Læknaneminn - 01.10.1987, Page 71

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 71
um liðum. Varðandi numerus clausus mátti helst heyra að uppi væru hug- myndir um enn frekari takmörkun. Deildarfundur 13. maí 1987: Á síðari fundinum voru á dagskrá kosning fulltrúa í kennslunefnd og vísinda- nefnd, skipun í dómnefndir til rit- gerðamats og andmælenda fyrir dokt- orsvörn og enn á ný voru stöðuveit- ingar framarlega á dagskrá. Síðast á dagskrá var endurskoðun náms í læknadeild. Formaður kennslunefnd- ar, prófessor Helgi Valdimarsson kynnti frumtillögur og undirbúnings- vinnu. Fram að þessum lið hafði verið fjöl- mennt á fundinum, þ.e. meðan á stöðuveitingum stóð, en síðan tóku menn að streyma burt. Ekki virtust menn hafa mikinn áhuga á að ræða um námið í læknadeild. Upp hófst talsverð umræða um curriculum og vildu margir enn á ný kenna fjölda stúdenta og húsnæðisleysi um núver- andi skipulagsleysi í kennslumálum. Gunnlaugur, formaður kennslu- málanefndar F.L. skýrði frá tillögum félagsins varðandi endurskipulagn- ingu námsins (sjá skýrslu kennslu- málanefndar). Að svo komnu máli taldi ég tíma til kominn að vekja athygli manna á kennslumálum og náminu í lækna- deild frá öðrum sjónarhóli. Hér að neðan birti ég ræðu mína, en hún skýrir sjónarmið mín í þessum efnum. Deildarforseti, góðir fundarmenn. Ég vil byrja á því að taka undir þá gagnrýni sem fram hefur komið um þau vinnubrögð að hafa jafn mikil- vægt mál sem endurskipulagning kennslunnar er, síðast á dagskrá. í upphafi fundar var fjölmennt og var mikill áhuga fyrir að velja framkvæm- endur, en þegar átti að ræða fram- kvæmdina virtist ekki vera mikill áhugi fyrir því og menn hlupu á brott. Það má lengi deila um relatíft vægi milli hinna einstöku greina en ég held að þar sé enginn vandi heldur liggi hann mun dýpra. Það er mikið til í þessu súra víni sem Guðjón Magnús- son var að tala um hér áðan (gamalt vín á nýjum belgjum sem orðið er súrt). I máli mínu ætla ég að fjalla nánar um þetta og einnig svolítið um numerus clausus í þessu samhengi. í fjöldamörg ár var barist fyrir til- komu numerus clausus undir því yfir- skini að þá fyrst væri hægt að tryggja að gæði kennslunnar yrðu eins og í fyrsta flokks læknaskóla. Nú, þegar liðin eru fimm ár frá því að numerus clausus var fyrst beitt, sjást lítil um- merki breyttrar og bættrar kennslu eða kennsluhátta. Enn þann dag í dag, þegar kennslumál læknadeildar liggja undir gagnrýni, er þeim vörn- um oftast beitt að stúdentar séu enn of margir annarsvegar og að húsnæðis- og aðstöðuleysi sé um að kenna hins- vegar. Nú eru uppi raddir um að nauðsyn beri til að takmarka aðgang enn frek- ar tafarlaust niður í 20 nemendur á ári sem lausn vandans. Það má vel vera að ekki sé þjóðhagsleg þörf fyrir að útskrifa 36 lækna á ári en ég trúi því ekki að þessi fjöldi sé raunverulega ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að koma kennslumálum læknadeildar í viðunandi horf. Það er fagnaðarefni að nú sé verið að semja tillögur um breytta náms- skipan í læknisfræði enda tími til kom- inn. En ekki er nóg að semja kennslu- skrá sem lítur vel út á blaði með tegr- un, samþáttun, integration vertical, horizontal eða hvað sem það nú heit- ir. Það verður einnig að vera hægt að framkvæma hana. Því tel ég að þörf sé á mikilli hugarfarsbreytingu sem felst í að forstöðumenn kennslugreina, kennarar og Iæknar setjist niður og komist að samkomulagi um það sem þeir geta staðið saman um, verið stolt- ir af og lagt metnað sinn í. Hvers vegna læknaskóli? Er nokkur þörf á læknaskóla? Því ekki að leggja hann niður? Er ekki allt of mikið af læknum? Væri ekki best að vera laus við alla þessa læknanemaaumingja? Spurningar af þessu tagi hef ég ein- mitt heyrt á vörum heilbrigðisstarfs- fólks sjúkrahúsa þar sem ég hefstund- að mitt klíniska nám. Hafa orðið tíðir árekstrar við starfsfólk stoðgrein- anna, þó aðallega hjúkrunarfræðinga og ljósmæður og hef ég oft furðað mig á þeirri kergju og skilningsleysi sem ríkir á sjúkrahúsum hér á íslandi og þá sérstaklega á Landspítalanum miðað við það sem ég hef sjálfur kynnst við Iæknanám erlendis bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Mér hefur fundist kennarar og læknar ekki hafa staðið sig sem skyldi við að skilgreina hlutverk læknanema á deildum og jafnvel aðstoðarlækna en líta má á að þeir séu enn í námi og brýna fyrir starfsfólki tilgagn og mik- ilvægi kennslustofnunar almennt. Kennarar og læknar hafa einnig oft gerst sekir um að hafa engan tíma til að kenna stúdentum, kynnast þeim og gagnrýna og þegar við á, efla þá til dáða. Er ekki rétt að læknar og lækna- nemar taki höndum saman til að reyna að sporna gegn þeirri neikvæðu þróun sem hefur átt sér stað varðandi áhrif'lækna á stjórnun og rekstur heil- brigðisstofnana og gegn þeim sífellda þrýstingi sem beitt er til að draga úr áhrifum lækna á meðferð sjúklinga þeirra. Ef læknanemar hljóta enga tilsögn á þessum sviðum hvernig í ósköpun- um eiga þeir að geta haft áhrif á gang mála? Eftir útskrift er erfitt að ná þessum hópi saman. Er ekki skyn- samlegt að reyna að virkja lækna- nema, verðandi unglækna, til baráttu í þessum efnum. Eða eigum við að alast upp í þessu kerfi, volæði þekk- ingarleysis til þess að smám saman LÆKNANEMINN VÍ987-40. árg. 69

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.