Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 49

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 49
stað og valda þar með verulegum vefjaskemmdum. B. Getuleysi ákveðinna mótefnaflokka til að binda klofningarþátt Clq getur valdið verulegum vefja- skemmdum Óuppleystar mótefnafléttur geta myndast þrátt fyrir óskerta starfs- hæfni klassíska ferilsins. Eins og áð- ur hefur verið vikið að eru mótefni af A gerð ófær um að ræsa klofningar- kerfið eftir klassíska ferlinum, en sú geta IgG og IgM mótefna veldur myndun minni og uppleysanlegri mótefnaflétta, en annars yrði. Mót- efnafléttur gerðar úr IgA eiga því vanda til að vera óleysanlegar, myndist þær í ákveðnum styrkhlut- follum mótefnis og mótefnisvaka (sjá áður). Mótefni af gerðinni IgG, ræsa klassíska ferilinn illa eða ekki og því er ekki úr vegi að ætla að mótefna- fléttur sem þær mynda hafi ekki síð- ur en IgA mótefnafléttur tilhneig- ingu til að botnfalla og valda vefja- skemmdum. Nú hefur lengi verið vitað að mót- efnafléttur sem ræsa klofningarkerfið leika lykilhlutverk í meinsköpun (e. pathogenesis) fléttusjúkdóma, s.s. rauðra úlfa. Það kann því að hljóma hjákátlega að kenna mótefnum er hafa Fc-hluta sem geta ekki ræst klofngarkerfið um verulegar vefja- skemmdir af svipuðum toga. — En gáum að einu, útfallnar mótefnaflétt- ur af öllum þrem meginflokkum mótefna (þ.e. IgG, IgM auk IgA) hafa þá yfirborðseiginleika að C3b sem setjast á þær (fyrir tilviljun), bindast heldur þætti B heldur en þætti H (eða CRl). M.ö.o. þessir mótefnaflokkar vekja allir uppbótar- ferilinn til starfs, þegar þeir hafa fall- ið út með mótefnisvökum sínum. Það er einkum tvennt sem skiptir máli í þessu sambandi. (1) Botnfalln- ar mótefnafléttur kveikja öflugt bólgusvar með ræsingu uppbótarfer- ilsins. Eins og áður sagði myndast við uppleysingu slíka flóka margrar ponces). — Auk þess sem þessi gerð klofningarviðtaka er á átfrumum og auðveldar þeim að gleypa mótefna- fléttur er hún á rauðum blóðkornum. CRl er einn þessara viðtaka og hann er þýðingarmestur þeirra í nýuppgötvuðu flutnings- og hreinsi- kerfl, sem flytur mótefnafléttur til hins kyrrstæða vefjagleyplakerfis (e. fixed macrophage system), þar sem þeim er eytt. í blóðrásinni eru meira en 90 % CRl á rauðu blóðkornum og þar gegna þeir a.m.k. tveimur hlutverkum; annars vegar bindast þeir mótefnafléttum sem ræst hafa klofningarkerfið og eru rauðu blóð- kornin einskonar ferjur í ofangreindu hreinsikerfi. Hins vegar hafa þeir bælandi verkun á klofnunarkerfið og draga úr myndun bólguhvetjandi efna; þ.e.a.s. CRl á rauðu blóðkorn- unum hafa samskonar hlutverk og þáttur H. — Þannig hefur í fyrsta skipti komið í ljós að frumubundin prótín geta haft áhrif á gang ferla sem gerast utan frumanna. Fínstilltir ferlar, sem grundvallast á óskertri starfsemi klofningarkerfis- ins, hefta staðbundna uppsöfnun og útfellingu ónæmisfléttna í vefjum og blóðrás. Þeir stuðla að myndun upp- leystra ónæmisfléttna sem ekki að- eins komast frá myndunarstað sín- um með einfaldri dreifingu (e. simp- le diffúsion) heldur líka með því að bindast klofningarviðtökum á sér- hæfðum frumum. Til þess eru sterk- ar vísbendingar að þessir ferlar séu hluti af ofangreindu hreinsikerfi, enda hafa einstaklingar með arf- bundinn skort ákveðinna klofningar- þátta, margfalda tíðni fléttusjúk- dóma (einkum og sér í lagi SLE) í samanburði við fólk, sem hefur fulla getu til að draga úr vefjaskemmdum af völdum botnfallinna mótefna- fléttna. Uppgötvun þessa hreinsikerfis vakti fljótlega þá spurningu, hvort gallar í þessu kerfi gætu verið orsök fléttusjúkdóma (e. immune complex diseases). — í umfangsmiklum rannsóknum sem þessi spurning hratt af stað hefur það einmitt komið á daginn. Sjúklingar með rauða úlfa, iktsýki og fleiri sjálfsnæmissjúkdóma hafa margir galla í þessu hreinsi- kerfi. Eins og áður gat einkennast þessir sjúkdómar, af útföllnum mót- efnafléttum í blóðrás og vefja- skemmdum sem verða vegna kröft- ugra bófgusvara við eyðingu þeirra. Eins og oft vill verða í vísindum, vekur svar við einni spurningu margar aðrar. Það sem þyrfti nú að meta er hvort það er léleg binding ónæmisfléttna við CRl viðtakana á rauðu blóðkornunum eða ónóg bæl- ing klofningarkerfísins sem veldur hinum einkennandi vefjaskemmdum í þessum sjúklingum. Svar við þeirri spurningu sem og mörgum öðrum eiga tvímælalaust eftir að færa okkur nær orsök þessara dularfullu sjúkdóma. — Höfundur þykist þess fullviss, að áframhald- andi rannsóknir á klofningarviðtök- unum eigi eftir að auka skilning á meinsköpun og jafnvel orsök fléttu- sjúkdóma. Þar með gæti meðhöndl- un sjúklinga með ofangreinda sjúk- dóma orðið markvissari og árangurs- ríkari, en nú er. C3a og C5a sameindir, margfallt fleiri en þegar klassíski ferillinn er ræstur20, auk þess sem myndun þess- ara efna er margfallt staðbundnari. Þannig drífur að fjölda kleyfkjarna átfruma sem taka til við að hreinsa upp mótefnaflétturnar. Við það losna út ensím úr meltikornum * DAF er skammstöfun á enska heit- inu decay accelerating factor sem gegnir því hlutverki að bindast þeim C3bBb og C4bC2a (C3-convertases) sem setjast á eigin frumur hýsilsins og gera þá óvirka. LÆKNANEMINN 4Í987-40. árg. 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.