Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 44

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 44
l25I-mótefnaflétta, var dregið blóð samtímis úr slagæð, nýrnabláæð, portæð og lifrarbláæð apanna. Geislavirkni í sýnum var notuð sem mælikvarði á þéttni mótefnaflétt- anna. í stuttu máli steig ,25I þéttnin í öllum sýnum til að byrja með og náði hámarki við lok inndælingar. Þéttnin var þá áberandi hæst í slag- æðarsýninu og nýrnabláæðarsýninu, lægri í portæðarsýninu og langlægst í lifrarbláæðinni (ca. 17 x lægri en nýrnaslagæð). Geislavirkni sýnanna hrapaði þegar inndælingu l25I- merktu mótefnafléttnanna var hætt og var alltaf langlægst í lifrarbláæð- inni. Af þessu voru þær ályktanir dregnar að mótefnafléttur bundnar rauðum blóðkornum losna fyrst og fremst af rauðu blóðkornunum í lif- ur. Lækkun á geislavirkni í portæð- inni benti þá og til hreinsunar mót- efnaflétta af rauðum blóðkornum í milti. — Þau ferli eru ekki að fullu þekkt sem stýra svo staðbundinni losun mótefnafléttna, bundnum rauðum blóðkornum, til fruma (vefjagleypla) sem geta útrýmt þeim. Ekki er þó ólíklegt að mikil þéttni Fc-viðtaka og CRl á frumuhimnu vefjagleypla bindi mótefnafléttur fastar en tiltölulega lág CRl þéttni á rauðum blóðkornum.2 Vegna öxulflæðis blóðsins (e. axi- al blood flow) ferðast uppleystar mótefnafléttur í útlagi (peripheral plasma layer) blóðflæðisins, en ekki í innlagi þess (central erythrocyte layer) eins og mótefnafléttur fast- bundnar rauðum blóðkornum. Heil- brigð skynsemi segir okkur að þær síðarnefndu falli síður út í nýrum, liðum og húð, því þær berast með markvissari hætti en hinar, til hreinsunarstöðva í háræðastokkum (e. sinusoids) lifrar (og milta). Við frekari rannsóknir kom í ljós annar og ekki síður líflræðilega mik- ilvægur eiginleiki CRl. Sýnt var að í nærveru þáttar I hamlaði CRl virkni uppbótarferilsins og nokkru seinna uppgötvaðist að miðað við virkni á hverja þyngdareiningu er CRl (á rauðum blóðkornum úr kindum) u.þ.b. þúsund sinnum virkari hjálp- arþáttur'°(e. cofactor) , þáttar I heldur en þáttur H.3 Þessi byltingar- kennda uppgötvun breytti skoðun- um manna á klofningarkerfinu og jafnvel lífeðlisfræði töluvert: A conceptual advance arising from these findings has been the recognition that membrane factors can participate in ext- racellular reactions, as well as intracellular events, and thus had to be regarded as components of the complement system and included in any analyses that would attempt to fully under- stand C3 and C4 metabolism and function.3 Þar með var CRl orðinn einn af stilli- eða hemilþáttum ónæmis- kerfisins: Mynd 2 lýsir niðurbroti C3b og því verður ekki nánar lýst en C4bp eða CRl bindast fastbundnu C4b og þá hvatar þáttur I niðurbrot C4b í iC4b. Fyrir til- stilli sömu hjálparþátta (C4bp eða CRl) og þáttar I er iC4b umbrotið í C4d sem er áfram fastbundin og uppleyst C4c sem berst út í umhverfið. Það er athyglisvert með starfræn hlutverk þessara prótína í huga að CRl genið er nátengt geninu sem skráir fyrir 4bp.3 Þau efnahvörf sem CRl stuðlar að (sjá mynd 1 og smáa letrið) hafa tvöfalda þýðingu. Annars vegar minnkar bindifíkn (e. binding affini- ty) CRl og klofningarafleiðunnar við þessi umbrot og þegar C3b hefur hvarfast í C3dg binst hún ekki leng- ur viðtakanum. Hafi C3b (iC3b) verið bundið mótefnafléttu þá losnar hún sömuleiðis frá rauða blóðkorn- inu. Sama máli gegnir um C4b. Um- brot þess í iC4b og C4d fyrir tilstilli þáttar I losa þessa klofningarafleiðu af CRl. Hins vegar draga þessi um- brot úr virkni bæði klassíska og upp- bótar ferilsins: C3b umbrotsefnið iC3b bindst ekki þætti B og því dreg- ur úr myndun uppbótarferils „C3-convertase“ (C3bBb) og þannig er haldið aftur af sjálfmögnunar- lykkju klofningarkerfisins. Á saraa hátt koma umbrot C4b í iC4b í veg fyrir að C4b bindis C2a, en C4bC2a er „C3-convertase“ klassíska ferils- ins. Vegna þeirra sameinda af þætti I sem eru í blóði er tenging mótefna- fléttna á rauð blóðkorn tímabundin og í rauninni geta mótefnafléttur losnað af þeim hvar og hvenær sem er fyrir tilstilli þáttar I. Því vaknar sú spurning hvernig rauðu blóðkorn- in fara að því að ferja mótefnaflétt- urnar markvisst til vefjagleypla í iif- ur og milti eins og niðurstöður Cornacofls ofl. gefa til kynna. Svarið virðist vera í því fólgið að stöðug virkni uppbótarferilsins á yfirborði mótefnafléttna sem bundnar eru rauðum blóðkornum tryggi stöðugt framboð klofningarbindla fyrir CRl. Þannig að þrátt fyrir sívirkni þáttar I sem sífellt umbrýtur C3b (í iC3b og þaðan í C3dg) og stuðlar með þeim hætti að því að mótefnaflétt- urnar losni af rauða blóðkorninu losna þær ekki af fyrr en þær „snerta" vefjagleypla sem geta bundið þær fastar en rauðu blóð- kornin. (sjá ofar) í blóðrás prímata eru 90-95 % CRl viðtakanna á yfirborði rauðu blóðkornanna7 og það er svo sannar- lega fróðleg staðreynd í ljósi ofan- greindra verkana þessara viðtaka. Reiknað hefur verið út að 500-1000 sinnum meiri líkur séu á því að mót- efnafléttur með fastbundna klofning- arbindla verði fjarlægðar úr blóðrás af rauðum blóðkornum heldur en hvítum.7 Þessi nýja vitneskja hefur svo sannarlega ekki dregið úr áhuga manna á því að rannsaka hið „non- 42 LÆKNANEMINN ?Í987-40. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.