Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 36

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 36
um vafa er undirorpið að með því haíi klofningarkerfið áhrif á afleið- ingar myndunar ónæmisfléttna, sem og afdrif þeirra. Helsta líffræðilega þýðing þessara víxlverkana er þessi: Klofningarkerfið eykur uppleysan- leika (e. solubility) mótefnafléttna og dregur þar með úr líkunum á því að þær falli út. Þannig aukast möguleik- ar þeirra til þess að ferðast frá myndunarstað, hvort sem hann er í blóðrás eða utan hennar. Þar með dregur úr staðbundnum bólgusvör- unum og vefjaskemmdum sem af botnfellingu þeirra leiða. — Stað- reyndin er nefnilega sú að gleypling- ar eiga í visssum vandræðum með að útrýma botnfollnum mótefnafléttum; . . . extrcellular realease of the polymorph granule contents, particularly when the complex is deposited on a basement membr- ane and cannot be phagocytosed (so-called ’frustrated phagocytos- is’)" (bls. 248) Vöntun á ofangreindri verk- un kfofningarkerfisins er talin ein af ástæðum þess að fólk sem skortir ákveðna klofningarþætti fær fléttu- sjúkdóma (e. immune complex dis- ease) langt umfram það sem gerist hjá öðru fófki: (sjá síðar) Schifferli J.A. og félagar hans hafa rannsakað „in vitro“, þýðingu eðlilegra samskipta mótefnafléttna og klofningarkerfisins. Það er eink- um þrennt sem rannsóknir þeirra hafa leitt í ljós: (1) Án klofningar- þátta Clq, C2 eða C4 getur blóðvatn ekki komið í veg fyrir útfelfingu klofningarbindandi (e. complement fixing) fléttna og hlýtur sú geta blóð- vatns því að byggja á virkni klass- íska ferilsins.15 (2) Tenging Clq á y-halahluta tefur þá í að bindast hvor öðrum. Hún veldur líka sam- gildri C3b bindingu á fléttuna ef klassíski ferillinn er starfhæfur.16 (3) Eðlileg verkun uppbótarferilsins er ekki bráðnauðsynleg en við venjuleg- ar aðstæður tryggir hún myndun smærri „opsóníseraðra“ mótefna- fléttna og getur auk þess leyst upp þær fléttur sem fallið hafa út.17 Venjulega eykur starfsemi klassíska ferilsins afkastagetu uppbótarferils- ins til þess að leysa upp mótefnaflétt- ur.18 Því fer fjarri að samstaða sé um mikilvægi y-halabindinga í útfellingu mótefnaflétta. í nýlegum yfírlits- kafla27 gera þeir Lachman og Walport lítið úr ósértækum aðdrátt- arkröftum milli uppleystra mótefna- flétta, sem þætti í útfeflingu þeirra. Vitna þeir í rannsóknir Goldbergs frá árunum ’52-’53 og Campell’s og félaga árið 1980*. Goldberg rannsakaði ejli útfell- ingar-ferilsins (e. precipitation cur- ve), m.t.t. þess hvort uppleysanleiki mótefnaflétta, sem myndast í ofgnótt mótefnisvaka samrýmdist betur „in- finite lattice theory“ eða „occlusion hypothesis“.(Framar eru útskýringar á þessum kenningum) — í stuttu máli taldi Goldberg niðurstöður sín- ar samrýmast betur fyrrnefndu kenningunni. Goldberg gerði sér stærðfræðilíkan sem byggði á þeirri forsendu að tíðni ákveðinna samsetninga mótefnaflétta væri í fullu samræmi við það hversu lík- legar þær væru, þ.e.a.s. því fleiri sem möguleikarnir væru á myndun ákveðinn- ar samsetningar, því líklegri væri hún. Til þess að geta unnið með raunverulegar stærðir, neyddist Goldberg til að gefa sér; (1) að hringlaga samsöfn mótefna og mótefnisvaka myndist ekki og (2) að binding mótefnisvaka í sérhæft bindiset á mótefni breyti ekki bindieiginleikum ann- ara bindiseta mótefnisins. (Nú er vitað að hvorugt þessara atriða fær staðist.) — f útreikningum Goldbergs kemur fyrir stuðull sem metur líkur á útfelliungu mótefnaflétta; Pc (Critical extent of reaction). Með honum má sjá hvernig líkurnar færast frá myndun mikils fjölda af smáum, uppleystum mótefnafléttum til þess að vera mestar á myndun stórra fléttna sem falla út. Pc er mjög háð styrk- leikahlutfollum mótefna og mótefnisvaka og þessu gildi verður aldrei náð í ofgnótt mótefnisvaka (engar útfellingar). Jafn- framt er Pc verulega háð gildistölu' (e. valency) mótefna og mótefnavaka, þann- ig að ef gildistala mótefna eða mótefnis- vaka minnkar dregur það verulega úr möguleika þess að Pc gildinu verði náð. Þessar niðurstöður eru í fullu samræmi við „infinite lattice theory“.27 Af þessari niðurstöðu Goldbergs og rannsóknum Campell’s og félaga árið 1980, drógu Lachman og Walport þá ályktum að líklegusta út- skýringin á þeim eiginleika klofning- arkerfisins að vinna gegn útfellingu mótefnaflétta, byggði á því að C3b og C4b bindust F’ab hluta mót- efna.27 — Með því að bindast þess- um hluta mótefna draga klofningar- þættir úr gildistölu mótefnanna og þar með úr líkum á útfellingu. Þrátt fyrir trúleysi Lachmans og Walports á því að ósértækir binding- ar geti haft áhrif á útfellingu mót- efnaflétta er þeim ekki hafnað hér. Vegur þar þyngst á metunum sú niðurstaða Mollers og Steensgaard að mótefnafléttur sem myndaðar eru í vægri ofgnótt mótefnisvaka botn- falli því aðeins að til staðar séu óleysanlegar, mótefnaríkar fléttur.13 (Sjá framar) Uppbótarferillinn getur uppleyst útfallnar mótefnafléttur hvort sem þær innihalda G, M eða A-mótefni.19 M.ö.o. uppbótarferillinn getur leyst upp mótefnafléttur þó að þær ræsi ekki klassíska ferilinn, s.s. þær sem innihalda nær eingöngu A-mótefni og mótefnisvaka þess. Það sem gerir * Þessar rannsóknir sýndu að fjöldi fastbundinna klofningarafleiða (C3b og C4b) bindst á F’ab hluta mótefna, þegar botnfallnar mótefnafléttur eru myndaðar úr ósnortnum (e. intact) mótefnum og samsvarandi mótefnisvökum. 34 LÆKNANEMINN «987-40. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.