Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 19

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 19
til lifrar. Eins og segir að ofan þá er seitrunin á samtengdum gallrauða út í canaliculi hraðatakmarkandi þátturinn í útskilnaði gallrauða. Upptaka og samtenging hans er því alltaf meiri en sem nemur seitrun. Við hemólýsis verður því alltaf ein- hver aukning á samtengdum gall- rauða í blóði, jafnframt því að magn ósamtengds gallrauða er aukið eins og áður segir. Hyperbílínibínemía, og jafnvel gula, vegna hemólýsis stafar því ekki af sjúkdómi í lifur. Blóð- mergur getur aðeins áttfaldað fram- leiðslu sína á rauðum blóðkornum. Krónísk hemólýsis gæti því ekki skýrt hærri styrkleika á gallrauða í blóði en sem nemur 70-90 |Jmól/L sé ekki skerðing á lifrarstarfsemi samfara. Akút hemólýsis getur leitt til mun meiri hækkunar á gallrauða, og ekki síst á samtengdum gallrauða, þar sem seitrunin hefur ekki undan. Hér gildir hið guilvæga Iögmál um frarn- boð og eftirspurn. Magn gallrauða og samtengds gallrauða í blóði veltur á framleiðslu hans (framboði) og getu lifrar til að taka við honum og skilja út í gallvegi (eftirspurn). Geta lifrar til að skilja út gallrauða getur minnkað við truflun á upptöku gall- rauða, minnkaða samtengingu og skerta seitrun á samtengdum gall- rauða. Þessir þættir í starfsemi lifrar ákvarða hæfni lifrar til útskilnaðar á gallrauða. Hæfnin er mismunandi eftir einstaklingum og hemólýsis sem veldur engri eða vægri hyperbílírúbíne- míu í einum einstaklingi veldur gulu í öðrum. Samtengd og ósamtengd hyperbílírúbínemia Mikilvægi þess að greina á milli samtengdrar (conjugated) hyperbílí- rúbínemíu og ósamtengdrar (unconj- ugated) hyperbílírúbínemíu er ómetan- legt þegar á hólminn er komið. Þeg- ar greint er á milli er aðferð van den Bergh beitt og er blóðvatnssýni (ser- um) notað við mælinguna. Díazó-súlf- anilik sýra hvarfast við gallrauða og myndast þá rauð-ljólublátt agósam- band. í vatni hvarfast einungis sam- tengdur gallrauði sökum vatnsleys- anleika síns. Þegar hvarfið fer fram í vatn-metanóllausn hvarfast bæði ósamtengdur og samtengdur gall- rauði. Sá hluti gallrauðans sem ein- ungis hvarfast í vatnslausn kallast direct reacting fraction. Styrkur gall- rauðans sem hvarfast í vatn-metan- óllausn (heildar gallrauði) að frá- dregnu því sem hvarfast í vatnslausn er indirect reacting fraction (ósamtengd- ur gallrauði). Þannig er hlutfall ósamtengds gallrauða jafnt heildar- gallrauða (fundið í vatni/metanóli) að frádregnum samtengdum gall- rauða (fundið í vatnslausn). Sem dæmi má nefna gulan sjúkling sem mælist með heildargallrauða 60 [imól/L. Direct reacting fraction mælist 50 flmól/L. Hluti ósamtengds gall- rauða er þá 60 — 50/60 x 100 eða 17 prósent. Þessi sjúklingur er með mest af sínum gallrauða í blóði sam- tengdan. Ósamtengd hyperbílírúbínemía er sögð vera til staðar þegar a.m.k. 80- 85 prósent alls gallrauða í blóði er ósamtengdur. Þvag sem er eðlilegt á litin frá gulurn sjúklingi er einfalt en öruggt merki um ósamtengda hyper- bílírúbínemíu. Ósamtengdur gallrauði skilst ekki út í þvagi eins og áður segir. Orsök ósamtengdrar hyperbílí- rúbínemíu er annað hvort of mikil framleiðsla gallrauða eða minni upp- taka og/eða samtenging gallrauða í lifur. Hemólýtískar anemíur eru algeng- ustu orsakir ósamtengdra hyperbílí- rúbínemía. Niðurbrot á hemóglóbíni í hematómum og hemórrhagískum infarct veldur vægri ósamtengdri hyperbílí- rúbínemíu. Samtengdur gallrauði get- ur einnig hækkað verulega í blóði undir þessum kringumstæðum eins og áður hefur verið getið. Meðfædd- ar hyperbílírúbínemíur, þar sem upp- taka eða samtenging er skert /Gil- bert’s og Crigler-Najjar syndróm), ein- kennast af ósamtengdum gallrauða í blóði. Samtengd hyperbílírúbínemía er sögð vera til staðar þegar meira en 50 prósent af gallrauða í blóði er sam- tengdur. Samtengdar hyperbílírúbíne- míur eru mun algengari en ósam- tengdar. Það er einnig mun erfiðara að finna orsök samtengdrar hyperbílí- rúbínemíu, þar sem hún fylgir öllum cholestatískum sjúkdómum. Slíkir sjúk- dómar eru margir og bundnir við lít- ið svæði í kvlðarholi sem er lifur og gallvegir. Þess vegna er ómetanlegt að fá góða sögu, skoða sjúklinginn vel og notfæra sér bíókemísk próf. Slík vinnubrögð hafa verið metin til að fá rétta greiningu í um 80 prósent til- fella. Myndgreiningaraðferðir og/eða lifrarsýnataka hafa þá einungis stað- fest greininguna. Það er mjög mikil- vægt að greina á milli intrahepatískrar og extrahepatískrar hyperbílírúbínemíu þar sem oft er hægt að lækna extra- hepatíska gulu með skurðaðgerð. A það sérstaklega við gallsteinastíflu en hún er algengasta orsök extrahepa- tískrar gulu. Sjúklingar með langt genginn cholestatískan sjúkdóm, t.d. prógressívan hepatitis, geta verið komn- ir með það skerta lifrarstarfsemi að samtenging er verulega minnkuð. Það kemur því ekki á óvart að slíkir sjúklingar eru með samtengda hyper- bílírúbínemíu. Ekki verður farið nánar útí grein- ingu cholestatískra sjúkdóma, en það er efni í heila grein og vel það. Lokaorð Gallrauði er ekki einungis mæli- kvarði á umbrot blóðrauða heldur einnig á starfsemi lifrar. Magn hans og hvort hann er samtengdur eður ei gefur mikilvægar upplýsingar sér- staklega með tilliti til hvernig lifrin meðhöndlar hann. Ef þessar upplýs- LÆKNANEMINN 987-40. árg. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.