Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 26

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 26
Hlutverk NK-fruma Mögulegt er að NK-frumur geti komið í veg fyrir myndun krabba- meins, en þýðing þeirra gegn mynd- un meinvarpa virðist nokkuð ljós. Einnig hafa þessar frumur hlutverk í baráttu líkamans gegn utanaðkom- andi örverum; veirum, bakteríum og sníkjudýrum. Nýrri vitneskja hefur varpað ljósi á enn annað hlutverk þessara fruma, en það er stjórnun á vexti og starfi eitilfruma og annarra blóðfruma s.s. forstigsfruma hvítra og rauðra blóðkorna. Ekki hefur ver- ið skýrt á hvern hátt frumurnar inna af hendi þetta margslungna verk, en gera má ráð fyrir að því sé miðlað með ýmsum leysanlegum þáttum sem NK-frumurnar framleiða. Frumur með svona víðtækt starf hljóta að vera mjög miðlægar í við- haldi á homeostasis lífveru. Fyrst skulum við athuga þátt NK-frumanna í krabbameini. 1 til- raunum með æxli sem sett voru í mýs kom í ljós að NK-frumur voru hæfar til að drepa krabbameinsfrum- urnar og hemja æxlisvöxtinn. Þetta frumudráp er háð því hversu næmar krabbameinsfrumurnar eru fyrir NK-virkninni rétt sem styrk NK- virkninnar í viðkomandi músum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að öfugt samband er milli NK-virkni eins og hún mælist in vitro og hæfileika NK- næmra krabbameinsfruma in vivo að fjölga sér og dreifast(15). En ekki er alveg víst hvort NK-frumurnar hafi sömu virkni gegn sjálfsprottnum krabbameinum í dýri, nema ef vera skyldi virkni gegn lymfópróliferatív- um sjúkdómum. í músum, sem hafa ekki NK-virkni, svokölluðum beige músum, myndast illkynja lymphoma oftar en hjá samanburðarmúsum. Hjá mönnum finnst einnig skortur á NK-virkni og hefur sú sjúkdóms- mynd verið kennd við Chediak-Hig- ashi, en hjá þessum sjúklingum finnst hækkuð tíðni lymfóprólifera- tívra sjúkdóma(7,14). Fundist hefur hærri tíðni hvítblæðis hjá beige mús- um, miðað við mýs með eðlilega NK-virkni, eftir geislameðferð. Einn- ig hefur sést að sarkmein af völdum metýlcholanthrene myndast frekar í músum með bælda NK-virkni af völdum sterameðferðar(14). NK-virknin er bæld hjá einstak- lingum með langt genginn illkynja sjúkdóm. Svo er reyndar einnig um aðra þætti ónæmiskerfisins. Ekki er vitað hvort þessi bæling á NK-virkn- inni gefi illkynja frumum aukið svig- rúm til að meinvarpast. Spurningin er hvort bæld NK-virkni leiði af sér krabbamein, eða hvort krabbamein- ið bæli NK-virknina þegar það hefur hreiðrað um sig. Nokkur atriði mæla gegn mikil- vægi þessara fruma í því að deyða krabbameinsfrumur þegar æxlið hef- ur á annað borð hreiðrað um sig. í fyrsta lagi þá hafa sjúklingar með krabbameinsvöxt á byrjunarstigi eðlilega NK-virkni. í öðru lagi hafa eitilfrumur úr æxlum lága NK- virkni. í þriðja lagi eru æxli frekar lítt næm fyrir NK-virkni og að lok- um þá standa horfur sjúklinga með krabbamein á byrjunarstigi í engu samhengi við virkni NK-fruma(lO). Vandamálið sem við blasir er af hverju æxlisfrumurnar eru svo ónæmar gegn virkni NK-frumanna og hvernig hægt er að sneiða hjá þessu og gera NK-frumurnar hæfari til að brjóta á bak aftur hinar ill- kynja frumur. En hví eru NK-frum- urnar ekki árangursríkari í viðureign sinni við æxli? Það gæti verið vegna ónógs styrks NK-fruma við æxlið eða vegna þess að krabbameinsfrumurn- ar hafa einhvern hæfileika til að verj- ast drápi. Einnig gæti tilvist bæli- fruma eða bæliþátta, s.s. PGE„ kom- ið í veg fyrir fulla NK-virkni(lO). Menn hafa deilt mikið um hlut- verk NK-frumanna í að koma í veg fyrir myndun krabbameins og víst er að sumir telja að of miklar vonir hafi verið bundnar við frumurnar. Erfitt hefur verið að sýna fram á að lækkuð NK-virkni leiði af sér aukna hættu á krabbameini. Það sem þó virðist vera nokkuð ljóst er að hin minnk- aða virkni leiðir af sér hækkaða tíðni lymphoproliferatívra sjúkdóma. Þetta gæti endurspeglað stjórnunar- hlutverk NK-fruma í blóðmyndandi vef(sjá síðar). Þó svo að NK-frumur séu hæfar til að drepa autolog krabbameins- frumur, þá er það dráp ekki jafn öfl- ugt og þegar um er að ræða dráp á illkynja frumulínum in vitro, s.s. K562. Þessi frumulína, sem er úr er- ythromyeloid æxli úr manni, er mik- ið notuð til að meta NK-virkni. Niðurstöður liggja fyrir um að 90- 99% krabbameinsfruma sem gefnar eru dýri i.v., deyja á fyrstu 24 klst. Komið hefur einnig í ljós að NK- frumur hafa hér mikilvægu hlutverki að gegna varðandi eyðingu þessara fruma og fyrirbyggingu myndun meinvarpa. Þetta er byggt á því, að náið samhengi er á milli NK-virkni og mótstöðu gegn meinvarpamynd- un. Beige mýs fá t.d. mörg meinvörp í tilraunum sem þessum og sama gildir um mjög ungar mýs, er hafa óþroskaða NK-virkni. Með því að bæla NK-virkni með efnum, s.s. cyclophosphamíð, barksterum eða estradiol, má fá fram stóraukna myndun meinvarpa í músum. Þá koma meinvörp í líffæri utan lungna, s.s. lifur, sem gerist helst ekki í þess- um tilraunum þegar NK-virknin er ekki bæld. Hægt er að leiðrétta bældu NK-virknina í þessum mús- um með því að gefa þeim NK-frum- ur og verður þá tíðni og dreifing meinvarpa með svipuðum hætti og hjá músum með eðlilega drápsvirkni (15). Nú í seinni tíð hafa komið fram gögn sem gefa til kynna lífeðlisfræði- 24 LÆKNANEMINN »1987-40. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.