Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 47

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 47
ed macrophage system) í milta og lifur, þeirra Iíffæra sem best eru út- búin til að eyða þeim, án þess að hljóta sjálf skaða af. í þriðja lagi dregur úr myndun lykilensíma í klofningarferlinum, þegar C3 og C4 afleiðurnar eru umbrotnar á CRl, með aðstoð þáttar I. Viðloðun rauðra blóðkorna við eigin (e. autologous) tímgilfrumur (e.thymocytes) og T-frumur gefur okkur tilefni til að ætla að þau gegni svipuðu hlutverki og vefjagleyplar í auglýsingastörfum (APC).7 — Jú, með því að bindast mótefnafléttu og T-frumu samtímis færir rautt blóð- korn þær í náið samband hvora við aðra. Þannig geta rauð blóðkorn auglýst (e. present) þau bindiset (e. epitope) fjölgildra (e. multivalent) mótefnisvaka sem ekki eru bundin mótefnum, fyrir eitilfrumum. Auk þess að gegna hlutverki ferju sem flytur uppleystar mótefnafléttur frá myndunarstað til kyrrstæðra vefjagleypla í lifur og milti, taka CRl á rauðu blókornunum þátt í stjórnun klofningarkerfisins. Þó að hér á eftir verði aðeins rætt um hugsanleg tengsl fléttusjúkdóma við ónóga bindingu mótefnafléttna við rauðu blóðkornin skal tekið fram að CRl á rauðu blóðkornunum hafa bæði þessi hlutverk. III. Gallar í hreinsikerfi mótefnafléttna geta valdið sjúkdómum Hér að ofan hefur verið lýst lífeðl- isfræðilegu kerfi sem ver líkama æðri dýra þeim skaðlegu áhrifum sem út- fallnar mótefnafléttur hafa á þeirra eigin vefi. Vefjaskemmdir af völdum mótefnafléttna eru samnefnari allra fléttusjúkdóma og þær flokkast undir ofnæmisviðbrögð af 3ju gerð (e. type III hypersensitivity). Margt er á huldu um tilurð (e. etiology) þessara sjúkdóma en hin nýlega vitneskja um að gallar í hreinsikerfi mótefna- fléttanna kynnu að valda einhverjum þeirra hefur fært okkur nær skilningi á meinsköpun þessara dularfullu sjúkdóma. Svo fremi sem mótefnaframleiðsla er óskert er hægt að hugsa sér þrenns konar kringumstæður þar sem myndun mótefnaflétta er mikil, en allar byggja þær á miklu fram- boði mótefnisvaka. í fyrsta lagi lang- varandi örverusýking, í öðru lagi sjálfsnæmi og í þriðja lagi síendur- tekin útsetning fyrir efni úr umhverf- inu, sem hefur kveikt ónæmissvar.11 Það er ekki hvað síst við slíkar að- stæður sem geta ónæmiskerfisins til að eyða mótefnafléttum skiptir máli. Sú staðhæfing, að galli í svörun- arferlum ónæmiskerfisins sé frumor- sök ákveðinna fléttusjúkdóma nýtur nú vaxandi fylgis. I samræmi við það er talið, að fjölstofna (e. pol- yclonal) örvun á B-frumum og breytingar í starfsemi T-fruma séu ekki orsök þessara sjúkdóma, heldur afleiðingar ófullnægjandi meðhöndl- unar á mótefnafléttum.27 Fléttusjúkdómum er skipt í tvo flokka: Kerfisbundna (e. systemic) og staðbundna (e. local). Meinsköp- un fyrri flokksins má með eilítilli ein- földun skipta í þrjú stig: (1) myndun mótefnaflétta í blóðrás- inni og öðrum vefjavessum (2) útfellingu þeirra í ýmsum vef- um, sem kveikir (3) bólgusvaranir víðs vegar um líkamann. Hefðbundið dæmi um slíka sjúk- dóma er blóðvatnsveikin (e. serum sickness; sermissýki) sem var algeng- ur fylgikvilli þess að menn voru bólusettir fyrir stífkrampa með mót- efnum unnum úr blóðvatni hesta. Undir þennan flokk falla líka rauðir úlfar, iktsýki og „glomerular neph- ritis“. Staðbundnum fléttusjúkdómum er best lýst sem fyrirbærinu „arthus reaction" sem er skilgreint sem stað- bundið vefjadrep vegna bráðrar æðabólgu, fyrir tilstilli mótefna- fléttna.9 Mótefnisvakar í þessum sjúkdómum geta ýmist verið eigin sameindir (e. endogen antigen) eða sameindir úr umhverfinu (e. exogen antigen). Undir þennan sjúkdómsflokk fell- ur t.d. hlöðumæði (e. Farmers lung) sem einkennist af æðabólgum í æða- beðnum umhverfis lungnasekki (e. alveoli). Mótefnisvakar í þessu sjúk- dómi eru komnir úr umhverfinu. Nú verða rakin í grófum dráttum þau tengsl sem menn hafa þóst sjá milli galla í hreinsikerfi mótefna- flétta og ofangreindra sjúkdóma. A. Við gjörnýtingu eða skort á ákveðnum klofning- arþáttum bindast mót- efnafléttur ekki rauðum blóðkornum Það er deginum ljósara að án klofningarkerfisins er það flutnings- kerfi sem hér hefur verið lýst óvirkt. Auk þess að stuðla að myndun uppleysanlegra mótefnafléttna, myndar klofningarkerfið tengslin milli þeirra og CRl á rauðum blóð- kornum. í þessu tilliti skiptir starfs- hæfni klassíska ferilsins öllu máli. Það sést af því að fólk sem skortir einn eða fleiri þætti í klassíska feril- inn á meiri vanda til þess að fá fléttusjúkdóma en aðrir. Af þeim rúmlega 100 sjúklingum sem lýst hef- ur verið með erfðabundinn skort á C2 hefur liðlega helmingur rauða úlfa (e. SLE; systemic lupus eryth- ematosus) eða skylda sjúkdóma.2 Tíðni fléttusjúkdóma meðal þeirra sem skortir Clq, Clr, Cls eða C4 jafnvel enn hærri en þetta. Þannig er það vitað að arfhreinn C4- skortur er nálægt því að vera fullgild orsök fyrir rauðum úlfum.27 Sjúklingar sem hafa LÆKNANEMINN 34987-40. árg. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.