Læknaneminn - 01.10.1987, Side 18

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 18
getur orsakað cholestasis. 1) Einhvers konar bilun á dælum í canaliculi, þannig að Na+ og gallsýruflutningur út í holrúmið truílist og þar með hinn osmótíski kraftur. 2) Breyting á frumugrind (cytoskeleton) og þar með míkrójilamentum í canaliculi. Gall tekur að hlaðast upp innan lifrar. 3) Stífla í gallvegum af ýmsum orsökum. Cholestasis má rekja til fjölda sjúk- dóma sem hafa það sameiginlegt að prímert trufla flæði galls um canaliculi (1-2 að ofan) eða stífla gallvegina (3 að ofan) og þá vanalega stóru gall- vegina utan lifrar. Sjúkdómar sem selektívt trufla flæði um canaliculi eru vanalega útbreiddir sjúkdómar inn- an lifrar. Á þessum grunni er hægt flokka cholestasis eftir því hvort það er lifrin sjálf sem á í hlut (t.d. lifrar- bólga) eða gallvegir utan hennar (t.d. gallsteinastífla). Því er talað um intrahepatískan cholestasis og extrahepa- tískan cholestasis (einnig nefnt obstrúk- tívur cholestasis). Extrahepatískum chol- estasis fylgir jafnan meiri upphleðsla galls og myndun á gallpollum. Vakin skal athygli á því að margir nota hugtakið cholestasis um gulu af völdum intrahepatísks cholestasis og obstrúktíva gulu um extrahepatískan chol- estasis. Að sjálfsögðu tekur cholestasis til hvoru tveggja. Intrahepatískur cholestasis er svo aft- ur flokkaður í tvo undirflokka. Ann- ars vegar cholestasis sem einkennist af víðtækum skemmdum á lifrarfrum- um og því nefnt hepatocellular cholesta- sis (sem menn skulu ekki rugla sam- an við hepatocellular gulu). Hins vegar cholestasis sem einkennist af selektívri truflun á flæði galls í canaliculi biliferi án nokkurra sjáanlegra undirliggj- andi skemmda á lifrarfrumum og er þá talað um hreinan cholestasis (pure cholestasis). Mörkin á milli hepatocell- ular cholestasis og pure cholestasis geta verið óskýr, þar sem cholestasis leiðir sekúndert til skemmda á lifrarfrumum óháð orsökum stasans. Skemmdirnar má rekja til upphleðslu gallrauða og gallsýra í lifrarfrumum sem aftengja ATP-myndun, minnka virkni cýtókr- óm P-450 og auka gegndræpi frumu- himna. Langvarandi cholestasis einn og sér leiðir þannig til skemmda á lifur hver svo sem hinn undirliggj- andi sjúkdómur er. í upphafi sjúk- dóms ætti þó að vera auðvelt að greina á milli hepatocellular cholestasis og pure cholestasis með klínískum og bíókemískum aðferðum. Hepatocellular gula Hepatocellular gula stafar af skertri getu lifrar til að hreinsa gallrauða úr blóði. Hún stafar af minni hæfni lifr- ar til upptöku, samtengingar eða seitrunar á gallrauða. Myndun og flæði galls er að öðru leyti eðlilegt. Gula af þessum völdum er hins veg- ar óalgeng þar sem að styrkur gall- rauða í blóði er lágur. Algengustu orsakir hepatocellular gulu eru ættgengar hyperbílírúbínemíur sem ekki hafa mikið klínískt gildi í sjálfu sér. Kemur þar til að einkenni eru oftast væg og alvarlegar afleið- ingar eru fádæma sjaldgæfar. Það er hins vegar tvennt sem réttlætir að við eyðum fáeinum orðum í þær. Annars vegar er fræðilegt gildi ætt- gengra hyperbílírúbínemía mikið, þar sem að þær veita okkur innsæi á því hvernig lifrin meðhöndlar gallrauða. Hins vegar geta þær líkst alvarlegri cholestatískum lifrar- og gallvegasjúk- dómum og nauðsynlegt að þekkja þær þess vegna. Gilbert’s syndróm er langalgengast ættgengra hyperbílírúbínemía og er tal- ið að um sjö prósent einstaklinga í Bandaríkjunum hafi þetta syndróm. Einstaklingar með Gilbert’s syndróm hafa skerta getu til upptöku og/eða samtengingar gallrauða í lifur. Það lýsir sér hjá flestum sem minni af- kastageta lifrar til að hreinsa blóðið af gallrauða þegar framleiðsla hans eykst. Klínísk presentation Gilbert’s syndróms er frábrugðin cholestatískri gulu að flestu leyti. Þess vegna er auðvelt að greina Gilbert’s syndróm frá hinum alvarlegri cholestatísku lifrar- og gallvegasjúkdómum. Almenn líð- an sjúklingsins er góð og einkenni frá lifur eru oftast engin. Því er sagt að einstaklingurinn sé frekar gulur en veikur sem endurspeglar hve vægur hinn undirliggjandi sjúkdómur er. Scleral icterus er oft eina einkennið eða þá, eins og algengara er, gallrauði finnst vægt hækkaður af tilviljun. Minni fæðuinntaka og sepsis minnka upptöku gallrauða í lifur sem getur framkallað gulu í þessum einstakl- ingum. Bíókemísk lifrarpróf, að gall- rauða undanskildum, eru eðlileg. Lifrarsýni eru yfirleitt eðlileg. Aðrar meðfæddar hyperbílírúbíne- míur eru mjög sjaldgæfar í saraan- burði við Gilbert’s syndróm og mis- alvarlegar. í Crigler-Najjar syndrómi er mismunandi mikil skerðing á sam- tengingu gallrauða. í týpu 1 af Crig- ler-Najjar er alger skortur á UDP- gúkúrónýl transferasa og deyja þeir sjúklingar snemma í æsku vegna heilagulu. í Týpu 2 af Crigler-Najjar er óveruleg skerðing á virkni UDP- glúkúrónýl transferasa, sem er þó mis- munandi mikil eftir einstaklingum. Týpa 2 getur stundum líkst Gilbert’s syndrómi. í Dubin-fohnson syndrómi og Rotor’s syndrómi er seitrun á gallrauða minni út í canaliculi biliferi. Breyting- ar í lifur sjást einungis í Dubin-fohn- son syndrómi. Hemólýtísk gula Jafnvægi ríkir á milli framleiðslu og útskilnaðar á gallrauða. Aukning á framleiðslu gallrauða, eins og í he- mólýtískum sjúkdómum, leiðir til aukningar á upptöku, samtengingu og seitrunar á gallrauða þar til nýtt jafnvægi næst. Þetta þýðir að ósam- tengdur gallrauði eykst í blóði, þar eð meira flyst af honum frá vefjum 16 L/EKNANEMINN W987-40. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.