Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 48

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 48
ekki C3 hafa sömuleiðis aukna tíðni fléttusjúkdóma. Venjulega er það þó ekki þeirra stærsta vandamál, heldur eru það sífelldar, þrálátar sýkingar. Þeir eru nánast engu betur settir þeir sem þjást af algjörum mótefnaskorti (e. agammaglobulinemia). Þótt starfshæfni uppbótarferilins sé í engu skert í þessu fólki verndar hún það ekki frá fléttusjúkdómum. Þóað þá sem skortir properdin (blóðvökvaprótín sem eykur virkni uppbótarferilsins með því að lengja helmingunartíma uppbótarbreyti- ensímsins (e. C3/C5-convertase)14) eigi aukinn vanda til að fá svæsnar sýkingar af völdum Neisseriae Gonor- reae og Nisseriae Meningiditis virðast þeir ekki fá fléttusjúkdóma. Af þeim tólf einstaklingum sem lýst hefur verið með þennan skort hefur enginn fengið fléttusjúkdóm.2 Því virðist rökrétt að álykta að uppleysing botn- fallinna mótefnafléttna hafi venju- lega ekki mikla líffræðilega þýðingu við meðhöndlun mótefnaflétta. Frumskilyrði þess að mótefna- fléttur geti bundist rauðum blóð- kornum er að þær séu uppleystar. Klofningarkerfið stuðlar að þessu með því að breyta bindieiginleikum mótefnanna. Að öllum líkindum ger- ist það bæði með því að fastbundnar klofningarafleiður á F’ab hluta mót- efna draga úr gildistölu þeirra og að sömu afleiður draga úr ósértækri samloðun milli halahluta IgG-mót- efna. (sjá framar) Áður voru nefndar rannsóknir Cornacoffs og félaga á mótefna- fléttna-hreinsigetu lifrarinnar (og miltans).22 Þeir félagarnir rannsök- uðu sömu fyrirbærin í öpum með uppurna klofningarþætti (framkölluð með „cobra venom factor“) og kom í ljós að í stað þess að 125I-mótefna- flétturnar væru hremmdar af rauðu blóðkornunum í lifur og milti eins og í heilbrigðum öpum dreifðust þær um allan skrokk.23 Það stafaði af því að án klofningarvirkninnar bundust flétturnar ekki rauðu blóðkornunum og þrátt fyrir að mótefnaflétturnar hyrfu fyrr úr blóðstraumnum, urðu vefjaskemmdirnar þar sem þær féllu út og margfallt meiri en í þeim öpum sem höfðu óskerta starfshæfni klofn- ingarkerfisins og gátu varist útfell- ingu fléttanna. Lachman og Walport hafa útfært þessa hugmynd frekar og aukið þannig skilning okkar á hugsanlegri þýðingu hennar í sjálfnæmissjúk- dómum; . . . large immune complexes without sufficient C4 and C3 bound on them will also not be bound normally to erythrocyte CRI and will therefore be trans- ported in the (peripheral) plasma stream rather than in the (cent- ral) erythrocyte stream. It is prosposed that this will result in the depositioin of immune comp- lexes in peripheral small blood vessels rather than in the sinu- soids of the liver and spleen; and that this peripheral deposition gives rise to inflammation, with the realease of autoantigens and the formation of further autoanti- bodies.27 (bls. 149) Það sem styður þessa útfærslu er að það virðist ekki vera orsökun1 (e. inducdon) sjálfnæmissvarsins, í sjúkdómum eins og rauðum úlfum sem er afbrigðileg heldur þrákelkni þess. Þessa þrákelkni má skýra með galla í hreinsikerfi mótefnafléttna.2' Mynd 4 sýnir þær keðjuverkanir sem útfallnar mótefnafléttur koma af Mynd 4. Skýringarmynd af meinsköpun (e. pathogenesis) vefjaskemmda af völdum útfallinna mótefnaflétta. I reitunum eru þær myndrænu breytingar er einkenna slíkar skemmdir, en þær stafa af viðbrögðum ónæmiskerflsins tiil að fjarlægja flétturnar. Rauðu blóðkornin hafa getu til að bindast og flytja mótefnafléttur sem myndast eða berast í blóðrás. Með því vinnst tvennt; annars vegar dregur úr útfellingu mótefnaflétt- urnar fluttar til líffæra og milta, þeirra líffæra sem best eru útbúin til að eyða þeim, á þess að verða sjálf fyrir skaða. Þetta skema er tekið upp úr Basic Pathology 3th ed. bls. 187 (sjá heimildaskrá). 46 LÆKNANEMINN ^1987-40. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.