Læknaneminn - 01.10.1987, Page 22

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 22
beinmerg eða gengnar út frá merg- frumum eða eitilvef. Flestir hallast nú að því að um sé að ræða grein frá T-eitilfrumum. Nær allar NK-frumur mannsins hafa viðtaka fyrir Fc hluta IgG (CD16). Einnig hafa þær CD2 sam- eindina sem bindur rauð kindablóð- korn. Tilvist komplement viðtaka hefur verið óljós, en svo virðist sem NK-frumur beri flestar viðtaka fyrir C3bi, en líklegast ekki fyrir C3b eða C3d. NK-frumur hafa ekki yfir- borðsameindir sem eru einkennandi fyrir B-frumur s.s. HLA-DR. Sem fyrr segir þá bera NK-frumur sam- eindina CDll sem er einkennandi fyrir einkjarna átfrumur. Hún er þó í mun minni styrk á NK-frumum. Sameindin CD5, sem finnst á T-eit- ilfrumum, sést ekki á NK-frumum. 30-50% NK-fruma bera CD8, sem er sérkennandi fyrir T-bæli og drápsfrumur. Einnig hefur fundist mótefni, HNK-1, sem greinir NK- frumur nokkuð sérhæft. Tafla 1 gefur yfirlit yfir þær yfirborðssameindir sem greindar hafa verið með mótefn- um á NK-frumum(3,4,5). Menn hafa átt í miklu basli með að finna einhverja tæmandi skil- greiningu á NK-frumum. Ekki gekk að greina NK-frumur vegna hæfi- leika þeirra til að miðla eðlislægu frumudrápi, þar sem einkjarna át- frumur og virkjaðar T-eitilfrumur geta einnig innt þetta starf af hendi við ákveðnar aðstæður. Einna best gekk að henda reiður á frumunum eftir einkennandi útliti þeirra. En fyrst var hægt að greina NK-frumur vel sérhæft þegar menn fundu ein- stofna mótefni gegn viðtökum fyrir Fc hluta IgG. Mótefnin B73.1, Leull og 3G8 greina öll vækiseiningar(epi- tóp) á þessum viðtaka(6). LGL frumurnar eru um 5-10% af öllum einkjarna frumum í blóði og milta. Nær öll NK-virkni er miðluð af LGL. Þó finnast LGL-frumur sem ekki hafa frumudrepandi eiginleika, en talið er að slíkar frumur geti gegnt stjórnunarhlutverki. NK- frumur hafa hæfileika til að drepa ýmsar frumur, svo sem margar ill- kynja æxlisfrumur, sumar fóstur- frumur og sumar frumutegundir í beinmerg og hóstarkirtli. Veirusýkt- ar frumur eru einnig greindar og deyddar af NK-frumum. Þessar frumur geta ráðist á syngenískar, allógenískar og xenógenískar frumu- gerðir. Svo virðist sem þær geti greint a.m.k. nokkur væki á yfirborði markfrumanna en vækin virðast einnig vera mjög dreifð meðal frumna(6). Athuganir á dreifmgu NK-fruma í rottu hafa sýnt, að helstu aðsetur frumanna eru lungu, smáþarmar semog blóð og milta. Þetta gefur vís- bendingu um hreyfanleika frum- anna. Rannsóknir in vitro hafa líka sýnt að NK-frumurnar geta skriðið í tilraunaglasi að illkynja frumum og drepið þær. Einangraður hefur verið þáttur, sem heitir því mikilfenglega nafni „epidermal cell-derived NK- cell activity augmenting factor" eða ENKAF, úr bæði flöguþekjukrabba- meini semog heilbrigðum epidermal frumum. Þessi þáttur dregur til sín NK-frumurnar(chemotaxis áhrif) og hann getur einnig örvað þær. Því getum við ályktað að drápsfrumurn- ar geti skriðið að illkynja æxlisvext- inum in vivo (7). NK-frumur hafa fundist í ýmsum dýrum, s.s mannöpum, nagdýrum, fuglum og hryggleysingjum. Þær íinnast í öllum stofnum músa, en drápsvirkni frumnanna er þó mjög breydleg. Sumir stofnar hafa mikla NK-virkni, s.s. C3H og CBA, en til er stofn sem er án drápsvirkni, beige mýs(l). í músum greinast NK-frumurnar fyrst á 3.-4. viku ævinnar og nær fjöldi þeirra hámarki á 3. mánuði, en þeim fækkar síðan jafnt út ævina. í mönnum er þessu öðruvísi farið. Þar greinast þær í nýfæddum í litlum styrk, en fjöldi frumanna vex jafnt með aldrinum og er iðulega aðeins meiri í körlum en konum(8). Þó get- ur fjöldinn aukist við ákveðin skil- yrði, t.d. í veirusýkingum. Almennt má segja að við allar þær aðstæður, sem leiða til aukningar á styrk inter- ferons, má einnig greina aukningu á fjölda NK-fruma(l). Unnt er að auka virkni þessara frumna með interferon, interleukin-2 ásamt fleiri áreitum. Interferon eyk- ur virkni NK-frumanna þannig að dráp næmra markfruma eykst og frumur sem að venju eru ónæmar verða næmar og eru deyddar. Inter- feron virkjar einnig NK-frumur í óvirku ástandi svo þær öðlast dráps- hæfileika(5). Sérhæfni NK-frumanna í grein- ingu markfruma virðist vera ein- hversstaðar á milli mikillar sérhæfni T-frumanna og lítillar sérhæfni ein- kjarna eða margkirndra átfruma. Tafla 1. Helstu þekktu yfirborðssameindir NK-fruma CD2 Viðtaki fyrir rauð blóðkorn úr kind CD3yð y og ð keðja T-frumu viðtakans CD16 Viðtaki fyrir Fc IgG CD8 Yfirborðssameind einkennandi fyrir T-bælifrumur CDl 1 Yfirborðssameind mest einkennandi fyrir monocyta T200 Glycoprótein tjáð af frumum blóðmyndandi vefjar I nterferon-viðtaki Yfirborðssameind greind af mótefninu HNK-1 IL-2-viðtaki 20 LÆKNANEMINN %ps7-40. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.