Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 21
Einstaklingar sem þjást af drómasýki læra að ná
tökum á skyndilömun með þvf að verjast
tilfinningalegu uppnámi. A þennan hátt getur
skyndilömun verið mjög tilfinningalega hemjandi.
Greining
Tvennt er það sem ávallt ætti að spyrja sjúkling
um sem kvartar undan dagsyfju. Annað er hrotur, því
að kæfisvefn er aðalmismunagreiningin við
drómasýki þó stundum fari þessir sjúkdómar saman.
Hitt eru martraðir, því nær allir drómasjúklingar
kannast við að hafa martraðir.
Ein ástæða þess hversu illa gengur að fá rétta
greiningu er að einkenni koma oft hægt í Ijós og aukast
hægt. Sjúklingarnir verða jafnvel sjálfir ekki alltaf
varir við sjúkdóminn, en venjast einkennunum og
aðhæfa líf sitt þeim. Þegar þeir loks leita læknis kvarta
þeir venjulega undan þreytu eða því að þeir eigi erfitt
með að halda sér vakandi, en nefna sjaldan önnur
einkenni, þar sem þeir setja þau ekki í samband við
þennan sjúkdóm.
Rannsóknir
Til að fá fram örugga greiningu er oftast
nauðsynlegt að taka svefnheilarit og gera
dagsyfjumælingu (multiple sleep latency test). Þetta
er nauðsynlegt nema því aðeins að sjúklingur liafi
greinileg einkenni um skyndilömun, auk sögu sem
bendir á drómasýki. Sé svo, þarf ekki frekari
rannsókna við þar sem ekki getur verið um neinn
annan sjúkdóm að ræða. En jafnvel þegar greiningin
er þekkt getur verið gagnlegt að taka svefnheilarit til
að greina hvort um einhverja hliðarsjúkdóma er að
ræða í svefninum, sem kynnu að hafa áhrif á hvaða
meðferð er æskilegust.
Þegar svefnheilarit og dagsyfjumæling eru gerð
er æskilegt að sjúklingurinn sé lyfjalaus í nokkurn
tíma áður. Síðan kemur sjúklingurinn að kvöldi á
svefnrannsóknastofu og heilarit er tekið alla nóttina.
Næsta dag eftir að sjúklingurinn er vaknaður er hann
áfram á rannsóknastofunni og þá er, á tveggja tíma
fresti, tekið heilarit og sjúklingi sagt að reyna að
sofna. Oftast á sjúklingurinn auðvelt rneð að sofna að
deginum til, jafnvel inni á rannsóknastofu og í ritinu
sést venjulega að sjúklingurinn fellur strax í
draumsvefn (REM). Þetta sést á því að hraðar
augnhreyfingar byrja fljótlega eftir að sjúklingurinn
sofnar og vöðvaspenna hverfur að mestu. Hjá
heilbrigðum einstaklingum líða venjulega um 90
mínútur áður en fyrsta draumaskeiðið hefst. Til að
staðfesta drómasýki þarf sjúklingurinn að sofna
draumsvefni innan 15 mínútna í tvö skipti að minnsta
kosti í slíkri dagsyfjumælingu.
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
19