Læknaneminn - 01.10.1987, Page 30

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 30
völdum sýkla og annara framandi lífefnasambanda, sem sækja að lík- ama þeirra."4 Eins og önnur líffæra- kerfi hefur ónæmiskerfið fullkomnast í þróuninnar rás. Þannig hafa æðri dýr (s.s. spendýr) ónæmiskerfi sem er „margbrotið frumusamfélag.114 Þessu frumusamfélagi er gjarnan skipt upp í greiningarfrumur og át- frumur. Ekki verður fjallað sérstak- lega um þessa frumuflokka í þessari grein heldur um hluta af samskipt- um þeirra. Á allra síðustu árum hefur skiln- ingur okkar á eðli ónæmissvara stór- aukist, ekki hvað síst fyrir þá sök, að við þekkjum betur samvirkni fruma, sem taka þátt í þeim. Þannig höfum við hægt og bítandi öðlast innsýn í ferla sem stjórna virkni ónæmis- kerfisins. — f grófum dráttum ræðst eðli ónæmissvars af; (1) eðli og þéttni þess (þeirra) vækis (e. immunogen) sem kveikir á svarinu, (2) flóknu samspili ólíkra eitilfruma, gleypla (e. macrophages), gleyplinga (e. microphages) og sérhæfðra vefja- gleypla (e. Antigen Precenting Cells), sem hjálpa eitilfrumum að greina ákveðin væki og (3) þroska- stigi þeirra eitilfruma sem taka þátt í svarinu. Til þess að vera væki (ónæmis- vaki) þarf efni að vera; (1) með sam- eindaþunga meiri en 5000 Dalton, (2) fjarverandi í líkama einstaklings meðan forverar eitilfruma þroskast í frumur sem geta brugðist við fram- andi sameindum, m.ö.o. vera við- komandi líkama framandi og (3) að- gengilegt ónæmis-kerfinu.5 T- og B-eitilfrumur eru aðalteg- undir greiningarfruma, sem skiptast hvor um sig í marga undirflokka. Framandi efni sem B-eitilfrumur greina og bregðast við er sagt valda vó-svari6 (vó; vessabundið ónæmi; e. humoral immunity) en séu það T- eitilfrumur er talað um fó-svar6 (fó; frumubundið ónæmi; e. cellular im- munity). Vegna þess hversu lítið er vitað um greiningarviðtaka T-eitil- fruma, eiga menn oftast við mótefn- isvaka þó að þeir tali um væki. En orðið mótefnisvaki vísar ekki til ann- ars en getu efnis til að bindast mót- efnum.5 Mótefnisvökum er skipt í tvo flokka eftir því hvort B- eitil- frumur þurfa á hjálp T-eitilfruma (og APC) að halda til þess að bregð- ast við þeim eða ekki. Þannig er tal- að um T-háð og T-óháð væki.5 Átfrumum er skipt í tvo megin- flokka; gleyplinga sem eru skammlíf- ar frumur og taka náinn þátt í vó- svörum og gleypla sem eru einn af starfsþáttum fó-kerfisins. Gleyplum má skipta í tvo undirflokka; annars vegar átfrumur og hins vegar auglýs- endur (APC), en eins og áður gat hjálpa þeir eitilfrumum að greina framandi sameindir. Samspil ofangreindra fruma, þ.e. eitilfruma, gleyplinga, gleypla, og APC er í grófum dráttum á þá lund að eitilfrumur greina framandi líf- efnasambönd, með eða án hjálpar APC, og koma boðum áleiðis til gleyplinga og gleypla sem sjá um að útrýma þeim lífefnum og/eða örver- um sem ræstu eitilfrumurnar til svara. „ Víxlverkun eitil- og át- frumna er sá burðarás sem varnar- kerfið byggir á . . .“.4 Ónæmissvörum er skipt í tvo meginflokka: Frumsvör og endur- svör. Þegar ónæmiskerfi dýrs mætir framandi lífefni í fyrsta skipti verður frumsvar. Eftir það verða öll svör við sömu sameind; endursvör. í saman- burði við endursvör einkennast frumsvór af; (1) lengri viðbragðstíma (e. lag- period), (2) veikari svörun og (3) skemmri svörunartíma (e. duration time). (4) Ef um mótefnamyndun er að ræða þá eru mótefni af M-gerð (IgM) einkennandi í frumsvörum en G mótefni í endursvörum. — Und- antekning frá þessu eru svör við T- óháðum vækjum, sem byggjast jafn- vel við endursvar á mótefnum af M gerð. Það sem gerir ónæmiskerfmu kleyft að svara framandi sameind kröftugar við endurtekin kynni kall- ast ónæmisminni (e. immunological memory) og það er sérhæft fyrir þá sameind sem vakti eitilfrumur til starfs. Það byggist á hærra þroska- stigi og auknum fjölda eitilfruma sem geta brugðist við ofangreindri sameind. Þóað ónæmisfræði sé ekki gömul fræðigrein, er hún orðin svo mikil að vöxtum, að þessi ritgerð fjallar ekki um mjög nema mjög afmarkað svið hennar eða þann hluta vó- kerfisins sem meðhöndlar og eyðir þeim risasameindum er myndast þegar mótefni bindast mótefnisvökum. Slíkar risasameindir kallast mótefna- fléttur (e. immune complexes). Myndun þeirra er snar þáttur í við- brögðum ónæmiskerfisins við sýk- ingu en þær eru vissulega skaðlegar fyrir eigin vefi hýsilsins, sérstaklega ef þær falla út úr lausn. Þess vegna búa æðri dýr yfir hreinsikerfi sem dregur úr skaðlegum áhrifum þess- ara fléttna á þeirra eigin vefi. í prím- ötum eru rauðu blóðkornin þátttak- endur í þessu kerfi en í öðrum spen- dýrum s.s. nagdýrum gegna blóðflögurnar samsvarandi hlut- verki.7 A. Mótefnisvakar og samsvarandi mótefni mynda fléttur (mótefna- fléttur) Margir þættir hafa áhrif á stærð og eiginleika mótefnafléttna sem myndast í ónæmissvari. M.a. eru; (1) eiginleikar mótefnis, (2) eiginleikar mótefnisvaka, (3) hlutfallið milli styrks mótefnis og mótefnisvaka og (4) eðlisfræðilegir eiginleikar lausn- arinnar. Skal þessu nú lýst. 28 LÆKNANEMINN M987-40. árg

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.