Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 32

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 32
2) Fc-Fc interacticns —> Imrnune precipitation MYND 1. Sýnir mjög einfaldaðan uppdrátt af því hvernig talið er að mótefnafléttur verði óuppleysanlegar í lausnum s.s. líkamsvökvum. Efri hluti mynd-arinnar sýnir það líkan sem lengi var litið á sem einu skýringuna á útfellingu mótefnafléttna: „infinite- lattice theory“. A neðri hlutanum er líkan, sem skýrir hvernig ósértækir (e. non-specific) samloðunarkraftar hafa þýðingu við útfellingu mótefnafléttna; (sbr. „occlusion hypothesis11): Þegar mótefni af G-gerð hafa bundið mótefn- isvaka, tengjast halahlutar þeirra hvor öðrum vegna samdráttarkrafta milli vatnsfælinna hópa og jóna. isvakar hafi fleiri en eitt sameinda- munstur (e. antigen determinant; epitope) sem tvö eða fleiri mótefni geta bundist og verið bundnar hon- um á sama tíma. Hins vegar að allar mótefnagrunneiningar hafi a.m.k. tvö eins bindiset fyrir sama hluta mótefnisvaka.2 Séu þessi skilyrði uppfyllt geta mótefnafléttur hæglega orðið svo stórar að þær botnfalla í lausnum eins og blóðvökva, milli- frumuvökva og vessum. Afleiðingar af myndun mótefna- fléttna í líkamanum ráðast annars vegar af fjölda þeirra mótefna og mótefnisvaka sem hvarfast11 og hins vegar af hlutfalli þeirra.8,11 Fyrri þátturinn ákvarðar styrkleikastig viðbragða í ónæmiskerfmu við myndun ónæmisfléttna. Hinn seinni ræður eðli fléttnanna sem myndast og þar með dreifingu þeirra í líkam- anum.811 Þegar styrkleikahlutfallið milli mótefna og mótefnisvaka er hærra en einn, botnfalla mótefna- fléttur hratt og á myndunarstað. Þessum mótefnafléttum er fljótlega eytt því fjölmargir Fc-halar á yfir- borði þeirra laða að sér vefjagleypla, sem innbyrða og eyða fléttunum." Oðru máli gegnir þegar sama styrk- leika hlutfall er töluvert lægra en einn. Þá myndast uppleysanlegar mótefnafléttur sem bindast seint og illa við vefjagleypla sérstaklega ef klofningarkerfið ræsist ekki við myndun þeirra. Þannig berast þær víða af myndunarstað eftir blóðrás- inni og kunna að valda kerfisbundn- um viðbrögðum og falla út í nýrum, liðum og húð.8,11 Árið 1979 sýndi Moller NPH fram á að G mótefni bindast mótefn- isvökum og mynda óleysanlegar mótefnafléttur, hraðar og í meira magni, en við mátti búast skv. „in- finite lattice theory".12 í leit að skýr- ingum á því, bar Moller saman magn og hraða útfellinga þegar ósnortin G mótefni og samsvarandi F(ab’)2 (G mótefni sem pepsín hefur rofið halann af), bindast sama mót- efnisvaka: í ofgnótt mótefna (F(ab’)2 eða IgG) var ekki mikill munur á hraða og magni útfellinga hjá F(ab’)2 og ósnortnum IgG. Annað var uppi á teningnum þegar styrkur mótefna og mótefnisvaka var í jafn- vægi. Við þær aðstæður botnfelldu F(ab’)2 færri mótefnisvaka, mynd- 30 LÆKNANEMINN M987-40. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.