og ætti öllum að vera vorkunn- arlaust að ná tilskyldri einkunn. Hann sagði læknadeildina ekki tilbúna að byggja í dag, en deildin gæti byggt eftir eitt ár, ef loforð fengist fyrir pen- ingum. Að lokum sagði hann, að það væri stór spurning, hvernig bregðast ætti við, ef allir 2. árs nemendur næðu prófi. Deildin hefði viljað taka árlega inn ákveðinn fjölda, en gegn því væri andstaða, þess vegna yrði að takmarka við stúdentspróf. Ólafur Bjamason tók næstur til máls. Taldi hann fjarstæðu að vera á móti takmörkun í deildina, þar sem vanda- málið blasti við. Með slíkum fjölda í deildinni myndum við mennta lækna fyrir aðrar þjóðir, Og á því hefðum við ekki efni. Þá sagði Ólafur, að stúdentar ættu að sameinast um að veita kennur- unum lið við eflingu deildarinnar og H.I. Hann taldi, að ein orsök fyrir fjölg- uninni í deildinni stafaði af auknum tekjum lækna, annars gætu stúdentar svarað þessari spurningu bezt sjálfir. Að lokum sagði hann deildina lenda í vandræðum, ef 50 stúdentar innrituðust árlega. Þar sem ekki komu fram fleiri spurn- ingar, þakkaði Guðjón Magnússon þeim Tómasi, Ólafi og Steingrími fyrir kom- una og sleit fundi. Pundinn sóttu 70-80 læknanemar. Fundur I F.L. Pundur var haldinn í P.L. 10.7. 1969 í I. kennslustofu H.I. Fundarefni var takmörkun á inngöngu í læknadeild. Pundarstjóri var Guðjón Magnússon, en fundarritari var skipaður Þorkell Guðbrandsson. Gestur fundarins var prófessor Ólafur Bjarnason, forseti læknadeildar, og hélt hann erindi um þau sjónamiið, sem liggja til grundvallar þeirri takmörkun, sem er nú á inntöku nýstúdenta í lækna- deild. Ólafur sagði, að þrjú höfuðatriði tak- mörkuðu fjölda nemenda í hverjum skóla, það er: 1. Húsnæði, 2. kennara- fjöldi og 3. tækjakóstur. Óréttlætanlegt væri í nútímaþjóðfélagi, að háskólanám væri skipulagslaust, en skipulag væri erfitt, nema miðað væri við ákveðinn fjölda nemenda. Læknadeild miðaði við að útskrifa 25 lækna árlega í samræmi við áðurnefnd þrjú atriði. Nú þegar væru svo margir nemendur í læknadeild, að einhver misbrestur yrði líklega á kennslu þeirra næstu árin. Næst fjallaði Ólafur um aðferðir til að velja stúdenta í læknadeild. Taldi hann þrjár aðferðir einkum koma til greina, þ.e. að miða við: 1. Stúdentspróf. 2. Námskeið í upphafi kennsluárs, sem lyki með prófi. 3. Inntökupróf i byrjun haustmisseris. Hann ræddi þær aðferðir, sem notað- ar eru í nágrannalöndunum, og einnig um upphafsprófið núverandi og tilgang þess, sem hafi að engu orðið við endur- innritun stúdenta í deildina. Hann vitn- aði í athuganir próf. Steingríms Bald- urssonar og gat þess, að deildin hefði viljað takmarka við ákveðna tölu stúdenta, en ekki fengið því framgengt. Ólafur sagði, að velja þyrfti á milli að- ferða, þar eð engin algild aðferð væri fyrir hendi, en helzt kæmi til greina að miða við stúdentspróf. Þá fjallaði Ólafur um læknafjölda á Islandi og greindi frá tölum máli sínu til skýringar. Kvað hann ekki hyggi-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.