Læknaneminn - 01.10.1987, Page 67

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 67
ostomiu eða framhjáhlaup á görn- um. Oft eru báðar aðgerðirnar gerð- ar samtímis. Ef mikil gula er til stað- ar er í stað aðgerðar hægt að leggja inn PTC hollegg (lagður í síðuna hægra megin í gegnum lifrarvef og inn í gallgang) og veita þannig galli út á yfirborðið (2). Ef sjúkl. með óskurðtækt æxli er mjög þjáður er mögulegt að lina þjáningarnar með því að sprauta ýmist fenolblöndu eða alkoholi í coeliac ganglion (2). Meðferð briskirtilkrabbameins með krabbameinslyfjum hefur ekki skilað miklum árangri frekar en í öðrum meltingarfærakrabbamein- um. Auk hinna hefðbundnu aðferða að gefa krabbameinslyf í æð hefur einnig verið reynt að gefa þau stað- bundið með því að ieggja holpípu í art. coeliaca (regional infusion) (31). Meðferð hefur ýmist verið með stöku lyfi eða blöndu lyíja. Meðferð með einu lyfi eingöngu s.s. 5-Fluorouracil (5-FU), Mitomycin-C (MITO-C), Streptozotocin (STZ) eða Adria- mycin (ADR) veldur lítilli friðun og lengir ekki lifun sjúklinga (32). Blöndur af lyíjum, þ.e. 5-FU, ADR og MITO-C (FAM) annars vegar og STZ, MITO-C og 5-FU (SMF) hef- ur hins vegar gefið aukna svörun (response rate), þ.e, æxii hefur minnkað eða staðið í stað í 32% og 43% tilfella (31). Enn frekari árang- ur hefur náðst þegar notuð er svo- kölluð FAM-S blanda sem saman- stendur af lyíjunum 5-FU, Adria- mycin, Mitomycin og Streptozotocin eða svörun um 48% , en ef þessi lyf voru gefin beint í art. coeliaca fékkst um 65% svörun (31), en ekki tókst að auka lifun sjúklinga. Rétt er að benda á að slíkar lyfjablöndur hafa gjarnan auknar aukaverkanir og vanlíðan sjúklinga í for með sér. Þar sem árangur hefur ekki orðið sem skildi, er öll lyfjameðferð enn á rann- sóknarstigi. Meðferð með meðal (4000 rad) eða háskammta geislun (6000 rad) hefur ekki lengt lifun sjúlinga, en getur minnkað æxlið nægilega til að draga úr verkjum (32,33). Ytri geislun ásamt lyfjameðferð með 5-FU getur lengt lifun sjúklinga með óskurðtæk æxli (30), ennfremur hefur í einni rannsókn verið sýnt fram á að hjá sjúklingum þar sem æxlið er numið brott og sjúklingar fengu síðan ytri geislun og meðferð með 5-FU var lifun lengri og hærri tíðni á lækningu (cure rate) en hjá samanburðarhópi (34). Horfur Horfur sjúklinga með krabba- mein í brisi eru afleitar. Lýst er 8% eins árs lifun og er 5 ára lifun ein- ungis 2% (35). Meðaltai úr 61 rann- sókn sem tók til 15 þúsund sjúklinga sýndi aðeins 0.4% 5 ára lfiun (36). Þrátt fyrir bætta greiningartækni við greiningu á briskirtilkrabbameini undanfarin ár hefur hvorki tekist að sýna fram á aukna lifun né lækningu sjúkdómsins að neinu marki. Þakkir: Ásgeir Theódórs, sérfræð- ingur í meltingarfærasjúk- dómum á St. Josefsspítala, Hafnarfirði og Borgarspítal- anum, las yfir handritið, gaf ýmiss góð ráð og veitti margvíslega aðstoð. Fær hann hér með bestu þakkir fyrir. Heimildir 1. Cello, JP, Carcinoma of the pancr- eas, Chapter 93, Gastrointestinal Disease, Sleisenger-Fordtran 3.ed. WB Saunders 1983. 2. Moossa, AR., Scott, MH., Pancr- eaticancer, Chapter 8, Gastrointest- inal Oncology. 3. Wormsley, KG., Carcinoma of the pancreas, Proc. Nutrition Society 1985, 44, 113-114. 4. Greenberger, NJ., Toskes, PP., Is- selbacher, KJ., Diseases of the pancrens, cucpkr 255, Harrison‘s Principles of Internal Medici- ne.ll.Ed., McGraw-Hill 1987. 5. Silverberg, E., Cancer statistics, Cancer 1985, 35, 19. 6. Levin, DL., Connelly RR., Cancer 1984, 47, 1456 — 1468 6. Levin, DL., Connelly RR., Dem- ographic characteristics of cancer of the parcreas: mortality, incidence, and survival, Cancer 1984, 47, 1456 — 1468 7. Jónas Ragnarsson, G.Snorri Ingi- marsson. Tiðni krabbameina er vax- andi: 700 ný krabbamein á ári. HeiL brigðismál 2, 1985. 8. Vital statistics for the United States 1978, National Center for Health Statistcs. 9. Gold, EB., et al, Diet and other risk factors for cancer of the pancr- eas, Cancer 55, 1985, 460, 467. 10. Heuch,L, Kvale G., Jacobsen BK., Bjelke E., use of alcohol, tobacco and coffee, and risk of pan- creatic cancer, Br. J Cancer 1983, 48, 637, 643. 11. Durbec JP., Chevilotte G., Bidart JM, Bertmeren P., Sarles M., Diet, alcohol, tobacco and risk of cancer of the pancreas: A case control study. Br J Cancer 1983, 47, 463, 470. 11. Durbec JP., Chevilotte G., Bidart JM, Bertmeren P., Sarles M., Br J Cancer 1983, 47, 463, 470. 12. Piubello W., Vantini I., Tala- mini G., etal, Ital J Gastroentero- logy 1983, 15, 105- 108. 13. Wynder, EL., An epidemicogical evaluation of the causes of cancer of the pancreas, Cancer Res. 35, 2338, 1975. 14. Turner HM., Grace MG., An in- vestigation into cancer mortality among males in certain Sheffield tra- LÆKNANEMINN 34987-40. árg. 65

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.