Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 5
LOBAC þrautrevnt verkjalyf
klormezanon/paracetamol
LOBAC (winthrop, 640454)
R,E TÖFLUR; M 03 B B 52
Hver tafla inniheldur: Chlormezanonum INN 100 mg, Paracetamolum INN 450 mg.
Eiginleikar: Lyfið er blanda af vöðvaslakandi og róandi efni, klórmezanóni, og
paracetamóli, sem hefur verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Klórmezanón slakar
á spenntum vöðvum með miðlægum áhrifum og einnig með því að lengja torleiðni-
tíma tauga-vöðvatengingar. Bæði efhin frásogast vel frá meltingarvegi. Hámarks-
blóðþéttni næst eftir 1-2 klst. Efnin eru lítið próteinbundin. Helmingunartími
paracetamóls er 2 klst., en klórmezanóns u. þ. b. 24 klst., sem veldur því, að stöðug
blóðþéttni næst ekki fyrr en eftir 3-4 daga. Efnin umbrotna í lifur og skiljast út með
þvagi. Ábendingar: Bakverkir, vöðvaverkir, torticollis og spennuhöfuðverkur.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Lifrarsjúkdómar. Aukaverk-
anir: Þreyta, sviði, ógleði, munnþurrkur og sjaldan þvagtregða geta komið fram.
Kólestatisk gula hefur sést. Fækkun á blóðflögum og hvítum blóðkomum hefur verið
lýst. Haemolytisk anaemia hefur sést. Varúð: Ekki er mælt með langtímanotkun
lyfsins vegna hugsanlegrar hættu á nýmaskemmtum. Vara ber stjómendur bifreiða
og vélknúinna tækja við slævandi áhrifum lyfsins. Milliverkanir: Lyfið eykur áhrif
róandi lyfja. Má ekki gefa samtímis fentíazínsamböndum og MAO-hemjandi lyfjum.
Eiturverkanir: Mjög stórir skammtar af paracetamóli geta valdið lifrarskemmdum.
Einkenni eitrunar eru ógleði, uppköst, lystarleysi og magaverkir. Tmflun á lifrar-
prófum kemur fram eftir 12-48 klst. Meðferð: Magaskolun. Lyfjakol. Mótefni gegn
paracetamóli er acetýlcýstein.
Skammtastæröir handa fullorðnum: 1-2 töflur þrisvar sinnum á dag .
Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað bömum.
Pakkningar: 20 stk. (þynnupakkað); 50 stk. (þynnupakkað).
Sterling-Winthrop AS, Österbrogade 165 B, DK-2100 Köbenhavn ö, Danmark • Umboö: LYF h.f., s. 656511