Læknaneminn - 01.10.1987, Side 33

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 33
uðu stærri mótefnafléttur sem botn- féllu hægar og í minna magni í sam- anburði við þær sem mynduðust þegar ósnortin G mótefni mynduðu mótefnafléttur. Með því að sýna fram á að þrívíddarbygging bindiset- anna var sú sama hjá ósnortnum G mótefni og samsvarandi F(ab’)2, gat Moller dregið þá sjálfsögðu ályktun að ofangreindur mismunur í útfell- ingum væri vegna starfrænna eigin- leika y-halanna; sem kæmu fram þegar bindiset G-mótefna fyrir mót- efnisvaka, eru setin. The data indicated that there were two kinds of precipitating immune complexes, namely anti- body-rich and antigen-rich complexes. In the antibody- excess zone and the first part of the equivalence zone the immune complexes precipitated due to their antibody richness. Antigen- rich complexes formed in the zo- ne of low antigen excess precip- itate only in the presence of anti- boby-rich insoluble complexes. It is believed that this type of preciptitation was due to an Fc- Fc interaction. This new function of IgG was designated Fc-medi- ated immune precipitation.l! Með þessum hætti geta y-hala- hlutar tveggja eða fleiri mótefna- fléttna tengst og myndað eina stóra fléttu sem botnfellur. Samkvæmt niðurstöðum Mollers voru þessir halabindingar mest áberandi þegar mótefnafléttur mynduðust á hinu líf- fræðilega mikilvæga bili þegar þéttni mótefnisvaka er eilítið meiri en mót- efna.12 Klassíski ferill klofningarkerf- isins hefur veruleg áhrif á þessa sam- tengingu y-halahlutannna, eins og síðar greinir. Þegar talað er um eðlisfræðilega eiginleika þeirrar lausnar þar sem mótefni bindast mótefnisvökum er átt við margt: Þ.á.m. styrk klofning- arþátta í lausninni, styrk jóna s.s. Mg++ og Ca++, hitastig hennar, sýrustig og „osmolarity", og hvort lausnin er kyrrstæð eða á hreyfingu. Það er engum vafa undirorpið að eiginleikar lausnarinnar hafa mikil áhrif á myndun mótefnafléttna „in vivo“ eins og kemur fram í umræð- unni hér á eftir, um klofningarþátta- skort í ákveðnum sjálfsnæmissjúk- dómum. B. Klofningarkerfíð: Klofningarkerfið er einn af fjórum starfsþáttum vessabundins ónæmis. Það er þróunarlega gömul fjölskylda rúmlega 20 prótína sem öll finnast í blóðvatni heilbrigðra einstaklinga. Þau eru framleidd af vefjagleyplum og þekjufrumum í meltingarvegi. Mörg þessara prótína eru óvirkir hvatar sem virkjast þegar klofinn er af þeim hluti. Starfsemi þessa kerfis einkennist öðru fremur af keðjuverk- andi efnahvörfum þar sem virkjað prótín hvatar niðurbrot þess næsta í lítið brot og stórt. Stærra brotið (t.d.C3b) er þá ýmist virkt ensím eða verður það við að bindast öðrum klofningarþáttum. Það hvatar síðan niðurbrot næsta klofningarþáttar og svo koll af kolli. Litla brotið (t.d.C3a) hefur gjarnan mikilvæga lífvirkni . Onnur prótín þessa kerfis eru stilliþættir eða bremsur. Þau eru nauðsynleg vegna þess að kerfið hef- ur innbyggða sjálfmögnun, og gengi sér til þurrðar án þeirra. Klofningarkerfið ræsist eftir tveimur ferlum. Klassíski ferillinn (e. classical pathway) hefst á því að Clq binst halahluta a.m.k. tveggja G mótefna eða einni mótefnissameind af M gerð, séu þær tengdar mótefnis- vökum. Uppbótarferillinn (e. al- ternative pathway) virkjast í hvert sinn sem sá klassíski er ræstur. Fjöl- sykrungar í úthýði baktería, sveppa og frumdýra auk botnfallinna mót- efnafléttna ræsa líka þennan feril. . . . the alternate, or properdin, pathway of complement activat- ion . . . it reflects the evolution- ary development of the most simple humoral cytolytic ana- louge operating in the absence of complement-fixing antibody. For example, the alternate pathway converges with the classic path- way at a point that makes possi- ble utilization of all the compon- ents of the latter’s membrane att- ach unit.14 (bls. 137) C3 er langsamlega mikilvæg- asta prótínið í klofningarkerfinu. Án þess getur enginn lifað. Þeir sem fæðast án hæfileikans til þess að mynda C3 eru engu betur settir en þeir sem ekki geta myndað mótefni. Það skýrir vel mikilvægi C3. — Skal þessu nú lýst nánar. Flvort sem klofningarkerfið er vakið til starfs eftir klassíska eða uppbótarferlinum, myndast alltaf mikill íjöldi C3 afleiða bæði upp- leystra og bundinna samgildum tengjum við hin ýmsu hvarfefni. Hinar uppleystu C3-afleiður valda t.d. skammtíma íjölgun hvítfruma í blóði (e. leukocytosis) (C3e), auka gegndræpi æða (C3a), kalla á kleyf- kjarna átfrumur (C3a) og draga úr mótefnaframleiðslu (C3a). Sú C3 af- leiða (C3b) sem bindst samgildum tengjum við amínó- eða alkóhól- hópa á yfirborði ónæmisfléttna, veira og baktería er lífsnauðsynleg af þrennum sökum: (1) Hún sameinast C4b og C2a á fyrrgreindum stöðum og myndar ensím; C4bC2a-C3b (e. the classical pathway C5-converta- se) og hún binst einnig þætti B (e. factor B) og þessi flóki er virkjaður af þætti D (e. factor D) og þannig myndast annað ensím; C3bBb (e. the alternative pathway C3-con- LÆKNANEMINN 987-40. árg. 31

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.