Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 23

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 23
Svo sem áður er getið þá er greining NK-frumanna ekki skorðuð við veíjaílokka(MHC) eins og hjá T- drápsfrumum og ekki virðast þessar frumur geta sýnt nein minnisvið- brögð. Mótefni gegn MHC koma í veg fyrir T-frumu virkni gegn krabbameinsfrumum, en hefur engin áhrif á eðlislægar drápsfrumur(lO). Markfruma Greining, virkjun og dráp NK-fruma Sýnt hefur verið fram á að NK- frumur geta framkvæmt tvennskonar frumudráp. í fyrsta lagi hið eðlis- læga frumudráp, sem lítillega hefur verið rætt um að framan. I öðru lagi er það svo mótefnaháð-frumumiðl- að-frumudráp (Antibody dependent cell-mediated cytotoxicity(ADCC)). Hér greinir IgG Fc viðtakinn mót- efni á yíirborði markfrumu. Þessi gerð frumudráps hefur verið heim- færð upp á svokallaðar K-frumur, eða Killer frumur, en komið hefur í ljós að líklega (lestar ef ekki allar NK-frumur geta drepið með þessum hætti(3). Að öllum líkindum er því um að ræða skörun á NK- og K- frumum. Því væri kannski skýrara að kalla þessar frumur ekki NK-frum- ur, heldur LGL-frumur, sem geta bæði sýnt NK-drápsvirkni(eðlislægt frumudráp) og ADCC-virkni. Á mynd 1. er sýnt tvennskonar frumu- dráp NK-fruma(9). Erfitt hefur verið að rannsaka ADCC frumudráp NK-fruma, þar sem einkjarna og kleyfkjarna átfrum- ur rétt sem eitilfrumur aðrar en NK- frumur eru einnig hæfar unr að fram- kvæma slíkt dráp. Það er ekki mjög ljóst hvernig NK-frumurnar fara að því að greina og eyða markfrumunum, þegar um er að ræða eðlislægt frumudráp, a.m.k. ekki í smáatriðum, en þetta ferli hefur þó verið greint niður í nokkur stig; greiningu, þ.e. viðtaki á ylirborði NK-frumunnar greinir væki á yfirborði markfrumu, virkjun NK-frumunnar, sem er undirbún- ingur fyrir lokaskrefið, frumudrápiö sjálft(4). A. Greining Sameindir á yfirborði NK-frum- anna greina hér ákveðin væki á yfir- borði markfrumunnar. Vitað er að viðtakarnir eru yfir- borðsprótein sem framleiddir eru de novo og hafa svipaðan líftíma og önn- ur frumuhimnuprótein. Talið er að ósérhæfni NK-frumudrápsins sé or- sakað af mikilli dreiíingu þeirra sam- einda sem þessir viðtakar greina. Þessir viðtakar hafa hinsvegar ekki verið skilgreindir. Nokkrir kandídat- ar hafa þó verið tilnefndir. Fyrst ber að nefna T-200, sem eru glycoprót- ein með mikinn sameindaþunga(4). T-200 eru tjáð aðeins á f'rumum blóðmyndandi veíjar. Niðurstöður tilrauna benda til að þessi glycoprót- ein hafi hlutverk bæði í bindingu NK-frumanna við markfrumu semog í ræsingu á frumudrepandi ferli f'rumudrápsins. Einstofna mótefni gegn T-200, F2.5, bæla sérhæft NK- frumudrápið in vitro (4). Önnur sam- eind sem tilgreind hefur verið er NK-Ta. Einstofna mótefni gegn þessari sameind kemur einnig í veg fyrir dráp(4). NK-Ta sameindin virðist aftur vera nátengd T-frumu viðtakanum. Vitneskja um T-frumu viðtakann(TcR) hefur aukist mikið síðustu ár. Hann er gerður úr a.m.k. 5 polypeptíð-keðjum en tvær þeirra, a og þ, eru tengdar saman með dí- súlííð tengi og sýna mikinn breyti- leika. Það er brey tileiki þessara tveggja keðja sem grundvallar grein- ingarhæfni T-hjálpar og drápsfruma. Nýlega hafa hinsvegar greinst aðrar tvær keðjur, y og 6(11,12). Þessar tvær keðjur hafa mun minni breyti- leika en a og þ og birtast á frumum sem sýna eðlislægt frumudráp. Svo virðist einnig sem y og 6 keðjurnar Mynd 1. Tvennskonar frumudráp NK-fruma. A. Eðlislægt frumudráp; NK-við- taki greinir væki á yfirborði markfrumunnar. B. Mótefnaháð-frumu- miðlað-frumudráp (Antibody dependent cell-mediated oytotoxicity (ADCC)). Fc nemi fyrir lgG greinir þá yfirborðsvæki markfrumunnar. LÆKNANEMINN 41987-40. árg. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.