Læknaneminn - 01.10.1987, Page 65

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 65
Mynd 1 Flæðirit fyrir greiningu briskirtilsskrabbameins Grunur um æxli í brisi S Lítill hnútur eða óljós stækkun með kölkun \ Ómun/tölvusneiðmynd \ Engin massi Stór massi / \ \ \ Gallgangar ekki víkkaðir Gallgangar víkkaðir ERCP ERCP \ Fínnálarástunga á æxli \ ERCP \ ERCP eða PTC \ Fínnálarástunga oft hækkað. Blóðleysi (anemia) vegna blæðingar frá ífarandi vexti í meltingarveg eða vegna næringar- skorts er ekki óaigengt (1). Hjá sjúkl- ingum með æxli í höfði brissins getur bilirubin, alk.fosfatasi, ASAT (GOT) og ALAT (GPT) verið hækkað. Hækkuð gildi á ASAT og alk.fosfatasa geta bent til lifrarmein- varpa (24). Hækkun á fastandi blóð- sykri sést hjá sjúklingum með bris- kirtilskrabbamein í tæplega 50% til- fella (37). Sjaldgæfari rannsóknar- niðurstöður eru hækkun á amylasa, væg hækkun á LDH og lækkað gildi á albumini (24). Ekki hefur tekist að finna ákveð- inn æxlisvísi (tumor marker) sem er nægilega sértækur (specific) fyrir briskirtilkrabbamein. Gerðar hafa verið athuganir með m.a. CEA (carcinoembryonic antigen) (26), GT-II (Galactosyltransferase iso- enzyme II) (1), alfafetoprótein (1), carbohydrate antigen (CA 19-9) (26) og TPA (tissue polypeptide ant- igen) (25). Þessir æxlisvísar hafa reynst vera hækkaðir í mismiklum fjölda sjúklinga með briskirtil- krabbamein, en hafa enn fremur ver- ið hækkaðir í ýmsum öðrum krabba- meinum í líkamanum og því lítt hjálplegir við greiningu á briskirtil- krabbameini. CA 19-9 og TPA hafa þó reynst ágætlega til að greina á milli krabbameins og langvinnrar bólgu í brisi (26). Greiningaraðferðir Greiningaraðferðir við briskirt- ilkrabbamein hafa breyst talsvert undanfarin ár með tilkomu nýrrar tækni eins og ómunar, tölvusneið- myndar og ERCP. Lengst af var kviðrista (laparotomia), þá gjarnan með sýnatöku úr brisi og/eða lifur algengasta greiningaraðferðin (27). Nú er mælt með ómun eða tölvu- sneiðmynd sem fyrstu rannsókn (sjá mynd 1) þegar grunur vaknar um æxli í brisi (1,2). Þessar rannsóknir eiga að styðja hvor aðra. Ómun er yfirleitt betri rannsókn hjá grönnu fólki en tölvusneiðmyndin betri hjá þeim sem eru gildvaxnir (retroperi- toneal fita). Tölvusneiðmyndin er nokkuð nákvæm rannsókn á brisi og í einni rannsókn kom fram að 89% æxla í brisi greindist með tölvusneið- myndun (26). Æxli í höíði briskirtils sjást nákvæmar með ómun en æxli í bol og hala greinast oft betur með tölvusneiðmynd. Ómun hefur þá kosti fram yfir tölvusneiðmyndina að rannsóknin er ódýrari og sjúklingur verður ekki fyrir geislun. Hclstu gall- ar ómunar eru hins vegar þeir, að vökvi í kviðarholi, loft í görnum og fyrri skurðaðgerðir á kvið geta trufl- að rannsóknina (2). Þessi atriði þarf m.a. að hafa í huga þegar verið er að ákveða hvora rannsóknina á að gera. Ef breytingar sjást á brisi eða grunur um breytingar eftir ómun/tölvu- LÆKNANEMINN VigsiAO. árg. 63

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.