Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 72

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 72
LÆKNANEMINN Glh legt að útskrifa fleiri lækna en hægt væri að mennta vel og starfað gætu á landinu. Hann sagði það illa og óskemmtilega nauðsyn að takmarka inngöngu í læknadeild og athafnafrelsi manna yfirleitt, en það yrði að horfast í augu við staðreyndir. Þegar Ólafur hafði lokið máli sínu, bárust fjölmargar fyrirspurnir til hans og verður hér getið um nokkrar þeirra 'og svör próf. Ólafs. Geir Vilhjálmsson spurði um efni bréfs menntamálaráðherra til lækna- deildar, og Ólafur kvað bréfið verða tekið til athugunar á deildarfundi 11. júlí. Jóhann Heiðar spurði, hvort stúdents- próf sýndi, hvort læknisnám væri við hæfi einstakra stúdenta. Ólafur kvað svo vera, a.m.k. að einhverju leyti. Það gæfi talsverðar upplýsingar um náms- getu. Þórarinn Sveinsson spurði, hvort ekki mætti hafa námskeið í haust og taka þá 25 efstu inn í deildina. Ólafur sagði, að undirbúningur þess yrði ekki hristur fram úr ermi, en hugsanlegt væri, að hafa slíkt námskeið með 4 greinum, t.d. efnafræði, lífeðlisfræði, tölfræði og erfðafræði. Þessu fylgdu samt ýmsir erfiðleikar, en athuga þyrfti, hvort yfir- stíganlegt væri að koma þessu í gott horf fyrir haustið. Nú gall við spuming aftan úr saln- um, hvort ekki segði í bréfi Gylfa Þ., að nóg fjármagn væri fyrir hendi. Ólaf- ur kvað ekki mega treysta á loforð stjórnvalda með loðnu órðalagi um fjár- veitingar og greindi frá biturri reynslu læknadeildar í viðskiptum við stjórn- völd í þeim efnum í sambandi við kennslu tannlæknanema. Guðmundur Þorgeirsson spurði, hvort ekki væri rétt að laga aðbúnað að þeirri þörf, sem raunverulega væri til staðar, og Hildur Viðarsdóttir spurði, hvort læknadeild ætlaði ekki að ýta við stjórn- völdum. Ekki greindi fundarritari gerla svör Ólafs við spurningum þessum, því að nú var nokkur ókyrrð á fundinum, framíköll og orðahnippingar. Edda Björnsdóttir varpaði fram þeirri spumingu, hvort unnt væri að mennta lækna ótakmarkað hér á landi vegna fá- mennis þjóðarinnar. Þá lýsti hún ábyrgð á hendur stjórnvöldum, sem brugðizt hefðu þeirri skyldu sinni að sjá fvrir nýjum námsleiðum handa hraðvaxandi stúdentahópi. Ólafur tók undir orð Eddu um fólks- fæð og gat þess, að fólksfæðin tak- markaði mjög möguleika á menntun sérfræðinga hérlendis. Síðan svaraði Ólafur enn nokkrum spurningum og þakkaði að lokum fundarmönnum fyrir málefnalegar viðræður og kvaddi fund- inn. Var nú gert fundarhlé. Síðari hluti fundarins hófst á því, að Geir Vilhjálmssón fylgdi úr hlaði álykt- unartillögu, sem hann bar fram ásamt Högna Óskarssyni. Guðjón Magnússon gerði grein fyrir tillögu, sem hann og Leifur Dungal báru fram. Miklar um- ræður hófust um tillögur þessar og tóku margir til máls og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Fór svo að lokum, að samstaða náðist um eftirfarandi ályktun: Pundur i F.L., haldinn 10.7. 1969, ályktar: 1. Læknanemar telja, að stúdentspróf sé óhæfur mælikvarði við takmörkun á inngöngu í einstakar deildir, einkum þar sem ekki sé fyrir hendi samræmt stúdentspróf fyrir allt landið. 2. Læknanemar leggja til, að öllum þeim nýstúdentum, sem hyggja nú á læknanám, gefist kostur á að þreyta próf að loknu 3ja mánaða námskeiði í t.d. efnafræði og náttúrufræði á næsta háskólamisseri. Skeri þetta próf úr um áframhald námsins. 3. Læknanemar leggja á það áherzlu, að gagnger könnun á þjóðfélagslegri þörf á læknum sé undirstaða og for- senda skipulagningar kennslu í lækna- deild. Fundurinn var allvel sóttur, sérlega þó fyrri hluti hans, og sátu hann um 60 læknanemar, þegar flest var. Fundi var slitið kl. 00.25. B.l.K.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.