Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 64

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 64
cell-, epidermoid cell carcinoma, adenoacanthoma, sarcoma og cysta- denocarcinoma (1). Mikilvægt er að greina á milli þessara æxla vegna þess að horfur sjúklinga geta verið mismunandi eftir því af hvaða teg- und æxlið er. Adenocarcinoma hefur verstar horfur. U.þ.b. 65% æxla í brisi eru staðsett í höfði (caput). Næst algengast er að þau séu stað- sett í bol (corpus) eða um 30%. U.þ.b. 5% æxla eru staðsett í hala (cauda) (2). Við stigun á þessu krabbameini er notað aðferð sem gjarnan er kennd við krabbameinsskrána í Vermont í Bandaríkjunum (23) I — æxli bundið við brisið. II — æxlið hefur dreift sér til nær- liggjandi eitla III — fjarmeinvörp. Við greiningu er meiri hluti sjúkl- inga á stigi III (2). Algengast er að finna meinvörp í lifur og nærliggj- andi eitlum. Einnig er oft að finna meinvörp í lífhimnu (peritoneum), lungum og nýrnahettum (2). ífar- andi vöxtur í nærliggjandi æðar og taugar og á nærliggjandi líffæri er ekki óalgengur. Æxli í höfði vaxa gjarnan í skeifugörn en æxli í bol og hala geta vaxið yfir á maga, ristil og milta (2) Tafla 1. Einkenni sjúklinga með briskirtilskrabbamein (37) Gula 59% Verkur í epigastrium 47% Megrun 40% Fituskita 32% Ógleði 31% Verkur í hægri efri fjórðungi 28% Bakverkur 26% Uppköst 26% Óljósir kviðverkir 24% Fyrirferð í kvið 22% Niðurgangur 17% Verkur í vinstri efri fjórðungi 12% Klinisk einkenni Sjúkdómurinn er yfirleitt langt genginn við greiningu. Byrjunar-ein- kenni koma oft seint og eru gjarnan væg og ósérhæfð (24). Einkenni geta verið margbreytileg og er ekkert þeirra sértækt (pathognonomiskt) fyrir briskirtilskrabbamein. Gula, verkur, og megrun eru þau einkenni sem algengust eru. Gulan er stíflu- gula og algengasta einkenni hjá þeim sem hafa æxli í höfði kirtilsins og er oft verkjalaus (1,2). Ef sjúkl. með æxli í bol eða hala fá gulu er það til marks um að veruleg útbreiðsla hef- ur orðið á æxlinu t.d. í lifur eða eitla við gallganga (25). Verkur er oft upphafseinkenni hjá þeim sem hafa æxli í bol eða hala. Verkurinn er oft- ast staðsettur í epigastrial svæðinu, en getur verið um allan kvið og jafn- vel leitt aftur í bak. Sumir sjúklingar kvarta eingöngu um verk í baki. Verkurinn er gjarnan stöðugur og oft verri á nóttu en degi. Megrun sjúkl- inga með briskirtilskrabbamein get- ur verið mismikil og samfara henni er oft lystarleysi, niðurgangur svo og almennur slappleiki. Ekki eru tengsl á milli þess hve megrunin er mikil og staðsetningar eða stærðar æxlisins (2). Ógleði og uppköst geta verið til staðar og tengjast þau einkenni gjarnan ífarandi vexti í skeifugörn eða maga svo og útbreiddum mein- vörpum í Iífhimnu (1). U.þ.b. 1/4 sjúklinga hefur þreifanlega fyrirferð- araukningu í kviðarholi (26). Ef rennslishindrun er á galli niður í skeifugörn getur sjúkl. fengið fitu- skitu (steatorrhea). Sykurþol sjúkl- inga getur verið skert og geta þeir haft hækkun á fastandi blóðsykri (hyperglycemia). Blóð í hægðum og blóðug uppköst geta komið fram hjá sjúklingum sem hafa ífarandi vöxt í skeifugörn eða maga (2). Sjaldgæfari einkenni eru bláæða- bólga (thrombophlebitis), bláæðarek (thromboembolism), bráð briskirtil- bólga (acut pancreatitis), vökvi í kviðarholi (ascites) og geðrænar breytingar eins og þunglyndi (1). Ekki hefur tekist að ákvarða neinn einn hóp fólks sem áhættuhóp fyrir krabbamein í brisi, en rétt er að hafa sjúkdóminn í huga ef sjúklingur yfir fertugt hefur eitt eða fleiri af eftir- töldun einkennum: Stíflugula, nýleg og óskýrð megrun sem er meira en 10% af fyrri líkamsþyngd. Nýlegir óútskýrðir verkir í efri hluta kviðar- hols og/eða mjóbaki, meltingartrufl- anir (dyspepsia) þar sem rannsóknir á efri hluta meltingarvegar (vélinda, maga og skeifugörn) hafa reynst eðli- legar, nýleg sykursýki án áhættu- þátta eins og offitu eða fjölskyldu- sögu, skyndileg fituskita eða bráð briskirtilbólga. Þar sem reykingar eru hugsanlegur áhættuþáttur sjúk- dómsins ætti grunur um hann að vera sterkari ef sjúklingur með eitt- hvert af þessum einkennum reykir (2). Blóðrannsóknir Blóðrannsóknir eru oft lítið hjálplegar við greiningu. Niður- stöður blóðrannsókna á sjúkiingum með briskirtilkrabbamein geta verið innan eðlilegra marka jafnvel þegar sjúkdómurinn er langt genginn með fjarmeinvörpum (2). Sökk er mjög Tafla 2 Niðurstöður blóðrannsókna sjúklinga með briskirtilskrabba mein (37) Hækkað sökk 88% Hækkaður alkaliskur fosfatasi 81% Hyperbilirubinemia 67% Fastandi hyperglycema 49% Anemia 48% Hækkaður amylasi 16% 62 LÆKNANEMINN V1987-40. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.